Heima er bezt


Heima er bezt - 01.12.1953, Page 30

Heima er bezt - 01.12.1953, Page 30
382 Heima er bezt Nr. 12 Sigurður Guðjónsson, kennari: Aðfangadagskvöld í sveit Æskuminning ir voru mjög þjakaðir af vosbúð og kulda. Þegar öllum hafði verið bjarg- að af skipsflakinu, kom i ljós, að formanninn og þrjá háseta vantaði. Var þeirra leitað um stund í lónunum innan brim- garðsins, ef vera kynni, að þeir hefðu flotið á einhverju laus- legu úr skipinu og væru enn á lífi. En leitin bar engan árang- ur. Hið eina er sást voru nokkrir lóðalaupar, tvö ból og þrjár eða fjórar brotnar árar. Mennirnir voru horfnir í hina votu gröf. Um leið og Farsæll tók niðri í lendingunni renndi Vésteinn sér yfir borðstokkinn og óð til lands. Þeir, sem beðið höfðu á ströndinni, þyrptust óðara nið- ur að skipinu. Þeir sáu brátt á svip formannsins og hásetanna, að þeim hafði ekki auðnazt að bjarga allri áhöfninni. Þeir spurðu einskis, hinir sjóvönu menn. Þess gerðist ekki þörf. Allir skildu, að í dag hafði hafið krafizt dýrustu fórna af þeim, sem leituðu gjafa þess. Skipverjar óðu til lands og studdu þá, sem bjargazt höfðu úr helj argreipum hafsins. í lendingunni tóku þorpsbúar á móti þeim og fylgdu þeim heim á leið. Hásetarnir hófust nú handa að setja skipið upp fyrir flæðar- málið. Þar hölluðu þeir því á hliðina á sandinn og tóku negl- una úr. Sumir hölluðust fram á skipsborðið og horfðu þögulir og þungbúnir út á sjóinn. Skipin, sem ekki höfðu náð landi, settu upp segl og sigldu vestur með. Þau ætluðu auðsjáanlega að leita hafnar í Ófeigshöfn, en þangað var tveggja stunda róð- ur í góðu veðri. — Farið þið heim, piltar, og fáið ykkur hressingu. Við skipt- um aflanum svo á eftir og kom- um skipinu í naust, sagði Vé- steinn. Þeir gengu burt. Formaður- inn stóð einn eftir við skip sitt. Þá kom hann skyndilega auga á Gunnar gamla í Túni, sem stóð enn þar skammt frá og horfði votum, rauðhvarma augum út á hafið, sem nú hafði tekið síð- ustu stoð hans í ellinni. Mikil var sú fórn, sem hann hafði Niðurl. á bls. 387. Jól. Norræn jól. Orðin eru eins hreimmikil og fögur eins og ljós- ið og lífið, sem þau tákna. Og þá voru jólin komin í íslenzku fjallasveitina, snævi þakta og stjörnubjarta. Lambhúsþekjurn- ar voru hvítar og gaddfreðnar, en inni var hlýtt og notalegt hjá litlu, fallegu hjörðinni, sem beið með eftirvæntingu og óþolinmóð eftir gjöfinni. Fyrst ys og þys og rifið og slitið í meisana. Svo dauðaþögn, þar sem ekkert heyrðist nema marrið í tönnum sextíu lamba, sem bruddu og tuggðu skraufþurrt útheyið. Og hvílík lyst. Þau höfðu varla við að hreyfa kjálkana. Svo ótt var tuggið. Þarna stóðu þau í röðum við jöturnar, svo lagðprúð undan sumrinu, þessi efni í bústofn hins íslenzka bónda í gegnum aldirn- ar, og neyttu í bróðerni jólagjaf- arinnar, sem virtist bragðast þeim svo óvenjulega vel að þessu sinni. Eða var það máske af því, að jólin voru að koma, að litla smaladrengnum, sem gaf þeim, fannst það? Og þessi saga endur- tók sig í ærhúsunum og sauða- húsunum, í hestatröðunum og heima í fjósinu. Alls staðar var gefið. Heim gengu svo gegninga- mennirnir, sumir lausir, aðrir með tóma meisa á bakinu. Þar biðu þeirra jólin. Aðfangadags- kvöld heima í bænum. Þær voru heldur lágreistar bæjarburstirnar sex, sem risu upp úr snjósköflunum á slétt- unni. Og dimman í bæjargöng- unum. Hún var svo mikil, að ekki sáust handaskil. Þó hafði hún einhvern annarlegan blæ yfir sér að okkur fannst. Því að þetta var jóladimman á sjálfri hátíð ljóss- ins. Og það var vissulega hátíð inni í gamla, íslenzka sveita- bænum. Stiginn og baðstofugólf- ið voru hreinskúruð eins og þar hefði aldrei fallið neitt fis áður. Á hverjum rúmstólpa logaði á jólakertum (strokkkertum), sem hjálpuðu gömlu olíulömpunum tveim að uppljóma baðstofuna. Gamli vefstóllinn hafði þagnað og rokkarnir stóðu svo skringi- legir úti í horni og hreyfðu sig hvergi. Og þótt þetta væri eng- in Péturskirkja að ytri dýrð, þá var það samt dýrðarhöll í okkar augum, því að jólin voru þar inni. Og nú minnumst við þess, sem þekking og þroski ávallt fræðir okkur öll börn íslands um, að það var í svona umhverfi, sem þjóð vor hefur haldið sín jól i þúsund ár. í gömlu sveitabæjunum voru Hallgríms „dýru ljóð“ ort, lesin og sungin; snilldarræður Vída- líns biskups samdar og lesnar; þar var varðveitt íslenzk tunga og snilldarrit norrænnar sagn- fræði, svo sem Njála og Heims- kringla, samin og lesin. Þar héldu okkar helgu biskupar sín jól og vörpuðu ljósi trúar, sið- gæðis og þjóðlegra mennta yfir land og þjóð. Og svona mætti lengi telja. Gamla baðstofan í Mörk, upp- ljómuð jólaljósum á aðfanga- dagskvöld, stóð því í djúpum tengslum við guðstrú og menn- ingu þjóðar vorrar. Það gerði hana að andans musteri, þrátt fyrir alla fátækt hennar og fá- breytni. Og svo fólkið inni. Á innsta rúminu sat bóndinn, sem nú var orðinn sjóndapur öldungur. Hann hafði greitt silfurgrátt hárið, sem fór svo vel á aldna, höfðinglega höfðinu. Hann var goði í veldi sínu. Hann hafði byggt þennan bæ ásamt tengda- föður sínum, sléttað túnið, byggt hlöður og komið upp miklum bú- stofni og mörgum mannvænleg- um börnum. Við hlið hans sat kona hans, nokkuð yngri að ár- um, há og fönguleg með skýrleg, brún augu. Nú stóð hún upp og seildist upp á hilluna yfir bað- stofuglugganum og náði í hús- lestrarbókina. Og svo las hún hina gömlu, en þó síungu, dýrð- arkveðju englanna til hirðanna á Betlehemsvöllum hina fyrstu jólanótt: „Verið óhræddir, því

x

Heima er bezt

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Heima er bezt
https://timarit.is/publication/380

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.