Heima er bezt - 01.10.1957, Síða 9

Heima er bezt - 01.10.1957, Síða 9
Fallegt er í Fagradal, flestir um það róma. Brynjólfur og brúðarval bjuggu þar með sóma. Brynjólfur átti dóttur, er Jórunn hét. Hennar bað Jón Þorláksson, skáld, en Brynjólfur synjaði honum ráðsins og sagt, að heldur skyldi Jórunn fara í Gull- foss, foss í Fagradalsá. Séra Friðrik Eggerz lýsir Jórunni svo, er hún var um sextugt: „Hún var stutt og digur, sívöl á vöxt og herðar, langhálsuð, siginaxla, langleit, mjóleit, stóreygð, með krepju í augum, munnófríð, með geiplu, einföld og gufuleg.“ En eftir vísu Jóns um Jórunni lítur út fyrir að honum hafi litist öðruvísi á hana: Sorgarbára ýfir und elda rasta njórun. Freyju tára fögur hrund falleg ertu Jórunn. Það er sagt, að Benedikt Jónsson í Hrappsey, faðir Boga, hafi verið drykkjtunaður. Um hann kvað Þor- móður skáld í Gvendareyjum: Bensa þykir brennivín sætt, en bragna meir um varðar, að hann er lifandi ljós í ætt og laukurinn Breiðafjarðar. Gísli stúdent, sonur Bauka-Jóns, átti Margréti, dóttur Magnúsar lögmanns á Ingjaldshóli. Magnús var auð- ugur, átti Mávahlíð og Brimilsvelli. Áður en Gísli átti Margrétu, er sagt að hann hafi kveðið: Held ég bezta hlutskipti, hverjum það til félli, að mega eiga Margréti, Mávahlíð og Velli. Magnús Stephensen notaði hrossakjöt til manneldis, sem þá var ekld siður, og var honum lagt það mjög til lasts. Einu sinni keypti hann afsláttarhross af Gísla bónda frá Laxholti í Borgarfirði. Þá var kveðið: Hrossætan á Hólmi býr, hefur margt að sýsla. Etur merar álmatýr út úr Laxholts Gísla. Magnús Ketilsson, sýslumaður, skrifaði greinar í Tíðindi 1776, um hrossakjötsát, og mælir með því að notfæra sér það, minnsta kosti í harðæri. En Gunnar Pálsson, héraðsprófastur, gerði mikið veð- ur út af og skrifaði Magnúsi harðort bréf. Um þá var kveðið: Hérna mætast hrókar tveir, hvor sem annan grefur. Hermt er mér að heiti þeir Hrossaslátur og Þefur. Ragnhildur Eggertsdóttir, ríka á Skarði, kona Magn- úsar Ketilssonar sýslumanns, var hin mesta ágætiskona. Hún var örlát og hjálpsöm við fátæklinga. Þegar hún tók við búsforráðum í Búðardal, var þetta kveðið um vistina þar: Þykkt er öl í þessum sal, þjóðin um það rómi; blessuð vist í Búðardal, borið skyr og rjómi. Eftir dauða Ragnhildar, þótti mörgum vistin versna, frá því, sem áður var, og var þá um kveðið: Þunnt er öl í þessum sal, þjóðin af því nýtur, bölvuð vist í Búðardal, bæði hland og skítur. Hér er gamall húsgangur, frá Breiðafirði. Og er talið að Jón Þorláksson, skáld, hafi gert um Steinunni Guð- mundsdóttur, er Vigfús Sigurðsson, gullsmiður, var kvæntur, áður en hann átti Karitas, dóttur Magnúsar sýslumanns: Öllu stal, en ekkert gaf, átti fáa vini. Hún tók lúsaúlpu af Einari Gróusyni. Og þá er nú þessi öldruð að árum og alþjóð kunn: Hátta og sofa helst ég vil, hvergi ofan kreika. Blunds af dofa dinglar til drauma-stofan veika. í Iðunni, 5. árg., bls. 304, er sagt, að vísa sú, er hér kemur næst, sé eftir Gísla Ólafsson, frá Eiríksstöðum, en í Húnvetningaljóðum er hún sögð eftir Gísla Jóns- son frá Saurbæ, og þar prentuð, ásamt fleiri vísum hans. Bjami Guðmundsson, ættaður úr Húnavatnssýslu, segir hana hiklaust vera eftir Gísla Jónsson: Hesta rek ég hart af stað. Heim er frekust þráin. Kvelda tekur, kólnar að, kári hrekur stráin. Það er sagt, að Baldvin skáldi hafi eitt sinn verið svo fullur, að hann hafi oltið á höfuðið út úr búðardyrum og meitt sig á höfði. En kvað um leið: Heima, er bezt 329

x

Heima er bezt

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heima er bezt
https://timarit.is/publication/380

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.