Heima er bezt - 01.10.1957, Qupperneq 22
HVAÐ UNGUR NEMUR - ÞÁTTUR
RITSTJÓRI: ÆSKUNNAR
STEFÁN JÓNSSON------------------------------------------------
NÁMSTJÓRI
GRETTISBÆLI OG FAGRASKÓGARFJALL
jóðleiðin frá Borgamesi vestur á Snæfellsnes og
til Breiðafjarðarbyggða er fjölfarin um sumar-
tímann. Á Snæfellsnesi og við Breiðafjörð era
víða fagrar sveitir og margir sögulega merkir
staðir. Frá Borgamesi vestur í Stykkishólm eru um 100
km, og liggur sú leið um sögulegan fjallveg, er Kerl-
ingarskarð heitir.
Eftir um 30 km leið frá Borgarnesi er komið að Hít-
ará hjá Brúarfossi. Eru þar sýsluskil milli Mýrasýslu og
Hnappadalssýslu. Ef við höfum tíma til að stöðva bílinn
um stund og líta til fjalla, þá blasir við sjónum hátt fjall,
sem heitir Fagraskógarfjall, en klettahyman fremst
á fjallinu heitir Skógahyrna. í sólríkri hlíð undir hyrn-
unni em þrír bæir, Skógabæirnir tveir og Moldbrekka.
Yfir bæiunum gnæfir hyman, dölckir, þverhníptir klett-
ar. Hefur margur steinninn og mörg grjótskriðan failið
úr þessari hyrnu niður á túnin, en aldrei valdið tjóni á
mönnum, svo í minnum sé haft.
I nafninu Fagraskógarfjall er falin sorgarsaga. I þess-
ari fögm fjallshlíð sést nú enginn skógargróður, en ör-
nefnið segir sína sögu.
Ef við rennum augum í austurátt blasir við sérkenni-
legur fjallskambur, austur úr Fagraskógarfjalli. Er þessi
kambur allhár. Tindóttur hið efra, en sandskriður gróð-
urlausar hið neðra. Þessi fjallskambur heitir Grettisbæli,
og er ömefnið sótt í Grettis sögu. Inn með Hítará
heitir Hítardalur allt inn að Hítarvatni, en úr því vatm
kemur áin. Er Hítardalurinn sögurík byggð, sem nú er
fallin í eyði.
Hítará fellur meðfram Grettisbæli að austan, og lá
þar áður þjóðleiðin frá Borgarfirði vestur á Snæfellsnes.
Var þama gott vað á Hítará og var þá kallað að fara ána
„undir Bæli“.
Er mér í minni, er ég fór þessa leið í fyrsta skipti níu
ára gamall. Áin var ekki mikil, en náði þó vel í kvið á
hestinum. Ég var hálfsmeykur við ána, en var þó alltaf
með augun uppi á tindinum, þar sem mér var sagt, að
væri sjálft Grettisbæli. Saga Grettis rifjaðist upp í huga
mínum, en hún hafði verið lesin á kvöldvökum um vet-
urinn. En í Grettissögu er sagt þannig frá:
„í Hólmi í Hítardal bjó Björn Amgeirsson, er nefnd-
ur var Björn Hítdælakappi. Björn var höfðingi mikill
og hélt oft seka menn. Grettir hafði þá verið um skeið
í útlegð, er hann kom í Hítardal til Bjamar og bað hann
veita sér nokkurt lið. Björn taldist heldur undan með
það, en tók þó Gretti vel, því að vinátta hafði verið með
frændum þeirra fyrram. Þeir ræddust við um stund, og
kvaðst Björn vilja styðja hann sem hann mætti, ef hann
léti þá menn í friði, sem væru verndarmenn og vinir
sínir.
Grettir lofaði því.
Þá segir Björn: „Að því hef ég hugað, að í fjalli því,
er fram gengur fyrir utan Hítará, mun vera vígi gott
og þó fylgsni, ef klóklega er um búið. Er þar bora í
gegnum fjallið, og sér það neðan af veginum, því að
þjóðgatan liggur niðri undir, en sandbrekka svo brött
fyrir ofan, að fáir menn munu upp komast, ef einn
maður röskur er til varnar uppi í bælinu. Nú lízt mér
það helzt ráð og umtalsmál að vera þar, því að þaðan
er hægt að leita til fanga ofan á Mýrar og út til sjávar.“
Grettir fór að ráðum Bjarnar og tók sér bólfestu í
fjallinu og bjóst þar um. Hann tjaldaði með gráu vað-
máli fyrir boruna í fjallinu, „og þótti þar sem sæi í gegn-
um neðan af götunum,“ segir í sögunni.
„Þótti Mýramönnum mikill vágestur kominn, er
Grettir var.“
Þetta var frásögn Grettissögu um þennan sérkenni-
lega sögustað.
En hvernig lítur fjallið nú út, og hvað er því til sönn-
unar, að sagan um dvöl Grettis í borunni uppi í kletta-
beltinu hafi við rök að styðjast?
Er þá fyrst því að svara, að lýsing Grettissögu á fjall-
inu og staðháttum öllum er svo sönn og vel gerð, að
ekki er hægt að lýsa því betur. Er það auðséð, að sá,
sem Grettissögu hefur samið, hefur verið nákunnugur
staðháttum, haft glöggt auga og ágæta frásagnargáfu.
Er frásögnin skýr og fáorð.
342 Heima er bezt