Heima er bezt - 01.10.1957, Qupperneq 25

Heima er bezt - 01.10.1957, Qupperneq 25
og Gísla nokkurs Þorsteinssonar. Það er skopleg saga og vel sögð. Gísli þessi hafði verið í siglingum milli landa og lét mikið yfir sér. Sagan segir, að hann hafi verið „ofláti mikillu. Hann hafði geipað mikið um það, að hann teldi sig jafnoka Grettis, og væri hann óhræddur að mæta honum, hvar sem væri. Það var svo eitt haust, að Gísli kom á skipi sínu frá útlöndum í Borgarfjörð, og bjó um það í vetrar- lægi í Hvítá. Sjálfur ætlaði hann til vetrardvalar vestur á Snæfellsnes. Það var litlu fyrir veturnætur, að Gísli bjóst til ferðar við þriðja mann. Hann gisti hina fyrstu nótt, „undir Hrauni fyrir sunnan Hvítá“. Sá bær heitir nú Staðarhraun. Frá Staðarhrauni liggur leiðin eftir hraungötum vestur að Hítará og er farið yfir ána á vaði undir Grettisbæli. Grettir mun hafa haft eitthvert veður af ferðum Gísla, og fylgdist því vel með öllum manna- ferðum. Raup Gísla hafði líka borizt Gretti til eyrna. Það er snemma morguns, litlu fyrir veturnætur, að Grettir sér úr bæli sínu, þrjá menn í litklæðum, koma sunnan hraungöturnar handan við ána, en Grettisbæli er eins og áður er sagt þétt við Hítará. Þekkir Grettir að þetta muni vera Gísli og förunautar hans, og er þeir koma yfir ána, hleypur hann niður skriðurnar í veg fyrir þá. Gísli heyrir, er grjótið hrynur undan fótum Grettis, og verður litið upp til fjallsins, og segir við félaga sinn: „Maður fer þar ofan úr hlíðirini og heldur mikill, og sá vill oss finna. Verðum nú við rösklega, því að hér ber veiði í hendur.“ Gísli og förunautar hans hlaupa þá af baki, en Grettir gengur beina leið að hesti Gísla, en hann hafði aftan við hnakkinn klæðsekk allstóran, — það var einskonar hnakktaska. f klæðsekk þessum var silfur og dýrmætur varningur. — Grettir þrífur til klæðsekksins og segir: „Þetta mun ég hafa. Eg lít oft að litlu.“ Gísli og Grettir eiga síðan orðaskipti, og verður Gísli æstur og eggjar nú förunauta sína að sækja að Gretti og sjá hvort nokkur dugur væri í honum. Þóttist Gísli eiga í öllum höndum við Gretti, þar sem þeir voru þrír móti einum. Grettir hopar lítið eitt, er þeir ráðast að honum, og víkur að stórum steini, er síðan er við hann kenndur, og bregður nú saxinu góða, er hann bar jafnan. Gísli eggjar fylgdarmenn sína fast, en hlífir sér löng- um að baki þeirra. Gretti leiddist þá þófið og sveiflaði saxinu, og hjó annan förunaut Gísla banahögg, og skömmu síðar féll hinn. Gísli varðist þá ekki lengi, en fleygði vopnunum og tók á rás út með fjallinu. Grettir fylgdi Gísla fast eftir, en fór þó aldrei nær honum en það, að hann gaf honum tóm til að kasta af sér klæðum, því að hann mæddist mjög á hlaup- unum. Hljóp Gísli eins og fætur toguðu út með fjalli, og framan undir út með Skógabæjum, og svo inn með hlíðum og vestur yfir mýrar og móa vestur í Eld- borgarhraun. Er þangað kom var Gísli „á línklæðum einum“. Það er nærfötum. Hafði hann þá kastað öllum öðrum ldæðum á hlaupunum. Gerðist nú Gísli ákaflega móður, enda hefur hann þá hlaupið meira en 10 km. Grettir rífur þá upp hríslu mikla í hrauinu og nálgast nú Gísla hröðum skrefum, og er þeir koma vestur undir Haffjarðará, snarast Grettir að honum og rekur hann undir sig, og kenndi þá skjótt aflsmunar. „Ertu Gísli sá, er finna vildir Gretti Ásmundsson?“ Gísli svarar: „Fundið hef ég nú hann, og haf nú það, sem þú hefur fengið, og lát mig lausan.“ Grettir kvaðst verða að gera honum áminning fyrst. Rekur hann síðan skyrtuna fram yfir höfuð Gísla og kaghýðir hann á bert bakið, svo að þar varð allt blátt og blóðrisa, og lét hann síðan lausan. Gísli beið þá ekki boðanna, en þýtur út í Haffjarð- ará, þar sem hann kom að, en áin stóð þar full af krapi. Lenti Gísli í óstæðum hyl og svam þar yfir. Hann komst svo illa haldinn að næsta bæ, sem heitir Hross- holt og lá þar rúmfastur í heila viku, því að „bdástur hljóp í búkinn“, eins og segir í sögunni. Ekki langaði Gísla til að hitta Gretti aftur eftir þessa smánarför. „Eg mun nú ekki rekja fleiri frásögur um Gretti. Sagan um hann, Grettissaga, er til á flestum heimilum og er gott lesefni fyrir hrausta stráka sérstaklega. Og þótt margt í Grettissögu sé æði þjóðsögukennt, þá er sagan atburðarík og hlaðin spakmælum og hnittnum tilsvörum. Ekki fer hjá því, þegar við lesum Grettissögu, að þá verður okkur hugsað til bernskuára Grettis í sam- bandi við slysni hans og óhöpp á fullorðins árum. — Bernskubrek Grettis geta verið öllum æskumönnum til viðvörunar. Hann var brellinn og óskaplega hefnis- gjarn, en hóflaus hefnis-girni, leiðir ætíð til ógæfu. — Vafalaust hefur Grettir átt við að stríða erfiða skaps- muni í æsku, enda misskilinn af öllum, nema móður sinni. Engir dómarar dæma nú ógæfumenn í útlegð. Allir þeir, sem brjóta lögin, eða lenda í óhöppum og afbrot- um vegna geðofsa og hefnigirni, fá að njóta húsaskjóls, en þó eru þeir íitlagar þjóðfélagsins. Þeir verða að slíta samvistir við ættfólk stit og alla, sem þeir unna, og búa ófrjálsir í annarlegum húsum. Varla hef ég séð meiri sorgarsjón, en fjóra unga, hraustlega menn úti í fengels- isgarðinum í Reykjavík. Saga þessara fjórmenninga mun óskráð, en væri hún skráð og útgefin, þá myndi það sannast, eins og í Grettissögu, að ræturnar að ógæfu þessara manna lægju í bernskubrekum þeirra, eins og hjá Gretti. Æskuárin eru fegursti en jafnframt örlagaríkasti kafh mannsævinnar. Stefán Jónsson. Heima er bezt 345

x

Heima er bezt

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heima er bezt
https://timarit.is/publication/380

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.