Heima er bezt - 01.10.1957, Page 28
Tónlistarskólinn hélt æfingum áfram í sumarleyf-
inu. Jenný og Jóhanna voru báðar í tónlistarnáminu.
Jóhanna lék á hljóðfæri, en Jenný æfði söng. Hún þótti
hafa fagra rödd. Oft voru æfingar heima á heimil-
unum. Fósturforeldrar Jennýjar voru upp með sér af
hinum ágætu hæfileikum fósturdótturinnar, en þeim
þótti þó námið ganga ofseint. Líka fannst þeim, að
æfingarnar tækju ofmikinn tíma frá skólanáminu. Það
var því gott að geta notað sumarleyfið til söngæfinga.
En Jóhanna átti jrænda og frænku í Rotterdam. Þau
voru farin að eldast og lifðu mikið í gamla tímanum.
Heimili þeirra var fábrotið, en hreinlegt, og heimilisregl-
ur strangar. Þau höfðu ætíð haft þann sið, að bjóða unga
frændfólkinu til sín í sumarleyfinu. Nú höfðu þau
fyrst boðið Sesselju, en hún gat ekki yfirgefið unn-
ustann, þá var Karli boðið, en hann ætlaði að lesa í
sumarleyfinu, en þá var það Jóhanna, sem varð að
þiggja boðið. Hún sætti sig örlög sín, en hana langaði
ekki neitt. Enn var þó dagur til stefnu, en áætlað var
að hún ætti að dvelja þar í hálfan mánuð.
Jóhanna skrifaði gömlu hjónunum og kvaðst þiggja
boð þeirra með mikilli ánægju. En þá varð frænka
hennar gamla svo hrifin, að hún skrifaði Jóhönnu
samstundis svarbréf og bauð henni að hafa einhverja
vinstúlku sína með sér. Hún sagðist skilja það, að
skemmtilegra væri fyrir þær að vera tvær saman. Þær
gætu þá skemmt sér betur. Þær mættu líka taka reið-
hjólin sín með.
„Þetta var fallega gert af frænku,“ sagði mamma
Jóhönnu hrifin, og Jóhanna andvarpaði af hrifningu.
„Þetta var yndislegt. Alveg ljómandi.“
En þá kom vandinn að velja sér ferðafélaga. Hverja
af leiksystrum sínum ætti hún að taka með. Einhver
vondur púki hvíslaði í eyra henni, að leiðinlegast væri
að láta nokkra vinstúlku sína sjá, hve fátæklegt og
gamaldags væri hjá frænku, og eins hlytu þær að
taka eftir hvað hún væri hljóðvillt.
Henni datt strax Jenný í hug. Líklega væri lang-
bezt að bjóða henni. Jóhanna var ekki lengi að hugsa
sig um. Hún greip hatt og kápu í anddyrinu og hljóp
af stað til Jennýjar.
Þar hitti hún ekki vel á. Frúin og húsbóndinn höfðu
einmitt lagt sig eftir hádegisverðinn, en Jenný sat úti
í horni og dottaði yfir mannkynssögunni.
Frúin vaknaði ekki, er Jóhanna barði að dyrum, en
fóstri Jennýjar stökk á fætur, greip jakkann sinn og
vakti alla með sinni þrumuraust, er hann kallaði:
„Kona! Jóhanna er komin hér!“
Þetta dugði. Frúin áttaði sig fljótt, settist upp og
sagðist alls ekki hafa sofið. Hún ýtti stól til Jóhönnu,
sem stóð hálfvandræðaleg á miðju gólfi, og bauð henni
sæti. Jóhanna bar strax upp erindið. Hún lét sem það
væri fyrir sig gert, ef Jenný gæti komið með sér.
Hún sagði, að Jenný gerði sér mikla ánægju, ef hún gæti
þegið boðið, og komið með sér til Rotterdam. Þá gat
Jenný ekki stillt sig lengur, en sagði hrifin: „Ó, hvað það
væri gaman.“
Frúin sagði ekki neitt. Húsbóndinn ekki heldur. í
stofunni ríkti alger þögn. Loks kom fyrsta spurningin
frá frúnni:
„Hvað finnst þér, góði minn.“ Maðurinn hennar
snippaði nokkrum sinnum, strauk magann virðulegur
og hátíðlegur, og hóf þannig mál sitt og lagði áherzlu
á hvert orð.
„Það er mjög vingjarnlegt af frænku þinni, Jóhanna,
að bjóða þér að taka einhverja vinstúlku þína með þér.
Ég get ekki annað en dáðst að því. En hvað Jennýju
viðvíkur, þá veltur samþykki mitt alveg á því, hvort
hún nær prófi í vor uppúr bekknum eða ekki.“
Þetta var það versta svar, sem hægt var að fá,
fannst Jóhönnu. Hún leit út undan sér til Jennýjar, en
hún hristi bara höfuðið.
„En ég þarf að vita þetta fyrr,“ tautaði Jóhanna.
„Ég þarf að gefa frænku ákveðið svar.“
„Jæja, þá verður þú að fá að vita það hjá Jennýju.
Hún hlýtur að vita það nú þegar, hvernig útlit er hjá
henni með það að ná prófi. Heldurðu að þú komist
upp, Jenný? Eða situr þú kannske eftir í bekknum?“
Fóstri hennar hló háðslega. Hlátur hans benti til þess,
að hann gæti vel svarað þessum spurningum, og ekki
síður en fósturdóttir hans.
Jenný leit snögglega upp, og harðir drættir mynd-
uðust um munninn, og þar vottaði fyrir biturlegu
brosi. Jú, víst væri gaman að sleppa héðan hálfsmán-
aðartíma með Jóhönnu, en enginn skyldi komast að
því, hve mikið hún þráði að komast að heiman. Það
kom þessu fólki ekkert við. Hún stillti sig því sem
hún gat og svaraði rólega, en hún gat þó ekki að því
gert, að rödd hennar titraði lítið einn:
„Segðu foreldrum þínum, Jóhanna, að ég fái ekki
að fara, því að frænka og frændi vissu það fyrir tveim-
ur mánuðum, að ég kæmist ekki upp úr bekknum,“ —
og nú hló Jenný kuldahlátri, — “og þau hafa þess vegna
ákveðið að spilla allri gleði minni og banna mér allt,
sem mér er til ánægju. Þetta á að vera hegning fyrir
ódugnaðinn.“
Fóstri Jennýjar varð myrkur á svipinn, er hann sá
að litla fósturdóttir hans hafði séð í gegnum blekk-
ingarvefinn, en veslings Jóhanna stóð þarna vandræða-
leg, og vissi ekki, hvernig hún ætti að taka þessu. Hún
tautaði eitthvað um, að sér þætti þetta hræðilega
leiðinlegt, og flýtti sér svo út, þar sem henni fannst
andrúmsloftið í stofunni þrungið af harðýðgi og mann-
vonzku.
Jenný fylgdi henni til dyra. Hún gat þá ekki harkað
af sér lengur, en fleygði sér grátandi um hálsinn á
Jóhönnu, og sagði með þungum ekkasogum: „Þau
geta aldrei unnað mér neinnar gleði.“ En hún rétti sig
strax upp aftur og sagði um leið og hún brosti með
társtokkin augun:
„Þú mátt engum segja að ég hafi grátið. Vertu sæl,
ágæta „kredit“. Skilaðu kærri kveðju til mömmu þinn-
ar.“
Nú var mesta vandamálið fyrir Jóhönnu, hverri hún
ætti nú að bjóða með sér. Líklegast yrði hún að leita
til Lilju eða Nönnu, en þá var vandinn að gera upp á
348 Heima er bezt