Heima er bezt - 01.01.1958, Síða 4

Heima er bezt - 01.01.1958, Síða 4
Viá áramót Árið 1957 er liðið í skaut aldanna, rétt eins og aðrir fyrirrennarar þess frá því að jörð vor hóf göngu sína. Ekki verður því þó neitað, að um ýmsa hluti hefir það átt sérstæða sögu, og þess verður áreiðanlega lengi minnst. Vér fslendingar munum minnast óvenjulega hag- stæðrar veðráttu um mestan hluta landsins, snjólétts vetrar og eíðan hagstæðs sumars fram á haustnætur, og lítt spilltu síðustu mánuði ársins myndinni, þótt óstill- ingar gætti þá í veðráttu. Annars virðist sem gjörbylt- ing hafi orðið í veðurfari hér á landi síðustu áratug- ina, svo að mildir vetur eru naumast lengur í frásögur færandi. En þrátt fyrir árgæzku hvílir þó skuggi yfir afkomu síðastliðins árs. Spávarafli reyndist rýrari en vonir stóðu til, og í engu samræmi við þann kost veiðiskipa, sem út var gerður. Segja má að vísu, að vér séum farnir að venjast síldarleysinu og lifum í voninni, að hinn duttl- ungafulli silfurfiskur komi aftur og færi oss þá fullar hendur fjár. Og fiskifræðingarnir telja sig vita, hvar síldin sé, og nú vanti einungis tæki til að sækja hana út á djúpmiðin. Hinsvegar virðist margt benda til, að aflbrestur á þorskveiðum sé beinlínis að kenna rán- yrkju. Gengið sé nær stofninum en hann þoli, og þess- vegna verður oss það með ári hverju meiri lífsnauð- syn, að fá umráð yfir íslandsmiðum, svo að þar sé ekki háð kapphlaup fiskveiðaþjóða Norður-Evrópu um að þurrka upp stofninn, svo að eyðimörk verði eftir. En ekki verður það talið til stórviðburða heimsins, þótt aflabrestur sé á íslandsmiðum, og smáþjóð norður við heimskautsbaug eigi í efnahagsvandræðum, og horfi með upp til framtíðarinnar, ef hinum stærri á að leyf- ast að þurrausa helztu auðlind hennar. Slíkir hlutir hverfa í skugga á hinu stóra taflborði heimsmálanna. En árið 1957 á merkilega hluti í safni minninga sinna. Enda þótt ókyrrð sé víða um lönd, virðist þó sem friðvænlegra sé í heiminum en var um síðustu áramót. En allt um það virðist þó uggur og tortryggni drottn- andi í hinum stóra heimi, ekki einungis meðal hinna „s,t,óru“, heldur með öllum almenningi. Virðast þau frændsystkin ætla að verða furðu fylgispök vesölu mannkyni, og fremur færast í aukana að áhrifum og völdum, en minnka eftir því sem menning eykst og samskipti þjóðanna verða örari og tækniþróun þeirra færir nær hverja annarri. Ef vér skyggnumst um meðal frumstæðra þjóða, má segja, að óttinn sé ein ríkasta tilfinning í daglegu lífi þeirra og viðhorfum. Menn óttast hin geigvænlegu nátt- úruöfl, sem þeir hyggja að stjórnað sé af fjandsam- legum guðum, og líf þeirra og athafnir er háð og haml- að af hverskonar bannhelgi. Trúarathafnir þeirra snúast einkum um að færa guðunum fómir, svo að skap þeirra megi blíðkast, og þeir varast að rjúfa bannhelgina, svo að goðin reiðast ekki. Framstæðir menn óttast alla ókennda menn og tartryggja þá þessvegna. Nú getum vér naumast sagt, að ótti við ókennd goðmögn eða jafnvel náttúruöflin sjálf sé ríkur þáttur í daglegu lífi hinna siðmenntuðu þjóða, sem svo eru kallaðir. Fá boðorð hefir maðurinn rækt betur en að gera sér jörðina undirgefna, og stöðugt eykst þekking hans á lögmálum náttúrunnar. En í stað hins frum- stæða ótta við hin dularfullu heimsmögn, er kominn ótti mannsins við sjálfan sig, ef sva mætti að orði kveða. Hinar stórkostlegu vísindalegu uppgötvanir og tækni- leg þróun í skjóli þeirra, hefir síður en svo fært mönn- unum frið og öryggi. Þróunin virðist einkum hafa hnigið í þá átt, að gera kleift að smíða vígvélar svo stór- kostlegar, að margir óttast, að með því sé að því stefnt að þurrka úr mannkynið eða jafnvel má allt líf af jörð- inni. Mesti tæknisigur ársins 1957 var án vafa unninn, þegar gervitunglinu var skotið á loft, og maðurinn hafði að verulegu leyti sigrað aðdráttarafl jarðar. Líklega hefir þó engri stóruppgötvun mannsandans verið tekið með jafnblöndnum tilfinningum og geimferð Sputniks. Ekki verður hjá því komizt, að dást að þeirri snilli mannsandans, sem gert hefir slíka furðusmíð. En um leið skýtur upp nýrri hugsun, að með gervitunglum, fjarstýrðum skeytum, kjarnorku- og vetnissprengjum, sem mannkynið nú hefir ráð á, sé því ekki ólíkt farið og þróttmiklum fávita, sem fengið hefir morðvopn í hendur og lært að beita því, en skortir andlegan þroska til að gera sér Ijósar afleiðingar athafna sinna. Því að ekki er unnt að dyljast þess, að svo virðist sem siðrænn þroski, mannúð og einlægur friðarvilji mannkynsins hafi dregizt verulega aftur úr tæknilegri snilli þess. Ef svo væri ekki, væri óttinn ástæðulaus. En svo lengi sem heil stórveldi byggja þjóðskipulag sitt á einræði og kúgun, er þess ekki að vænta, að siðrænn þroski eða friðarhugsjón verði drottnandi í mannheimi. Athyglisverð er sú menningarþróun síðustu áratuga, 2 Heima er bezt

x

Heima er bezt

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heima er bezt
https://timarit.is/publication/380

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.