Heima er bezt - 01.01.1958, Blaðsíða 33

Heima er bezt - 01.01.1958, Blaðsíða 33
„Líklega eru þau það, en samt finnst mér engin ástæða fyrir þig að láta þau féfletta þig, en það gera þau með þessu háttalagi. Þú getur alveg eins farið í kaupavinnu burtu frá heimilinu og fengið vinnu þína útborgaða og látið það svo upp í eftirgj aldið,“ sagði Stefán. „Ég sé ekki, að það væri að neinu leyti betra. Ég verð að hugsa um mitt heimili líka,“ sagði Bogi. „Hvað fær þú mikið kaup?“ spurði hann eftir dálitla yfirvegun. „Hundrað og tuttugu krónur um árið. Fyrir minna ræð ég mig ekki.“ „Ég skil ekkert í séra Jóni að ganga að þessu. Hann hlyti að hafa getað fengið vinnumann hér í sveitinni fyrir lægra kaup en þetta. Reyndar eru allir strákar vit- lausir í að flana suður á vertíð.“ „Svo er unnið fjórtán til sextán tíma yfir sláttinn hef ég heyrt,“ sagði Stefán. „Ég gæti trúað, að ég gerði það ekki, hvernig sem það líkar.“ „Ekki það?“ sagði Bogi og stóð upp og byrjaði að vinna. Það barst um sveitina eftir Boga í Garði að þessi sunn- lenzki vinnumaður hjá prestinum væri með uppreisnar- anda. Hann ætlaði sér ekki að vinna, nema þegar hon- um sýndist, en setti þó upp óforskammað kaup. Bogi í Garði var ekki vingjarnlegur í umtali um Stefán og leit hann illu auga, því nú var hann aldrei beðinn að koma heim að Hofi, nema þegar farið var að taka upp móinn. Hann talaði um þetta við prestinn og sagði, að sér félli það ekki vel, ef hann fengi ekki að vinna af sér eftirgjaldið eins og vanalega. „Ja, það er nú svona, Bogi minn,“ sagði presturinn. „Hann er svo duglegur, þessi vinnumaður minn, að það nægir við vorverkin. Við sjáum, hvernig hann er við heyskapinn. Mér fellur prýðilega við hann, þennan mann.“ Stefán var að taka til við ærhúsin, þegar Bogi fór heimleiðis. Hann tók á sig krók til hans og kastaði á hann kveðju, heldur stuttlega: „Þér ætlar að takast að fyrirbyggja að ég fái nokkra vinnu hér á heimilinu framar,“ sagði hann með talsverð- um þunga. „Um það hef ég aldrei talað eitt orð,“ svaraði Stefán, „svo að varla hefur prestur sagt þér það. En ég sé bara ekki að hér sé neitt fyrir þig að gera fyrr en farið verð- ur að smala og rýja. Þessir vinnumenn, sem hér hafa verið, hafa hlotið að vera aumustu landeyður, sem hafa dregið af sér, þegar þeir vissu, að þið hjáleigubændumir vom alltaf boðnir og búnir til að vinna verkin þeirra.“ „Þeir tóku víst heldur minna kaup en þú,“ sagði Bogi. „Þeir hafa sjálfsagt ekki unnið fyrir meira en þeim var goldið,“ sagði Stefán. „Ég heyrði vera talað um það í gær, að það væri hlaðafli þarna úti í kaupstaðnum. Væri ekki ráð fyrir þig að fara út eftir og róa þar fá- eina daga og leggja inn fiskinn. Þig gæti munað það. Mér sýnist þið hérna í torfunni vera búnir að gera ykkur að ónytjungum með því að hanga heima og bíða eftir því, að presturinn þurfi að nota ykkur eitthvað. Þú ert allt of duglegur maður til að haga þér svona. Drengirnir geta áreiðanlega hugsað um lambféð. Það er ekki svo margt.“ Bogi rauk af stað án þess að kveðja, en daginn eftir fór hann út í kaupstað og var þar viku við róðra. Þegar farið var að slá, fengu margir í torfunni vinnu á Hofi. Bogi var þar ekki fyrstu vikuna. Þá sló hann heima og lét konuna og krakkana þurrka það, meðan hann sló hjá prestinum. „Nú jæja,“ sagði Stefán við hann einu sinni, þegar þeir voru tveir einir. „Var þetta ekki þó nokkurt inn- legg, sem þú fékkst við sjóinn um daginn? Var það kannske ekki satt, sem ég sagði þér?“ „Jú, það var bara mikið, sem ég lagði inn,“ sagði Bogi. Hann var hálfgramur við Stefán fyrir hreinskilni hans, en fann þó að hann hafði rétt fyrir sér. „Hafðu mín ráð. Fáðu þér stærra jarðnæði en þessa skák, sem þú ert nú á. Farðu svo að búa fyrir sjálfan þig en ekki prestinn á Hofi,“ sagði Stefán. „Ja, stendur ekki einhvers staðar, að maður eigi ekki einungis að hugsa um eigin hag, heldur annarra?11 sagði Bogi. „Ég gef lítið fyrir þá kenningu,“ sagði Stefán. „Ef það væri ekkja með stóran barnahóp einhvers staðar nærri þér, þá væri fallegt af þér að vera þar með annan fótinn og hálfan hugann, en ekki á þessu stórefnaheim- ili.“ „Jæja, hvað segirðu um það, sem oddvitinn stakk upp á, að allir bændur í sveitinni slái hjá Guðfinnu á Geira- stöðum gustukaslátt í sumar, þangað til hún væri búin að fá nóg hey handa skepnum sínum? Hún er sama sem ekkja. Maður hennar hefur legið í allt sumar og stígur sjálfsagt aldrei í fæturna framar. Heldurðu að við fáum mikið kaup hjá henni?“ „Auðvitað er það sjálfsagt, að allir hjálpi henni fyrir ekki neitt. Ég vona, að blessaður presturinn okkar hafi fyrstur manna talað um þetta,“ sagði Stefán. „Nei, það var ekki hann, sem átti þá uppástungu, heldur einn nágranni hennar,“ sagði Bogi. „Þær eru skrýtnar, þínar skoðanir,“ bætti hann við. „Nei, þær eru það ekki. Þú hlýtur að sjá það, að þetta er góðverk en hitt ekki. Sláðu hjá ekkjunni tvo daga, þá færðu tveggja daga þurrk fyrir.“ Stærsta hjáleigan hét Þúfur. Það var lengst þangað, og því var sjaldan sent þangað eftir vinnukrafti, enda var bóndinn þar hálfgerður vesalingur til heilsu, en hann átti dóttur, sem komin var undir tvítugt og Sigurlaug hét. Hún var oft á Hofi, þegar farið var að heyja. Stefán talaði til hennar einn dag í áheym húsbænda sinna: „Nú ert þú búin að vera hérna fjóra þurrkdaga, Lauga, en mikil taða er hálfþurr heima hjá þér. Það er hreint ekki víst að þurrkurinn vari lengi. Mér finnst þú ættir að vera heima á morgun. Hér er búið að sæta hér um bil allt upp.“ Lauga kafroðnaði, en presturinn varð fljótur til svars: „Já, það skaltu gera, Lauga mín. Þú ert búin að gera vel að hjálpa okkur. En þú mátt ekki gleyma pabba þínum og mömmu, góða mín!“ Heima er bezt 31

x

Heima er bezt

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heima er bezt
https://timarit.is/publication/380

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.