Heima er bezt - 01.01.1958, Side 16

Heima er bezt - 01.01.1958, Side 16
láta sig hafa svo búið, og nú sigla [>cir í land. Er allir voru lentir kom í ljós, að af öllurn sjö skipunum komu tveir fiskar á land. HARÐSÓTT Á HAUGINN Það var á sömu vertíð (1889), en seinna og komið fram yfir sumarmál, að á var suðvestan stormur og sjó- hroði og mundi vera um sjálfan hnýfil, ef sótt væri frá Vatnsleysum í Leirusjó eða Garðssjó, en þar var fisk- urinn mest um þessar mundir. Ekki töldu formenn sjó- veður, er svo var veðri farið. Hrognkelsanet lágu í sjó, trossur margar. Óttuðust menn, ef meir hvessti og brim- aði, að netin myndu vöðlast og fyllast af þangi og hroða. Ein trossa hafði verið tekin upp daginn áður og færð suður fyrir svokallaða Eyri, en annars lágu netin með- fram ströndinni, fram undan svokölluðu Kúagerði. Nú setja þeir Vatnsleysumenn á flot til að taka upp netin. Er þeir höfðu skamma stund setið yfir netunum sjá þeir, að bátur rær fram hjá og stefnir suður fyrir eyrina. „Hann er róinn!“ kvað við á hverju skipi. Og nú kom heldur hreyfing á mannskapinn. Hrognkelsanetunum var sleppt og róður sóttur í veðrið fram hjá eyrinni. Þeir, sem fyrr reru, voru þá að byrja að fást við tross- urnar þar. Er þeir sáu bátana koma, hvern af öðrum, slepptu þeir niður trossunum og flýttu sér í slagtogið, því að enginn vildi eftir vera, ef sótt væri á miðin. Það er ekki ýkja löng leið frá Vatnsleysu suður í Leirusjó. Nú kostaði það sex tíma barning að ná þang- að. Veðrið gekk upp sem óðast, svo að ekkert varð að- hafzt, þó að komið væri á miðin. Þá varð það til tíðinda á bát þeim, er Jónas var á, að formanni varð brátt og þurfti að ganga að álfrekum. Var það heldur óhægt í sjógangi. Hásetar náðu þá haldi á þorskanetjaflækju og létu bátinn haldast við hana á meðan maðurinn lauk sér af. Að því búnu var hafinn róður heim. Sagðist Jónas aldrei hafa \itað meiri fyrir- höfn við að koma manni á haug. Sagnir Jónasar Illugasonar. JÓNAS Á BREIÐAVAÐI Hann var sonur Jóhannesar Jónssonar á Breiðavaði í Langadal, er var alkunnur maður á sinni tíð og ekki alltaf að góðu. Albróðir Jónasar var ísleifur „seki“, nafn- togaður fyrir óreiðu og óknytti og dæmdur síðast á Brimarhólm til ævilangrar þrælkunar. Jónas var mikill greindarmaður og góður drengur og hafði mikla mann- hylli. Hann var ágætlega að sér, lögfróður vel og var lengi hreppstjóri í Engihlíðarhreppi. Honum var leitt atferli ísleifs og tók nærri sér afdrif hans. Gerði hann það, sem hann mátti, til að halda honum frá klækjum og glæpum og síðar verja mál hans. Það var eitt með öðru, sem ísleifur gerði illt af sér, að hann var bar kynsjúkdóma með sér og sýkti margar myndar- og efnisstúlkur. Þótti með ólíkindum, hve víða hann kom við. Þá var kveðin þessi vísa: Sigurlaug í Köldukinn komst í vanda næman; átti spaug við óheppin ísleif fjanda slæman. Er Jónas á Breiðavaði frétti vísuna, kvað hann á móti: Þar um spjallar þjóðin svinn. Það er vandi að dæma ’hann. ísleif kalla eg óheppinn en ekki fjanda slæman. Ekki er víst, hvört það var meðan stóð á ísleifsmál- unum eða í einhverju þrasi seinna, að Jónas kærði Blöndal sýslumann fyrir amtmanni. Hafði sýslumaður neitað honum um einhver gögn, er hann þóttist þurfa. Varð það til þess, að amtmaður setti ofan í við sýslu- mann. Næst er þeir hittust, sagði sýslumaður: Og þú angafst mig á stimpluðum pappír.“ „Ónei,“ svaraði Jónas. „Var á Grána og dugði.“ Gráni var blágrár pappír, ódýr og lélegur, er alþýða manna notaði mjög. En tilsvar Jónasar var Iengi haft að orðtæki síðan. Það var eitt sinn, að Jónas heimsótti sýslumann og var þá í einhverju málastappi. Þeir ræddust við Iengi og urðu ekki á eitt sáttir. Gerðist sýslumaður nokkuð óþolinmóður, er á leið, og stuttur í spuna. Jónasi var enginn beini veittur, en hann hafði sjálfur mat í hnakkpoka sínum. Er hann tók að svengja, fór hann í pokann og náði sér í lundabagga. Er hann hafði horft á lundabaggann um stund og velt honum í lófa sínum frammi fyrir sýslumanni, sagði hann hátíðlega: „Komdu sæll og blessaður. Nú hef ég þörf á þér.“ Jónas gekk svo um gólf og sneiddi ofan í sig lunda- baggann með vasahníf. Eiríkur hét maður og var Eiríksson. Hann var rauð- birkinn og kallaður Eiríkur rauði. Hann var stór og sterkur, en letingi, illskiptinn og svakafenginn. Kristín hét kona hans Guðmundsdóttir. Hún var mikil vexti og þrekgóð, en hægfara við verk, eins og bóndi hennar. Bæði voru þau nokkuð þurftarmikil og vildu hafa sinn skammt refjalaust. Stundum voru þau í vinnumennsku en oftar í húsmennsku og aldrei Iengi á sama stað. Þau þáðu af sveit með köflum. Einu sinni voru þau í Neðra-Lækjardal, og varð bú- svelta hjá þeim um vorið. Kristín fór þá á fund Jónasar hreppstjóra á Breiðavaði og skoraði á hann um sveitar- hjálp. Jónas þagði, meðan hún flutti mál sitt, en er hún hafði lokið sér af, stóð hann upp, gekk um gólf og sagði góðlega: „Já, svo er nú það, Kristín mín. Gerðu nú eitt fyrir mig fyrst. Farðu út að Vatnahverfi og gakktu undir mál við hana Katrínu.“ Kristínu þótti það kynleg tilmæli, því að Katrín var lítil fyrir mann að sjá og smávaxin. Hún var ekkja og bjargaðist af hjálparlaust með þrjú eða fjögur böm, flest ung. Eitthvað greiddi Jónas úr fyrir Kristínu. Framhald d bls. 21. 14 Heima er bezt

x

Heima er bezt

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heima er bezt
https://timarit.is/publication/380

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.