Heima er bezt - 01.01.1958, Blaðsíða 20

Heima er bezt - 01.01.1958, Blaðsíða 20
MERKILEGT VÍSIN DAAFREK SKRIÐUFÖLL OG SNJÓFLÓÐ eftir ÓLAF JÓNSSON e t t a er eitt hinna stærstu og vönduðustu fræðirita, sem út hafa verið gefin á íslándi, bæði að efni og frágangi. Samnig þess er afreksverk, og útgáfan ber vitni upm stórhug og traust á íslenzkum lesendum, að þeir kunni að meta það, sem vel er gert. Eins og nafnið bendir til, fjallar ritverkið um skriðu- föll og snjófljóð; er það í tveimur bindum, fyrra bindið er um skriðurnar, en hið síðara um snjóflóðin. Alls er það fullar 1100 blaðsíður, prýtt fjölda mynda og prent- að á úrvalspappír, svo að fáar bækur eru vandaðri að ytri gerð. En þótt útgerð bess öll sé með ágætum, þá er það ekki meira en efni þess á skilið. Skal þess nú gerð nokkur grein, en vitanlega verður ekki unnt að rekja einstök atriði, nema eftir nákvæman iestur og mikla könnun. Fyrra bindið hefst á almennum inngangi og almenn- um skilgreiningum hugtaka um ofanföll af öllu tagi. í þeim kafla eru efnismiklar skrár og línurit um tíðni skriðufalla hér á landi eftir mánuðum, öldum, héröðum og tjóni. Er geysileg vinna að baki þessum töflum, þótt forsendur fyrir sumum þeirra séu að vísu of litlar, til fullkominnar hagskýrslu um þessi efni. Er þessi kafli einskonar allsherjarinngangur að verkinu. Annar kafli fjallar um orsakir, einkenni og flokkun skriðufalla, ásamt um varnir þær, er við verður komið. Efni þess- ara tveggja kafla er að vísu að miklu leyti fengið úr almennum fræðiritum, en stutt rannsóknum höfundar og sett fram á aðgengilegan og skilmerkilegan hátt, svo að hver maður getur haft fullt gagn af. Þó hefði ég osið, að fleira hefði verið tekið af innlendum dæm- um í sambandi við skilgreiningarnar. Næsti kafli er um forn framhlaup hér á landi. Þykir mér hann merkasti kafli allrar bókarinnar. Framhlaup af ýmsu tagi eru mikilvægur þáttur í mótun landls vors. Má kalla, að þeirra verði vart í nær hverri fjallshlíð. En mjög hefir skort á um rannsókn á þeim, og jarðfræðinga greint á um myndun þeirra, sem vænta mátti, þar sem engin allsherjarrannsókn var fyrir hendi. Ólafur hefir rann- sakað mörg stærstu og merkustu framhlaupin af mikilli nákvæmni og vandvirkni, og hikar hvergi við að láta í ljós skoðanir sínar um tilkomu þeirra, þótt hann greini á við eldri tíðar menn. Vel má vera, að hann sé sums staðar fulldjarfur í ályktunum, og hafi sézt yfir mark- verða hluti, slíkt er ekki óvenjulegt, þegar unnið er brautryðjendastarf, en rannsókn þessi er starf braut- týðjandans, sem lengi munu sjást spor efir í íslenzkum náttúrurannsóknum. Hefir Ólafur unnið þar ómetanlegt afrék. Loks er alllangur kafli um nokkur erlend skriðu- föll, mun mörkum þykja að honum hin mesta bókar- bót, og ýmislegt skýrist betur við lestur þeirra, þótt þau hinsvegar séu ekki nauðsynleg í þessu verki, og má slíkt hið sama segja um frásagnir af snjóflóðum erlendis í síðara bindinu. Fyrsti hluti síðara bindis er á sama hátt almenn snjó- flóðafræði, þar sem skýrt er frá tildrögum þeirra, eðli og viðbrögðum, á líkan hátt og farið er með skriðurnar áður. Síðan er lýst þar nokkrum erlendum snjóflóðum. Síðari hluti beggja binda, og meira en helmingur af stærð þeirra, eru annálar um skriðuföll og snjóflóð, frá því sögur hefjast hér á landi og til ársins 1957. Loks er nákvæmt og vandað registur. Frá öndverðri íslands byggð, hafa skriðuföll og snjó- fljóð verið tíðir viðburðir, sem vænta má eftir lands- lagi og veðurfari. Hafa þau oft valdið stórtjóni, þótt minna hafi úr orðið en vænta mætti vegna strjálbýlis landsins og lítilla mannvirkja. En eins og höf. bendir á, fer sú hætta nú mjög vaxandi með þéttbýli og auknum verklegum framkvæmdum. En því merkilegra má það heita, að vér höfum verið alls ófróðir að heita má um eðli þessara náttúrufyrirbæra, og enn fáfróðari um, hversu mætti verjast tjóni af þeirra völdum. Frá hag- nýtu sjónarmiði er því bók þessi harla mikilvæg, og ættui í rauninni kaflar hennar að lærast af hverjum þeim manni, sem fæst við mannvirkjagerð, og af íbúum þeirra héraða, sem í mestri hættu eru af ofanföllum, en urn það gefur bókin góða vitneskju. AUar rann- sóknir höfundar á skriðuföllum virðast unnar af þeirri kostgæfni, sem fremst verður á kosið, og Ijóst er, að margar niðurstöður hans eru ekki einungis merkar Framhald á bls. 34. 18 Heima er bezt

x

Heima er bezt

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heima er bezt
https://timarit.is/publication/380

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.