Heima er bezt - 01.01.1958, Blaðsíða 30

Heima er bezt - 01.01.1958, Blaðsíða 30
Höfundur: TOP NAEFF . Þýðandi STEFÁN JÓNSSON, námsstjóri eKhJJ SKÓL/ SKÓLASAGA FRÁ HOLLANDI OG VIN STÚLKUR HENNAR FJÓRTÁNDI HLUTI Skyldi hann verða grár aftur? Nei, mér til mestu undr- unar breytti hann ekki lit, það er góð auglýsing fyrir verksmiðjuna, sem býr til þennan lit. Þarna stóð ég nú, rennvot á vatnsbakkanum. Fötin héngu utan á mér eins og blautar druslur. Þið getið ekki hugsað ykkur, hve vesaldarlega ég leit út. Ég var svo sóðaleg, því að kjóllinn minn var illa útleikinn af leirldessum og sefi. Fötin límdust við mig og voru eins og hengd utan á mjóa spýtu. Hárið hékk í druslum og hatturinn minn fallegi var eins og klessa á hausnum á mér. Ég var með rauða slæðu um hálsinn, og liturinn úr slæðunnni rann niður á hvíta blússuna mína. Eftir mikið strit náði ég hjólinu upp á þurrt land, en ég þorði ekki á það aftur, en leiddi það með mér heim á leið og fór hægt. — Stúlkan æpti fyrst upp af hræðslu, er hún opnaði fyrir mér, en svo veltist hún um af hlátri. Ég var svo ves- aldar-leg. Ég varð að standa um stund í anddyrinu, til að láta leka úr fötum mínum, og þar varð ég að taka af mér skóna. Svo kom frænka. Hún varð náttúr- lega stórreið. En þó var eins og skammirnar frysu á vörum hennar, er hún sá hvernig ég var útleikin. Það var hlægilegt að sjá, hvernig hún breyttist allt í einu. Það varð að taka dregilinn af forstofunni og hengja hann út til þerris. Ég var eins og hundur af sundi dreginn, og hlakkaði til að klæða mig úr bleytunni, þegar ég kæmi upp, en þá kom frænka til skjalanna og sagðist vera alveg eyðilögð út af reiðhjólinu, þar sem það væri annarra eign, og skipaði mér að fara með það strax til hreinsunar og viðgerðar. Ég hefði nú frem- ur kosið að stinga mér í rúmið, eins og ég var renn- vot og skjálfandi, en um það þýddi ekki að tala. Sem betur fór hafði hjólið ekkert skemmzt, en þeir tóku það allt í sundur. — Allt kvöldið var ég rám eins og kráka, og það er ég ennþá. Ég vona bara að mér batni fljótt, því að annars get ég ekkert sungið.“ Allir krakkamir höfðu hlustað hugfangnir og bros- andi á frásögn Jennýjar, og oft heyrðist kallað fram í: „Ó, hve hún segir skemmtilega frá.“ Jenný var orðin kafrjóð í kinnum, eftir þessa löngu frásögn, og augu hennar glömpuðu af lífsfjöri, en snöggt hóstakast stöðvaði mælskuflóðið. „Ég vildi að ég hefði séð þig,“ sagði ein stúlkan hlæjandi. „Geturðu ekki endurtekið þessa skemmtilegu sögu á kvöldvöku hjá Ieikfélaginu?“ spurði einn af piltun- um, en allir þyrptust utan um Jennýju með hlátri og gamanyrðum. Andrés, sem aldrei tók neinn þátt í svona glensi, sat úti í horni og starði á Jennýju, en ást og tilbeiðsla skinu úr augum hans. Jenný leit upp og mætti augum hans augnabliks- stund, — en hún sýndi honum enga vægð, og sagði hálf hranalega: „Af hverju ertu svona alvarlegur og skrít- inn, græningi? Segðu eitthvað skemmtilegt, drengur.“ Andrés eldroðnaði og stamaði, — en í því sagði Maud: „Má ég biðja um orðið? Ég hef nú, hvað eftir annað, ætlað að skjóta inn einu orði, en aldrei komizt að fyrir hávaða og ærzlagangi. — En það, sem ég vildi segja, er þetta: „Eg get ekki tekið að mér neitt hlut- verk í leiknum, því að ég er að fara héðan í heima- vistarskóla.“ „Æ, það var leiðinlegt,“ sögðu margir í kór. „Er þetta alveg ákveðið?“ „Já, og það megið þið þakka okkar ágætu ungfrú Príor. Ég verð þó að vera einhversstaðar í skóla. Ef til vill hefði ég ekki farið héðan fyrr en næsta ár, ef þetta hefði ekki komið fyrir, sem þið vitið öll um. En því fyrr, sem ég fer, því fyrr get ég komið heim. Þetta er vitanlega leiðinlegt fyrir pabba, en sjálf kvíði ég ekkert fyrir.“ „Og hvert ferðu?“ spurðu mörg í einu. „Til Wimbledon, það er ein af útborgum Lundúna. Ég held það sé aðeins um 20 stúlkur í þessum skóla. Ég vona að það verði skemmtilegt.“ „Þetta var hræðilega leiðinlegt,“ heyrðist úr öllum áttum. „Hvað getum við þá fengið inn í skemmtiskrána í þess stað? Geturðu ekki frestað ferðinni?" 28 Heima er bezt

x

Heima er bezt

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heima er bezt
https://timarit.is/publication/380

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.