Heima er bezt - 01.01.1958, Blaðsíða 13

Heima er bezt - 01.01.1958, Blaðsíða 13
ingjar stúlkunnar öndverðir gegn þessum ráðahag. Þótti þeim Símon ekki samboðinn henni, og voru hafðar nánar gætur á því, að fundum þeirra bæri ekki saman. Það orð fór þá af Símoni, að hann væri mjög ófyrir- leitinn og sérstaklega ógætinn í orðum og lyginn. En svo var ásatt um Símon, að hann hafði gaman af því að búa til ýmsar skröksögur, líkt og þýzka skáldið Miinchhausen, og láta menn hlæja að þeim. Sögur hans voru saklausar, en framúrskarandi ótrúlegar, svo eng- inn gat villzt á sannleiksgildi þeirra. En þær voru jafn- an meinlausar, vel sagðar og skoplegar, og til þess eins gerðar, að skemmta mönnum. Verður að þessu vikið seinna. En eins og gerist og gengur, litu menn misjöfn- um augum á þetta. Margir höfðu gaman af þessu, en aðrir sögðu, að þetta væri honum til smánar. Elér við bættist, og gerði hann óálitlegan í augum almennings, að hann bjó sig illa og fáránlega. Var mjög á orði haft, hve illa hann vandaði búnað sinn. Notaði hann t. d. köggla og völur úr kindafótum fyrir tölur, eða hnappa, og ldæddist stundum hærupoka, í stað jakka. Sjálfur bætti hann larfa sína og þótti það ekki vandlega gert, og ekki fékkst hann um litinn á bótunum. Varð þetta til þess að draga úr því áliti, sem menn annars höfðu á honum, dugnaði hans, harðneskju og gáfum. Mun og þetta hafa skyggt á kosti hans í augum ættingja stúlkunnar, sem hann unni. En það var ekki samkvæmt skapferli Símonar að gef- ast upp, fyrr en öll sund voru lokuð. Hann bjó sig nú undir það að hverfa með unnustu sína og fjárstofn sinn á náðir háfjalla og heiða og leggjast út. Þá gengu útilegumannasögur um byggðirnar, og þeim var trúað. Meðal þeirra var sagan um Fjalla-Eyvind, og var hún þá tiltölulega ung. Það var þó ekki tilætlun Símon- ar, að lifa á ránum og gripdeildum. Hann átti nú um 60 fjár, sem hann hugðist mundu reka til fjalla í út- legðina. Fénu kvaðst hann mundu fjölga og lifa á því. Fyrst sagðist hann ætla að fara einn til að koma upp skýli fyrir sig og fé sitt. Að því loknu mundi hann koma til byggða og nema konuefni sitt brott úr sveit- inni að næturlagi. Eitthvað kvisaðist um allar þessar ráðagerðir, og mun hafa borizt til eyrna unnustu hans. Er sagt, að þá hafi hún skrifað honum bréf og ráðið honum einlæglega frá þessu og sagt honum, að hún færi aldrei með hon- um í útlegð til fjalla og heiða, og mundi bezt fyrir þau bæði, að hætta alveg að hyggja á hjúskap. Þegar hann fékk bréf hennar, var hann búinn að safna saman 60 kindum, sem hann átti, og tilbúinn að leggja á stað með þær í útlegðina. Með bréfi stúlkunnar, sem hann unni, var kippt grundvelli undan þeirri ætlun hans, að leggjast út. Hann hætti því við það. Komst hann seinna meir svo að orði, að bréfið hefði verið miklu verra en mislingar og aðrar farsóttir og farið ve'rr með kjark sinn og manndóm en grimmdarfrost og stórhríð- ar. Sér hefði fundizt hann hrapa ofan fyrir háan hamar og brotna í sér hvert bein. Þannig lýsti Símon vonsvik- unum. Hið eitilharða lundarfar Símonar varð fyrir áfalli, en leið þó ekki skipbrot. Nú fór hann að hugsa um og reyna að fá jarðnæði, og ætlunin var sú, að sýna stúlk- unni, sem hann unni, og ættingjum hennar, að þetta hefðarfólk hefði vanmetið hann, og hann mundi geta orðið góður bóndi. Tókst honum að fá hálfa jörðina Jórvíkurhryggi, og settist hann nú þar að, ásamt konu sinni og 5 börnum. Brátt kom dugnaður hans og bú- hyggni í ljós, og eigi leið á löngu, þar til hann varð einn með efnuðustu bændum sveitar sinnar, í Álftaveri, og var þó jarðnæðið lítið og hlunnindalaust. Hann lagði mikla áherzlu á það að koma sér upp sauðum. Ullin var á þeim tímum helzta verzlunarvara bændanna, og ullin af sauðunum reyndist mikil og verðmæt. Og löngu seinna urðu sauðirnir sjálfir svo mikil og verðmæt verzl- unarvara, að efnahagur bændanna batnaði til muna. Því olli, eins og kunnugt er, sauðasalan til Englands. Símon var harður af sér og stóð yfir sauðum sínum daglega, ef harðindi voru, og mokaði snjó af jörðu, þegar svo bar undir. Harka hans var svo mikil, að fram á elliár notaði hann ekki hálsklút né setti upp vettlinga hvernig sem viðraði. Hann kvað einkenni á ungum mönnum og mannleysi þeirra þá, að þeir vefðu ullárklútum um háls- inn og litu svo út eins og hauslaus ófögnuður eða skrímsli. Sem dæmi um hörku Símonar og hreysti er saga sú, er hér fer á eftir : Ýmsa vantaði fé af fjalli úr Álftaversafrétti. Varð því samkomulag um það meðal bænda, að fara í svonefnda eftirleit inn í Einhyrningsfjöll og smala þau að nýju. Meðal þeirra, er fóru, var Símon Jónsson á Jórvíkur- hryggjum. — Svo hagar til þarna, að rétt sunnan við Einhyrningsfjöllin rennur kvísl undan Mýrdalsjökli og í Hólmsá, sem rennur austan við nefnd fjöll. Kvíslin heitir Jökulkvísl. í henni er jökulvatn, og er hún stund- um illfær, þó að hún sé ekki talin til stórvatna. Þegar leitarmenn lögðu á stað í för þessa, var snjór á jörðu og hörkufrost. Bjuggust þeir því við, að árnar væru á haldi. En þegar þeir komu að Jökulkvíslinni, var hún full af krapa og grunnstingli, en ekki á haldi, og töldu leitar- menn hana algerlega ófæra. Hér voru því engin ráð önnur en að hverfa frá henni og halda heim og hætta við eftirleitina að sinni. En það var þó einn af íeitar- mönnunum, sem efaðist um að kvíslin væri ófær, þó hún væri uppbólginn af grunnstingli og krapa. Símon Jóns- son kvað hana mundu færa. Hinir hlógu að honum. Fór þá Síman að klæða sig úr fötunum. Hann fór úr hverri spjör, en batt skóna á bera fæturna. Síðan batt hann föt- in í böggul og hafði hann á höfðinu. Nú stóð hann frammi fyrir hinum leitarmönnunum alls nakinn og greip báðum höndum um stöngina sína (broddstafinn) og lagði út í kvíslina, sem ekki var breið og sjaldan mjög djúp, en núna var hún undir hendur á Símoni. Þó erfitt væri að svamla gegnum krapa og grunnstingul, komst þann þó yfir Jökulkvíslina. LTm leið og hann komst upp úr kvíslinni, tók hann sprettinn alls nakinn og hljóp allt hvað af tók í átt til Einhymingsfjallanna, en fór ekki strax í fötin. Hinir leitarmennimir héldu heim aftur við svo búið Heima er bezt 11

x

Heima er bezt

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heima er bezt
https://timarit.is/publication/380

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.