Heima er bezt - 01.01.1958, Blaðsíða 11

Heima er bezt - 01.01.1958, Blaðsíða 11
aðrir í næstu tjöldum, og voru sumir að reyna að treysta þau með stögum. Þar næst fauk eitt tjaldið ofan af 3 mönnum, og var þeim skift í önnur tjöld. Til okkar kom Benedikt Eyþórsson frá Hamri. Hið fyrsta, sem ég lét hann gera, var að sitja á tjaldskörinni, á meðan ég var að hæla niður tjaldið. Þá var alveg skelft yfir Kristin, sem fremstur lá við dyrnar, og ekki virtist hann vakna, þó klofazt væri yfir hann. Hann svaf vært undir sínum gæruskinnum. Svo kraflaði ég mesta snjó- inn ofan af Kristni og lokaði nú loks tjaldinu. Loks vaknaði Kristinn og leit til mín óhýru auga og sagði: „Þú hefur gengið fallega frá tjalddyrunum í gærkveldi, iaxmaður.“ En ég var viðbúinn ónotunum og svaraði: „Ég gekk ekkert um tjalddyrnar í gærkveldi. Þykir mér sennilegt, að þú hafir haldið heit þitt og lokað sjálfur kl. 11.“ Þar næst var hjálpazt að við að verka út snjóinn og kveikt á prímusunum. Hitnaði þá fljótt í tjaldinu, og fóru menn að taka lífinu með ró, enda bjuggust flestir við, að ekki yrði reynt að hreyfa sig úr Þjófadölum í þessu veðri. Þannig leið dagurinn til hádegis. Úti var iðulaus stór- hríð á norðan, og sást ekkert frá tjaldstaðnum. Flestir kröfluðu nesti sitt úr snjónum úti og borðuðu. Þó kom fyrir að sumir borðuðu hjá félögum sínum, enda ekki þokkalegt að bera marga nestiskassa inn. En úti voru þeir hafðir, bæði vegna þrengslanna og svo hitt, að ekki kæmi þá „tjaldbragð“ að nestinu. Um kl. 12 á hádegi rofaði nokkuð, svo sá um dal- inn. Fengum við þá skipun frá gangnaforingja um að búast til ferðar. Gerðu margir það nauðugir og töldu illfært að ætla sér að reka kindur, hvað sem öðru liði. Sumir sóttu hestana. Aðrir tóku niður tjöldin og bjuggu út farangur. Allt gekk þetta seint. Þó höfðust hestar allir, en sumir þeirra voru komnir norður að Þröskuldi. Sá eini, sem mótmælti þessu ráðlagi, var Sigurjón á Rútsstöðum. Hann benti Sigurði gangna- foringja á, að kindurnar yrðu til svo mikils trafala, að þær orsökuðu of mikla stansa, svo mönnum yrði kalt, eða jafnvel villu. En áformi sínu vildi Sigurður ekki breyta. Hann kvaðst sjálfur skyldi verða með kind- unum, en ekki mætti þó fara harðara en svo, að þær nytu hestaslóðarinnar. Svo fór gangnaforinginn við fimmta mann að sækja kindurnar í Þjófafellið. Við hinir lukum við að búa upp á hestana. Svo fórum við af stað. Þá var kl. um 2. Allmikill snjór var kominn, en þó nokkuð rifið í þiljur. Umbrota-ófærð var að komast upp á Þröskuldinn. Þar náðu fjárrekstrarmennirnir okkur. En er norður fyrir Þröskuldinn kom, skall á sama stórhríðin og verið hafði um nóttina, og hún beint í fangið. Hestamir voru ókyrrir og vildu ýmist fara of hratt fyrir kindurnar, eða snúa sér undan veðrinu. Urðum við því að bíða öðru hvoru eftir kindunum. Nokkuð fyrir norðan Þröskuldinn var einn lambhrúturinn orðinn uppgefinn. Var það að ráði foringjans, að hann var skorinn þar og eitraður fyrir refi. Eigandi lambsins var Þorsteinn Konráðsson á Eyjólfsstöðum. Þetta var tvílembingur. En hinn tvílembingurinn, sem var lítið betur á sig kom- inn, komst nokkru lengra norður, en þar voru honum gerð hin sömu skil. Hægt þokaðist áfram norður með fjöllunum, því alltaf þurftum við að bíða öðru hvoru eftir kindunum. Að lokum komumst við norður að Oddnýjargili. Þar varð nokkur stanz. Gangnaforingi bað þá Kristin Arnason að hafa forystu fyrir mönnum og velja beztu leiðina ofan á Hveravelli. Var svo lagt af stað. Fór Kristinn á undan, en ég var jafnan næstur honum, svo hver af öðrum. Nú var veðurstaðan nokkuð á hlið. En brátt fann ég að Kristinn fór að slá nokkuð undan veðrinu. Ég hafði einu sinni áður komið á Hveravelli úr ann- arri átt, en vissi þó afstöðuna vel frá fjöllunum. Áðhr en langt um leið, fór Kristinn að smábeygja undan veðr- inu og fór nú beint í suður, og var jafnan hraun undir fótum. Herti ég þá á hestum mínum og náði Kristni og spurði hann, hvort við færum ekki að komast á Hveravelli: „Jú, við komum þangað rétt bráðum, lags- maður,“ anzaði hann. Svo hvatti Kristinn hesta sína áfram, en ég hægði á mínum að bíða hinna, enda vissi ég, að við fórum of hart fyrir kindurn^r. Næstur mér var þá Stefán Þorkelsson — nú búsettur á Blönduósi —, og segi ég við hann. „Ég held að Kristinn sé farinn að villast, fyrst að hann fer alveg undan veðrinu." „Já, það held ég líka, nú förum við beint í suður,“ anzar hann. Eftir litla stund stanzar Kristinn og lætur okkur ná sér. Segir hann þá við okkur Stefán: „Bíðið þið héma litla stund. Ég ætla að hitta gangnaforingjann.“ Fór hann svo til baka, en við biðum á meðan. Fórum við þá að ræða okkar í milli, hvort Kristinn væri orðinn villtur. Flestir töldu það ólíklegt, þetta væri alvanur undan- leitarmaður og góður að rata. Við Stefán Þorkelsson héldum þó fram, að aldrei næðum við Hveravöllum með því að fara í suður, í stað aust-norðaustur. Eftir örlítinn stanz kom Kristinn til baka, ásamt Sigurði gangnaforingja, og heyrðum við á tali þeirra, að óvíst var um áttir. Riðu þeir nú í sömu átt og áður, þar til eftir nokkum tíma, að við sáum rofa fyrir háu felli framundan. Þá snýr Sigurður sér til okkar hinna og spyr: „Hvaða fjall er þetta.“ Ég var fyrstur til svara að þetta mundi vera Stélbrattur. En ekki gátu nema sumir fallist á það. Þó voru þeir fleiri, sem féllust á það. En margir reyndu víst ekki að gera sér í hugar- lund, hvar við vorum. Næsta spurning Sigurðar var: „Hverjum megin er- um við við Stélbratt?“ Við Stefán Þorkelsson svöruðum báðir samtímis: „Við erum fyrir norðaustan hann.“ „Ef það er rétt hjá ykkur að við séum fyrir norðaustan Stélbratt, þá er fljótt hægt að skera úr því, því hér á hæðinni við, á að vera „greni“ — eins og þú mannst, Kristinn, og ef við finnum það, hafið þið rétt fyrir ykkur.“ Að svo mæltu fóm þeir Sigurður og Kristinn að leita að greninu. Við hlógum margir að þeirri fá- sinnu að halda, að þeir fyndu greni á urðarhól, þar sem allt var fullt af snjó. Eftir skamma stund komu þeir aftur og fullyrtu að við værum skakkir í áttum, og að við mundum vera staddir fyrir sunnan Stélbratt. Framhald í ncesta blaði. Heima er bezt 9

x

Heima er bezt

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heima er bezt
https://timarit.is/publication/380

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.