Heima er bezt - 01.01.1958, Blaðsíða 31

Heima er bezt - 01.01.1958, Blaðsíða 31
„Nei, það get ég ekki. Skólinn byrjar hinn 15. september.“ „Ægilega var þetta leiðinlegt.“ Það var lítið æft þetta kvöld, en þó var ákveðið, að Nanna og Cora Berends skyldu lesa saman leikþátt með undirspili. Þær höfðu reyndar ekki rétt góða rödd, en það varð að hafa það. Einn piltanna átti að vera eins- konar leikstjóri og kynna leikþáttinn fyrir áheyrend- um. Jenný skyldi syngja einu lagi meira, og þá var skemmtiskráin fullgerð. í þessu kom kennarafrúin inn til þeirra og spurði, hvort þau vissu það, að klukkan væri orðin ellefu. Hún sagðist svo sem ekki vera að reka þau í burtu, en.... Fundinum eða æfingunni var þá slitið, og kyrrð göt- unnar var bráðlega rofin af háværum samræðum ung- linganna. — Jenný hékk þungt í handlegg Jóhönnu. Hún var dauðþreytt, og hvíslaði að Jóhönnu afsak- andi: „Ég hef verið svo einkennilega þreytt nú um tíma, það er líklega „kvöldsundinu“, að kenna.“ Nú hafði skólinn aftur byrjað starf sitt. Stúlkurnar áttu í fyrsu erfitt með að fella sig við breytinguna, að vera komnar í aðra kennslustofu og hafa fengið annan aðalkennara. Jenný kom ekki í skóla fyrstu dagana. Hún var veik. Frænka hennar hafði fyrst haldið að hún væri að „skrópa“, og dreif hana á fætur og sagði að hún ætti ekki að vera með neinn kjánaskap. En þegar Jenný var hálfldædd, fékk hún aðsvif og féll náföl í andliti fram á borðið. Þá sá frænka hennar loks, að þetta var engin uppgerð. Hún tók fósturdóttur sína og klæddi hana úr, og lagði hana í rúmið, og komst hún þá fljótt til meðvitundar aftur. Um kvöldið var hún komin með háan hita, og þá var læknirinn sóttur. — Læknirinn var herra van Faer, pabbi Jóhönnu. Hann sá strax, hvað að var, og gaf henni fyrst meðul, sem höfðu áhrif á hitann, og Jennýju leið strax betur daginn eftir. Eftir viku var hún orðin sæmilega hress og gat farið að sækja skólann. Hún var þó dálítið tekin í andliti, og gljái í augunum, en hún virtist þó í fullu fjöri og var til í ærsl og alls konar glettur. Það var kominn 14. september. Um kvöldið ætlaði Maud að fara til London. Pabbi hennar ætlaði að fara með henni. Fyrir hádegið kom hún í skólann, að kveðja skóla- systur sínar. Hún leit ljómandi vel út, í dökkblárri „ferðadragt“, með hvítan kraga og hvít uppslög. Hún var með léttan, hvítan hatt, með svörtum borða. — Ungfrú Príor gekk um ganginn, er hún kom inn, en þóttist ekki veita henni neina eftirtekt. Maud horfði einarðlega á hana, en þá hvarf forstöðukonan inn í næstu kennslustofu. — Maud kvaddi allar bekkjarsystur sínar með handabandi, og þegar hún kvaddi Maríu Vestraten, sagði hún vingjarnlega: „Ég vona að þú sért ekki reið við mig.“ „Nei, nei,“ sagði María, og hljóp léttfætt í burtu, inn í sína stofu. Síðan kvaddi hún Jennýju. Hún hafði verið dæmd til að sitja inni í stundahléinu fyrir einhverja smáa yfir- sjón. Ekki var neina sorg hægt að sjá á Jennýju. Hún stóð í opnum dyrum kennslustofunnar, andlit hennar geislaði af gleði og lífsfjöri. „Heyrðu, Maud! Bróðir minn kemur í nóvember. Ég hef fengið bréf frá hon- um.“ — Ekki er hægt að lýsa gleði hennar, er bréfið frá Huug bróður hennar lá hjá diskinum hennar, þegar hún kom að morgunverði. í því bréfi stóð með skýrum stöfum, að bróðir hennar kæmi í nóvember, og hlakk- aði til að sjá litlu systur sína, sem nú myndi vera orðin stór og falleg. Hann sagðist hafa getað skipt við annan liðsforingja á leyfisdögunum, og því gat hann komið svona snemma. Hann sagðist ekki vita nákvæmlega, hvenær hann kæmi, en svo snemma í nóvember, að hann gæti heimsótt systur sína á 17-ára afmælisdegi hennar. „Hugsaðu þér, Maud,“ sagði Jenný himinglöð, „hví- líkur afmælisdagur! Hann skrifaði líka: Ég veit líka, hvað þig mun langa mest til að eingnast. Vafalaust reið- hjól. Er það ekki rétt? Það getur líka vel verið, að þú fáir það. Við skulum fara út saman að velja reiðhjólið. Ég held bara, að mig sé að dreyma. Er það ekki gaman að eiga von á að eignast reiðhjól? — Annars er það aldrei venja að halda upp á afmælið mitt. Frænka segir, að það sé svo nálægt hátíðunum. En annar sonur frænku á afmæli, sem er nær hátíðunum, en hún heldur alltaf upp á það. En það er nú eðlilegt,“ bætti hún við rólega, „ég er aðeins systurdóttir, en hann sonur hennar. Það munar miklu hjá svona fólki. Ég vildi að tíminn gæti flogið áfram. Mér finnst þetta svo langt, og þó er það stutt. — Það er verst, að þú skulir ekki geta verið hér þennan dag. Hvenær kemur þú aftur?“ „Um páskana kem ég aftur, en svo fer ég í skólann aftur í þrjá mánuði. Um bænadagana ætla ég þó að vera í Englandi, og þangað kemur pabbi að sækja mig.“ Allt í einu fékk Maud ágæta hugmynd: „Þá ættir þú og bróðir þinn að koma þangað líka. — Ó, hve það yrði gaman,“ og Maud klappaði saman lófunum af gleði. „Þetta er ágæt áætlun. Við skulum skrifast á um þetta.“ Jenný varð í sjöunda himni við þessa uppástungu. Öll framtíðin varð í björtu Ijósi. Frænka gæti ekki neit- að bróður hennar um þetta eða annað, þegar hann væri nýkominn heim. Eiginlega þyrfti hann ekki að biðja um neitt. Hann gæti bara lagt svo fyrir. Ákveðið allt sjálfur. Þetta hlaut að takast. Að síðustu sagði Jenný: „Ég verð í kvöld hjá Jó- hönnu, og við komum saman á brautarstöðina, þegar lestin fer.“ — Svo skildi Maud við vinstúlku sína. Á leiðinni heim keypti Jenný rósa-blómvönd fyrir síð- ustu aurana sína. Hún ætlaði að gefa Maud blómin að skilnaði. Jóhönnu fannst þetta ofrausn, en sagði þó Maud. Framhald í næsta blaði. Heima er bezt 29

x

Heima er bezt

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heima er bezt
https://timarit.is/publication/380

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.