Heima er bezt - 01.01.1958, Blaðsíða 29

Heima er bezt - 01.01.1958, Blaðsíða 29
og niðurlægingar, löngum hugsað til forfeðra minna, víkinganna, sem fyrr á öldum höfðu siglt þennan sama sæ, skjóllitlir fyrir kulda og vosbúð, á opnum skipum sínum. Gleymdi ég þá raunum mínum um stund og notaði tækifærið til þess að staulast út og yggla mig fram í óvin minn. Ekki lét Ægir sér þó segjast við þetta fyrr en á síðasta degi ferðarinnar, en þá hafði víkingseðli mínu að mesta leyti tekizt að vinna bug á ofríki hans. Þegar í land var komið, var ég furðu fljótur að jafna mig, og segir nú ekki af ferðum mínum, fyrr en til Birmingham var komið. í Birmingham voru saman komin tuttugu ungmenni af ýmsu þjóðerni, og var það í tilefni þessarar fyrstu alþjóðakeppni, sem haldin hefur verið fyrir unglinga. Áttu Englendingar að sjálfsögðu flesta fulltrúa, en ann- ars voru þarna keppendur frá öllum Norðurlöndum, Frakklandi, Belgíu, Hollandi, Þýskalandi, Skotlandi og írlandi. Sýndi þátttakan, að nýbreytni þessi átti miklu fylgi að fagna, enda leið ekki á löngu, þar til stofnað var til fyrstu heimsmeistarakeppninnar (í Birmingham 1951). Jæja, svo hófst sjálft mótið, og minnist ég ekki að hafa borið neinn ugg í brjósti, þegar ég hóf að tefla fyrstu kappskák mína á erlendri grund. Sennilega hef ég verið of ungur til að hafa vit á því. Andstæðingur minn var Norðmaðurinn Barda, og virtust tilfinningar hans eitthvað svipaðar, því að brátt kom í ljós, að skák- in var tefld af meira kappi en forsjá. Hún birtist hér sem sýnishom á eldmóði hinnar yngri kynslóðar. Hvítt: Yngvar Barda, Noregi. — Svart: Friðrik Ólafsson. Caro-Kann vörn. 1. e4—c6. 2. Rc3—d5. 3. Rf3—Bg4. 4. h3—Bh5? (nauð- synlegt er 4. —Bxf3). 5. exd—cxd. 6. Bb5t—Rc6. 7. d4? (sjálfsagt var 7. g4—Bg6. 8. Re5—Dd6. 9. d4 og hvítur hefur yfirburðatafl!). 7. —e6. 8. 0-0—Bd6. 9. Hel—Rge7. 10. Be2—0-0. 11. Rb5? (gagnlítill leiðangur). 11. —Bb8. 12. c3 (of hægfara — hvítur átti að reyna 12. Re5). 12. —a6. 13. Ra3—f6. 14. g4? (alvarleg veiking, en Barda var mikið í mun að reka biskupinn af höndum sér). 14. —Bg6. 15. Bd3—e5 (nú streyma svörtu liðssveitirnar fram og hvítur fær við ekkert ráðið). 16. dxe—fxe. 17. Bxg6—Rxg6. 18. Rg5—Ddó. 19. c4—Rd4. 20. Be3—h6 (náðarstuðið!). 21. Bxd4—exd4. 22. Dxd4—Dh2t. 23. Kfl— Rf4, og hvítur gafst upp, því að hann verður að fórna drottningu sinni til að forða máti. Nú er ekki ætlun mín að rekja hverja einstaka umferð mótsins, því að slíkt er fremur óskemmtilegt aflestrar. Úrslit mótsins urðu þau, að Svíinn Haggquist varð efstur, hlaut 8V2 vinning, en 2. og 3. sæti skiptu þeir á milli sín, F. Alexander frá Englandi og Keleager frá Þýzkalandi, með 8 vinninga. Þá kom ég í 4. sæti með 7V2 vinning. Þegar ég hugsa um þennan árangur minn síðar meir, get ég ómögulega varizt þeirri hugsun, að hann hafi verið miklu betri en styrkleiki minn gaf til kynna. Að minnsta kosti sýndi næsta keppni mín (í Birmingham 1951), að ekki var á frammistöðuna að treysta, og tel ég árangur minn stafa af því, að flestar skákirnar voru stuttar og beindust inn á brautir, sem ekki voru ofviða tækni minni og þekkingu. Þessu til sannindamerkis birti ég hér aðra skák: Svart: Boey, Belgtu. — Hvítt: Friðrik Ólafsson. Sikileyjarvörn. 1. e4—c5. 2. Rf3—Rc6. 3. d4—cxd. 4. Rxd4—Ff6. 5. Rc3—d6. 6. Bg5 (Richter-árásin). 6. —e6. 7. Dd2—a6. 8. 0-0-0—Bd7. 9. f4—h6. 10. Bxf6? (núna hefði ég leikið 10. Bh4, en byrjandakunnátta mín var ekki á háu stigi, þegar þessi skák var tefld). 10. —gxf6? (og andstæðing- ur minn virðist haldinn sömu meinlokunni. Sjálfsagt var 10. —Dxf6. 11. e5—dxe. 12. Rdb5—Dd8, og svartur held- ur á sínu). 11. f5 („fram, fram, aldrei að víkja“). 11. —h5. 12. Kbl—Hc8. 13. fxe—fxe. 14. Bc4—Rxd4. 15. Dxd4—Be7. 16. Hhfl-Dc7. 17. Bb3-Dc5. 18. Dd3 (það var einkennandi fyrir mig á þessu tímabili, að ég forð- aðist yfirleitt drottningarkaup, enda kemur endatafls- kunnáttan ekki nema með reynslunni). 18. —b5? (nauð- synlegt var 18. —Des5, en næsti leikur hvíts hefur greini- lega komið á svartan eins og þruma úr heiðskíru lofti). 19. e5!—Dxe5, (19. —fxe5 var ef til vill betri vörn, og getur hvítur þá vahð um tvær leiðir, báðar góðar, annað hvort 20. Dg6t eða 20. Re4). 20. Hdel—Dg5. 21. Bxe6 —Bxeó. 22. Hxe6—Kf7. 23. Hfel-Hce8. 24. Rd5-gefið (24. —Bd8. 25. HxH-HxH. 26. Dhlt-Kf8. 27. Dh8t). Þannig voru flestar mínar skákir, hreinar og beinar, og mátsóknin kom yfirleitt í 20.—30. leik. Eina skákin, sem ég tapaði (fyrir sigurvegara mótsins), var hins vegar langt og „þreytandi“ endatafi, sem ég átti að geta haldið jafntefli á, en kunnáttan var ekki fyrir hendi í það skiptið. Þessi framanskráðu atriði eru það helzta, sem ég man úr ferðalagi mínu. Eg hefði átt að láta kunnáttuleysi mitt í endatafli mér að kenningu verða og leggja betri rækt við það, en sennilega hefur hinn góði árangur minn sitgið mér eitthvað til höfuðs og ég álitið mig betri en raun var á. í næstu unglingakeppni fékk ég svo ærlega ráðningu, því að flestar tapskáka minna þar voru tvísýn endaöfl, og sá ég þá fyrst veikleika minn í skýru ljósi. Gerði ég þá gangskör að því að slíkt kæmi ekki fyrir aftur, og held ég að sú tilraun hafi tekizt all-sæmilega. Um ferðalag mitt heim er lítið eitt að segja. Að vísu þurfti ég nú aftur að ferðast með skipi, en ekki kom til neinnar orustu við Ægi að þessu sinni, því að far- kosturinn var stærri og betur fallinn til átakanna en togarinn áðurnefndi. Þegar heim var komið tók ég svo aftur til við skóla- bækurnar, þar sem frá var horfið. Hér lýk ég þessu rabbi mínu og vona, að lesendur hafi haft einhverja ánægju af. Fr. Ól. Heima er bezt 27

x

Heima er bezt

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heima er bezt
https://timarit.is/publication/380

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.