Heima er bezt - 01.01.1958, Blaðsíða 21

Heima er bezt - 01.01.1958, Blaðsíða 21
GUÐJON MAGNUSSON: HRAKNINGAR í FJALLLEITUM Mahur verhur úti, annar grafinn í fönn. a u s t i ð 1938, þann 21. okt., lögðum við á stað í þriðju leit á Landbrotsafrétti. Farið var í nyrzta sæluhúsið á afréttinum (Hrossatung- um), og sofið þar. Nyrzti hluti afréttarins er sker eða hraun, sem er önnur álman af Skaftárelda- hrauninu mikla, sem kom upp í eldfjallinu Laka 1783. Veður var sæmilegt, er við lögðum af stað, skúrir í byggð, en krapaél, er ofar dró til fjalla. Næsta morgun, er lagt var af stað í göngu, var veður heiðskírt og gott. Farið var löngu fyrir dögun, því að ekki veitir af birt- unni í leitina, en hún hefst eigi fyrr en komið er norður í svokölluð Sker. Leitað er svo norður undir Skaftá og niður með henni um lítt gróin eldhraun, og er þar jafn- an fátt um fé, en styggt er það og leitar sífellt allra bragða til undankomu. Oftast eru kindur þær, er á þessum slóðum finnast, af Austur-Síðu, og sækja því í aðra átt en þær eru reknar. Menn fóru léttklæddir og ekki með olíukápur, og rættist þar með máltækið, „að fáir kunna sig í fögru veðri heiman að búa“. Þegar birti, sást Ijótur bakki í hafinu, sem dró fljótt yfir, því að kl. 10 var komin krapaslydda, með mildlli veðurhæð, er leið að hádegi. í þessari ferð fór með okkur Land- brytlingum piltur að nafni Páll Kristjánsson frá Skaftár- dal á Síðu. Hann var afréttarmaður eins bónda í Land- broti, og var hann einn þeirra 5, er sendur var í Skerin, og átti að fara næstur Skaftá, þar sem hann var ókunn- ugur, en þó var hann kunnugur sunnar á afréttinum. Krókótt er með ánni, og er ganga með henni allmikið lengri og auk þess helzt von kinda þar. Þótti vel á þessu fara, þar sem Páll var hinn röskvasti maður, er í leitina fór og vel þjálfaður við erfiðar smalamennskur. Leitarsvæðinu er svo háttað, að það fer mjókkandi, og hittast leitarmenn þar að lokum, er það skerst í odda að kalla við Skaftá. Hittust þeir þar fjórir, en Pál vantar. Þótti það ekki vera að líkindum, nema að eitt- hvað hefði komið fyrir. Snéru þá tveir við til að leita hans, en hinir tveir fóru beint til leitarmannakofans í Hrossatungum. Náðu þeir þangað með naumindum, svo voru þeir aðframkomnir af kulda, enda sem áður segir, ekki búnir verjum. Enn nú segir frá félögum þeirra Jóhanni í Seglbúðum og Sigurði Sveinssyni í Hrauni, er sneri við að leita. Þeir komust þangað, er þeir skildu við Pál um morguninn, þá var komið versta veður, og sáu þeir ekki fært að leita frekar, heldur reyna að kom- ast sjálfir styztu leið heim í sæluhús, sem reyndLst líka fullerfitt. Áður en langt var komið heim á leið, fór Sigurður að finna til taks, sem ágerðist bráðlega, svo að hann varð eigi einfær. Jóhann gekk þá undir honum nokkra stund, en Sigurður þoldi það ekki lengi, og var því ekki um annað að gjöra en yfirgefa hann til þess að komast sjálfur áfram og ná í hjálp. Tók hann það ráð að grafa hann í fönn. Jóhann kenndi orðið taks, er hann kom í kofann, en hresstist fljótt, er hann fékk heitt að drekka. Skipulagði hann þegar hjáíp, og leit að Sigurði í fönninni. Hestar voru við hendina í sælu- húsinu, og voru þeir teknir og riðið út í dimmu og veg- leysu, en veðrið tók þá að lægja. Er við komum til Sigurðar, var hann kominn á fætur úr fönninni, en kaldur mjög og hrakinn, því að snjórinn var af verstu gerð, til þess að hafast við í, sökum bleytu, sem í hann var komin. Var hann nú færður í þurr föt og vafinn í gæruskinn. Hann gat nú setið hest, með því að vera studdur sitt við hvora hlið. En það hress var hann dag- inn eftir, að hann gat tekið þátt í leitinni að Páli, sem var enn ókominn. Það var eina vonin okkar, að hann hefði komizt í hellisskúta, því að víða eru smá-hellis- skútar þarna í afréttunum og dæmi til þess, að menn björguðust á þann hátt, meira að segja kom það fyrir þarna á þessum slóðum á 19. öldinni, að 3 menn björg- uðust í helli. Sá hellir, er þeir komust í, er rétt við Skaftá, en vandfundinn er hann og lítil von um, að Páli yrði hann til bjargar. Næsta dag var komið gott veður, og var þá leit hafin að nýju, og fannst Páll fljótlega liðinn. Virtist hann hafa verið á réttri leið, þar sem hann lét fyrir- berast og hinn tryggi förunautur, hundurinn hans, hjá honum. Síðan var sendur maður til byggða, til þess að tilkynna mannslátið og panta mann með vagn á móti að næsta leitarkofa, sem var í Leiðólfsfelli. Á meðan komum við líkinu á kviktrjám í Leiðólfsfell. Síðan héldum við hópinn að heimili hins látna félaga, því að Framhald á bls. 21. Heima er bezt 19

x

Heima er bezt

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heima er bezt
https://timarit.is/publication/380

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.