Heima er bezt - 01.01.1958, Blaðsíða 7

Heima er bezt - 01.01.1958, Blaðsíða 7
Guðrún hefur sagt mér frá bernskuheimili sínu að Lundi. Börnum nú á dögum mundi ekki finnast, að þar hafi verið margt til skemmtunar. En það, sem nú mundu' þykja smávægilegir atburðir, varð þá að stór- um viðburðum: Lambareksturinn á vorin, berjaferðir á sumrum, réttardagurinn, skíðabrun á vetrum. Kirkju- ferðir skópu stóra hátíðsdaga. Fátt olli þó meiri tilbreytni og fögnuði en gestakom- ur. Sæist maður á ferð, var þess beðið með óþreyju, hvort hann kæmi við eða ekki. Einn af stórviðburðum þessara ára var, þegar bóksali kom, víst alla leið frá Akureyri. Elann bar stóran poka á baki. Börnin stóðu álengdar í mikilli lotningu, þegar hann tók að raða bókunum á rúmið hjá sér. Þá var Guð- rún orðin læs og þekkti unað þess að fá nýja bók. Elelzt hefði hún viljað eignast allar bækurnar, sem bóksalinn var með, en peningaráð heimilisins leyfðu ekki mikil útgjöld. Loks var þó ein bók keypt. Það voru rímur. Nokkru síðar kom faðir Guðrúnar með tvær bækur með sér utan úr Siglufirði. Þær voru skáldsagan Aðal- steinn og ljóðasafnið Snót. Það var mikill viðburður. RITHÖFUNDURINN Þegar Guðrún var 11 ára gömul, fluttust foreldrar hennar inn að Enni á Höfðaströnd. Þar er víðsýni mikil og fögur. bæði til lands og sjávar. Þar var stór bær, þilj- aður innan í hólf og gólf, enda gamalt sýslumannssetur. Guðrún var allt í einu komin inn í víðsýnið, sem hún hafði heyrt um í sögum og frásögnum góðra gesta. En sjóndeildarhringurinn stækkaði einnig á annan veg. Kennari var tekinn á heimilið. Hann kenndi börnun- um reikning, skrift og réttritun. Guðrún lærði að skrifa. Það hafði hún ekki kunnað áður. Nú varð líka auðveld- ara að ná í bækur, því að lestrarfélag var í sveitinni, og átti það nokkurn bókakost. Skammt frá Enni er kirkjustaðurinn að Hofi. Þar var stór og falleg kirkja, og þar var meira að segja leikið á orgel við messugerðir. Litlu lengra í burtu var verzlun- arstaðurinn Hofsós, mikill staður, með einum fimm há- timbruðum íbúðarhúsum. Einhver mesti kostur þess staðar var þó sá, að þar var hægt að fá keyptan pappír. Það kom sér vel fyrir Guðrúnu, því að strax þegar hún var búin að læra að skrifa, byrjaði hún að semja sögur. Þetta var auðvitað leyndarmál, sem vel var geymt. Þó komst heimiliskennarinn einhvern tíma að þessu. Þá var Guðrún komin um fermingu. Hann las sögu, sem hinn ungi rithöfundur hafði skrifað, hrósaði henni og hvatti höfundinn til að leggja ekki árar í bát. Þetta voru fyrstu drögin að Dalalífi. Bernsku- og æskuminningar höfund- arins eru ofnar inn í frásögnina, sveitalífinu lýst eins og það var um síðustu aldamót. Guðrún átti heima í Enni í fimm ár, en fluttist svo þaðan með foreldrum sínum að Ketu á Skaga og ári síðar að Mallandi, næsta bæ við Ketu. „Ég var þar í fjögur ár sem heimasæta og skrifaði mikið,“ sagði hún við mig, „og var tvítug, er ég fór úr foreldrahúsum. Ég var búin að ráðgera með sjálfri mér að reyna að læra eitthvað rneira en það, sem þurfti til að komast í kristinna manna tölu, en svo var fermingin kölluð í þá daga, en það varð lítið úr því.“ BRENNAN Ur foreldrahúsum lá leið heimasætunnar fram í Skaga- fjörð í kaupavinnu, síðan í vetrarvist vestur að Þverár- dal í Húnavatnssýslu. Þar kynntist hún ungum manni, er Jón hét Þorfinnsson. Þau felldu hugi saman og settu upp hringana sumarið eftir. „Það var um líkt leyti, að ég tók mestallt handrita- draslið og brenndi það,“ segir Guðrún. „Líldega hef ég rennt grun í, að framtíðin myndi krefjast einhvers ánn- ars af mér en að sitja við skriftir.“ Dalalíf komst undan brennunni. Það var löngu síðar tekið fram á ný, aukið og endurbætt og loks gefið út. Þau Guðrún og Jón Þorfinnsson giftust þann 11. apríl 1910 og hafa því búið saman í nær 48 ár í mjög farsælu og góðu hjónabandi, enda þótt efnin hafi löngum ekki verið mikil. Þau eignuðust þrjú börn, tvo syni og eina dóttur. Eru þau gift og búa syðra. Þau Jón og Guðrún byrjuðu búskap á !4 af Þverár- dal, bjuggu síðan í nokkur ár á Valabjörgum, litlu koti frammi undir óbyggðum, en fluttust svo að Ytra-Mal- landi á Skaga. Þar bjuggu þau í 17 ár. Jón er smiður, og stundaði hann oft atvinnu sína utan heimilis. Var þá Guðrún löngum ein heima með börnin og sá um bú- skapinn. Gekk þetta vel, einkum eftir að börnin kom- ust upp. Satt að segja held ég, að Guðrún hafi aldrei verið mikil búkona, þótt hún væri dýravinur og ötul til vinnu, eins og hún á kyn til. Svo mikið er víst, að hún er ekki mikill fjármálamaður.’ Annað var og, sem truflaði búsýsluna. Það voru alls konar ósýnilegar aukapersónur sífellt að flækjast í kring- um hana og lifðu mikla og sögulega atburði í bænum hjá henni og mótuðu söguefni í huga hennar. Loks stóðst hún ekki mátið og tók að „stela sér stund á hverjum degi“, eins og hún orðar það, og settist við skriftir. Fór þetta þó svo dult, að fáir vissu. En þannig urðu til drög að þeim sögum, sem nú hafa gert Guð- rúnu frá Lundi þjóðkunna. ÆSKUDRAUMARNIRRÆTAST Árið 1939 fluttist Guðrún til Sauðárkróks með manni sínum. Nokkrum árum síðar byggði Jón sér lítið hús, og þar búa þau hjónin nú tvö ein, glöð og ánægð og elskuleg heim að sækja. Eins og þegar hefur verið vikið að, byrjaði Guðrún ung að skrifa skáldsögur, hætti því svo með öllu um stund, en hóf síðan ritstörf á ný, roskin að árum. Eftir að hún kom til Sauðárkróks gafst henni loks gott næði til að sinna þessu áleitna hugðarefni sínu. Hún bókstaf- lega settist við að skrifa og hefur haldið því áfram nú í nær tvo áratugi, enda hefur hún miklu afkastað. Elja hennar má heita frábær, ekki hvað sízt þegar tillit er tekið til þess, að á þessum aldri fara flestir að draga Heima er bezt 5

x

Heima er bezt

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heima er bezt
https://timarit.is/publication/380

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.