Heima er bezt - 01.01.1958, Blaðsíða 14

Heima er bezt - 01.01.1958, Blaðsíða 14
og sögðu fréttirnar af Símoni og jafnframt, að hann mundi hafa orðið brjálaður, því að hann hefði hlaupið alls nakinn inn til Einhyrningsfjalla og ekki hirt um að fara í fötin sín í því grimmdar frosti, sem þá var. Af Símoni er það að segja, að þegar hann var búinn að hlaupa í sig nægan hita og láta frostnæðinginn þerra h'kama sinn, settist hann á stein og klæddist. Síðan gekk hann um fjöllin, rakti slóðir kinda og smalaði vel og fann æðimargar kindur. En þeir urðu að borga, sem kindurnar áttu, eins og þá var venja. Gekk Símon ríkt eftir því, að fé það, sem honum bar og hann átti með réttu, væri greitt. En mörg fleiri dæmi eru til um hörku Símonar og þol hans og úrræði hans í ferðalögum og stórræðum. Fór orð af því, að honum hefði aldrei orðið ráðafátt, er vanda bar að höndum, en sérstaklega var harðneskju hans við brugðið. Þegar ég var barn, minnist ég þess, að Símon heimsótti föður minn stundum. Reyndar bar það oft við, því að þeir voru vinir. En eitt sinn, er hann kom, voru ísar á mýrum, og Landbrotsá var öll ísi lögð. Komin var asahláka, og rann vatn yfir ísana. Það vakti athygli mína og undrun, að Símon kom gangandi og berfættur yfir alla ísana, en vegalengdin mun samsvara hálftíma hægum gangi. Ég spurði hann, hvort honum væri ekki kalt á fótunum. Hann svaraði strax: „Nei, karl minn! A göngunni æðir blóðið um fæturna og hitar þá.“ „Karl minn“ var máltæki Símonar. Seinna kom Símon, sem oftar, að Þykkvabæjarklaustri. Það var um vortíma. Hann var gangandi, eins og venju- Iega,en eftir því var tekið, að hann gekk hægar en venju- lega en þó óhaltur. Hann ávarpaði föður minn og kvaðst vera kominn, eins og vant væri, til þess að biðja hann um greiða. Að vísu mundi honum kannske þykja greiðinn einkennilegur. Hann sagðist ætla að biðja hann að hanka sig (þetta var Ijót hrossalækning á þeim tímum, hestar voru hankaðir í brjóstið við meiðslum og mæði). Símon sagðist hafa fengið einhverja bölvaða „ótukt“ í hnéð, og sér skildist að kerlingar myndu kalla það „gigt“. Þessi endemis slæmska væri ill, og bezt mundi að reyna að flæma hana burtu með illu, eða með því að „hanka“ sig. Faðir minn sagði honum, að hann væri ófáanlegur til þess að gera honum þennan greiða og varaði hann mjög við að reyna slíkt. Bað hann Símon að hætta við þessa vitleysu, er mundi leiða af sér illt eitt. En föður mínum tókst ekki að hafa hann ofan af þessu eða hræða hann með því, að þetta gæti leitt til þess, að hann missti fótinn. Lét nú Símon kyrrt liggja um sinn. En sýnilega var hann óánægður að verða að hætta við ákvörðun sína og því óvanur. Fór hann nú til móður minnar og bað hana að lána sér skónál. Ekki vissi hún, hvað Símon ætlaði að gera við skónálina og spurði hann ekki að því, er hún fékk honum skónálina. Síðan fór hann til föður míns og bað hann um að lána sér naglbít. Þegar þessi lækningatæki voru fengin, gerði hann sjálfur lækninga- tilraunina. Hann kleip með naglbítnum skinn sitt neðan við hnéskelina og togaði það út. Því næst stakk hann skónálinni neðan við naglbítinn og dró hana í gegn, ásamt léreftsræmu, sem hann notaði sem „hanka“. Að lokinni þessari læknisaðgerð með skónálinni og nagl- bítnum, sem hann framkvæmdi sjálfur á sjálfum sér, hélt hann heimleiðis, eins og ekkert hefði í skorizt. En afleiðingarnar sögðu til sín. Símon réð yfir ótrú- legri harðneskju og þolgæði og brá ekki við sársauka, vosbúð, kulda né raun. Hins vegar réð hann ekki yfir afleiðingum þess að misþyrma líkama sínum eins og áður er lýst. Af læknistilraun hans leiddi, að hnéð og fóturinn út frá stokkbólgnaði, og síðan gróf út frá hankanum og vall þar út mikill gröftur. Þó guggnaði Símon ekki við þetta. Daglega fór hann á fætur og þvoði sár sín úr köldu vatni og hafði ávallt kalt vatn við sárin og skipti oft um. En hankann varð hann að fjarlægja. Átti hann um skeið í þessu, en þó furðu skamman tíma. Sárin greru miklu fljótar en við var búizt, og gigtin hvarf einnig. Hér hefur verið drepið á manndóm Símonar Jóns- sonar, karlmennsku hans, kjark og hugrekki. Verður nú einnig sagt frá þeirri hlið, er lýtur að andlegum hæfileikum hans, og hvernig þeir birtust hjá honum. Um leið verður að minnast þess, að hann hafði aldrei fengið neina menntun eða tilsögn í öðru en lestri. Hann var vel lesandi og lærði sjálfur að draga til stafs. Þetta var öll hans menntun. Snemma bar á því, að menn sótt- ust eftir félagsskap Símonar. Hann var hreinskilinn og hressilegur og ávallt glaðvær. Stórorður var hann, þegar því var að skipta, og ekki blíðmáll, en aldrei illur eða fúll. Stórbrotin skapgerð hans, hreinskilin, glaðvær og laus við alla flærð, laðaði menn að honum. Ef þögn varð í samræðum, var Símon tilbúinn með skrýtlu eða ótrú- lega smásögu, til þess að koma mönnum til að hlæja. Hann bjó til urmul af smásögum, sem líktust mjög sög- um þýzka skáldsins Múnchhausens, og var hann þó al- gerlega ókunnugur skáldskap hans. Verða nú sagðar hér örfáar af sögum hans, er lýsa að nokkru andlegum hæfileikum hans og skapgerð. Eitt sinn sagði hann þessa sögu: „Ég var að koma úr göngu og kom að N-bæ. Ég var, karl minn, eitthvað farinn að þreytast. Sá ég þar stóra þúfu eða öllu heldur hól. Hugði ég nú gott til að hvíla mig og settist á hólinn. En viti menn, ekki var ég lengi búinn að sitja, þegar ég tók eftir því, að hóllinn var á hreyfingu með mig. Þegar ég gætti betur að, sá ég, að þarna hafði verið sópað úr rekkjuvoðunum á N-bæ um morguninn.“ Þessi bær þótti mjög óþrifalegur. Framhald í nœsta blaði. LEIÐRÉTTING við lausn á heilabrotum um kindurnar í 9. hefti „Heima er bezt“ 1957: Ólafur á að eiga 7 kindur en Jón 5. 12 Heima er bezt

x

Heima er bezt

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heima er bezt
https://timarit.is/publication/380

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.