Heima er bezt - 01.01.1958, Blaðsíða 23

Heima er bezt - 01.01.1958, Blaðsíða 23
Hrakningar í f jallleitum Framh. af bls. 19. ----------------------------- ekki varð frekar úr fjárleit í þessari ferð. Páll heitinn var um tvítugt, er hann lézt. Hann var efnilegur í alla staði, vel greindur, og dálítið hagmæltur, en fór dult með það. Efni var hann í góðan íþróttamann, og var hann því einnig vel fær á skíðum. Hann fýsti mjög til náms, en tímdi ekki að fara frá foreldrum, sökum þess að bræður hans voru ekki svo gamlir, að geta tekið við hans verkum. Hans var sárt saknað af öllum, sem kynni höfðu af honum, enda var hann fyrirmynd sinna jafn- aldra. Ekki neytti hann áfengis né tóbaks, og var ávallt glaður í lund og eftirsóttur í félagsskap, og væri vel, ef okkar þjóð ætti marga honum líka. Það var eftir að sætta sig við fráfall Páls, þess manns- ins, er við vissum einn hinn fráasta í leitinni, enda fannst okkur sem hann mundi alltaf bjargast. Enginn veit með vissu, hvaða hindrun hefur verið á vegi hans, er olli því, að hann kom ekki fram í sama mund og hinir Skerjagöngumennirnir, en þó komið úr leitinni á réttri leið og óvilltur. Er komið var fram á vetur, var farið í eftirleit á þessar slóðir, og fundust þar kindur mjög styggar. Þykir allt benda til þess, að Páll hafi lent í að elta þessar kindur og dvalizt yfir þeim lengur en fært var í slíku veðri, er á var, og hættan gegn kuldanum því meiri, eftir svita og erfiði leitardagsins. Það er einkum tvennt, sem þessi harmssaga leiðir hugann að. í fyrsta lagi að gæta þess jafnan að fara aldrci í leit, án þess að hafa með sér góða vatnshelda yfirhöfn. í öðru lagi að hver leitarmaður fylgist vel með næsta manni til beggja handa, svo að enginn verði hjálparvana í leitinni, eða hverfi svo að ekki verði að gert fyrr en um seinan. Guðjón Magnússon. Sögur Magnúsar á Syðra-Hóli Framh. af bls. 14. ■..... Þau Eiríkur fóru síðan í Hafursstaðasel á Brunnár- dal. Það er uppi í fjöllum. Þar dó Kristín úr taugaveiki 1859, en selið fór í eyði. Smalamenn og aðrir þeir, sem um dalinn fóru, sáu eftir það Kristínu við seltóftirnar og dusta þar rekkjuvoð sína. Þótti það ills viti og hríð- arboði að vetrarlagi. Jónas bjó lengi góðu búi á Breiðavaði. Kona hans var Sigríður Vigfúsdóttir af Skeggjastaðaætt og hafði áður átt Jón Eiríksson á Mið-Gili. Hún var rausnarkona og góð húsmóðir. Þau Jónas áttu tvær dætur, er upp kom- ust, Siðríði og Áslaugu. Giftust báðar. Jónas dó 15. apr. 1865, 68 ára gamall. Að mestu eftir sögn Indriða Jónssonar á Ytri-Ey. Hann var ungur vinnumaður á Breiðavaði og þekkti Jónas vel. Kirkjubóli í Önundarfirði, 11. desember 1957. í nóvemberhefti 1957 birti „Heima er bezt“ nokkrar vísur eignaðar Leirulækjar-Fúsa. í því tilefni fyndist mér ekki úr vegi að birta þá sögu, sem ég heyrði með einni þeirri stöku, þar sem mér finnst vísan ekki njóta sín annars. Ekki veit ég, hvort eða þá hvar sú frásögn er skráð, en ég nam hana af manni en ekki bók. En sagan var á þessa leið: Kona nokkur missti mann sinn og tregaði hann svo mjög, að hélt við óviti. Hún var ekki mönnum sinnandi og gætti ekki verka sinna, en sat löngum við Ieiði bónda síns, harmþrungin og hugstola. Leirulækjar-Fúsi tók að sér að freista þess að kveða harminn af konunni. Hann leyndist í kirkjugarðinum eitt sinn, er konan var þar ekki, og lagðist niður milli leiða skammt þar frá, sem hún var vön að sitja. Síðan kemur ekkjan, sezt við leið bónda síns og stynur þungan. Þá bröltir Fúsi á fætur og kveður: Fjandinn hefur sótt hans sál, sem að fleirum lógar. Hann er kominn í heljar bál og hefur þar píslir nógar. Konunni blöskraði að vonum svo svívirðilegur kveð- skapur. Varð henni næsta skapfátt, spratt á fætur og rak Fúsa pústur þéttan. Síðan gekk hún hvatlega til bæjar. Við þetta bráði svo af henni, að hún komst til sjálfrar sín, tók upp vinnu og jafnaði sig svo smám saman. Fyrst ég fór að skrifa, vil ég líka geta þess, að ég hef lært vísu Guðmundar Ketilssonar með upphafs- rími, þannig: Flettingsríu rak á vog rétt upp í hann Sigurð, nettar tíu álnir, og eftir því á digurð. Um hitt kann ég ekki að dæma, hvor gerðin er upp- runalegri, en skemmtilegra finnst mér að raula þessa^ Halldór Kristjánsson. Heima er bezt 21

x

Heima er bezt

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heima er bezt
https://timarit.is/publication/380

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.