Heima er bezt - 01.01.1958, Blaðsíða 24

Heima er bezt - 01.01.1958, Blaðsíða 24
HVAÐ UNGUR NEMUR - ÞÁTTUR RITSTJÓRI: ÆSKUNNAR STEFÁN JÓNSSON ----------------------------------------------- NÁMSTJÓRI AKUREYRI Skólar og skógargróður. akureyri er, eins og allir vita, höfuðstaður /\ Norðurlands. Þessi kaupstaður er fagurlega / settur við botn Eyjafjarðar. Húsin standa á tveimur eyrum, Akureyri og Oddeyri, og í bröttum brekkum upp af eyrunum. Eru þær brekkur sums staðar svo brattar og háar, að þær væru kallaðar fjallaheiðar í Danmörku. Af Vaðlaheiði er Akureyri fegurst, einkum um lágnættið um sumarsólstöður, er sól gyllir fjöll, en létt þokuslæða hylur hafflötinn. Og ekki er útsýnin af Vaðlaheiði síðri á kyrrum haust- kvöldum, þegar Akureyri er skrýdd marglitum Ijósum. Akureyri er, að mínu áliti, fallegur bær, en það, sem mesta athygli vekur, er þó gróðurinn í bænum. Fagrir skrúðgarðar eru þar við flest hús og auk þess stórir trjágarðar með hávöxnum trjám, svo sem: Gróðrar- stöðin, Lystigarðurinn og Menntaskólagarðurinn. Kon- ur í Akureyrarbæ hafa mest unnið að því að koma upp Lyotigarðinum, en hann er einna fegurstur og stærstur af slíkum görðum hérlendis. — Þeirra og starfa þeirra vorður líka minnzt um komandi aldir, því að á minnis- varða úr steini, sem reistur er í garðinum, er skráð: Konur gerðu garðinn. Þessi setning er skýr og fáorð, en að baki þessara fáu orða er löng og merk saga. Um tvo áratugi annaðist Halldóra Ólafsdóttir skóla- meistarafrú Menntaskólagarðinn, hlynnti að trjágróðri Akureyri, séð af Vaðlaheiðarbrún.

x

Heima er bezt

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heima er bezt
https://timarit.is/publication/380

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.