Heima er bezt - 01.01.1958, Blaðsíða 6

Heima er bezt - 01.01.1958, Blaðsíða 6
HELGI KONRÁÐSSON: GUÐRÚN ÁRNADÓTTIR frá Lundi D A L A L í F F^yrir jólin 1946 kom ný bók á markaðinn og vakti meiri athygli og umtal en aðrar nýjar bækur, sem þá birtust. Þetta var allstór skáld- saga og hét Dalalíf. Höfundur hennar var Guð- rún frá Lundi, skagfirzk kona, að því er sagt var í aug- lýsingum. Héldu allir í fyrstu, að hér væri um dulnefni að ræða, og voru miklar getgátur hér heima fyrir um það, hver þessi kona væri. Voru ýmsar tilnefndar, eink- um þær, sem kunnar voru fyrir ljóðagerð, ritstörf eða ræðumennsku. Svo kom bókin hingað norður, snotur að ytra útliti, með rómantískri kápumynd af íslenzkum sveitabæ í fögrum fjalladal og ungum manni og ungmey á hest- baki niðri á grundunum. Rétt um sama leyti og bókin kom, vitnaðist það, að höfundarnafnið var ekki dulnefni. Guðrún frá Lundi var sama konan og Guðrún frá Mallandi, sem nokkrum árum áður hafði flutzt til Sauðárkróks utan af Skaga. Engir aðrir en nánustu ættingjar hennar vissu fyrr, að hún hefði fengizt við skáldsagnagerð. Fæstir vissu, að hún væri frá Lundi í Fljótum. Margir þekktu hana naumast í sjón. Hún er hlédræg og fremur fálát og mjög laus við það, sem kallað er að trana sér fram. Nú stóð þessi fátæka kona allt í einu í skæru Ijósi frammi fyrir alþjóð. Þetta var líkast ævintýri. Dalalíf var lesið mikið, varð metsölubók. Þetta er vel skrifuð saga, frásögnin ljós og lifandi, atburðirnir reka hver annan, persónur sltýrar og skemmtilegar, og svo er bókin lýsing á þjóðlífi íslendinga, eins og það var fyrir efnahagsbyltinguna miklu og vélaöldina, en ís- lenzkir lesendur virðast aldrei fá sig fullsadda af frá- sögnum frá þeim tímum. Síðan fyrsta bindi af Dalalífi kom út, hefur Guðrún frá Lundi verið einn stóndrkasti rithöfundur þjóðar- innar, bækur hennar verið metsölubækur og lesnar flestu öðru fremur. Enginn vafi er á því, að hún full- nægir kröfum geysifjölmenns lesendahóps með þjóð vorri. Engan þarf heldur að furða á því, a. m. k. ekki þann, sem fengizt hefur við afgreiðslu bóka í bókasöfn- um. Auðskildar, viðburðaríkar og fjörugar skáldsögur eru eftirsóttast lestrarefni fjölda manns, sem þarfnast dægrastyttingar í tómstundum sínum og á kvöldvökum. GUÐRÚN Á LUNDI Upp af Austur-Fljótum gengur Stíflan, undurfögur sveit, fjöllum girt á þrjá vegu ein lokuð til hafsins af háum hólum. Lundur er einn af fremstu bæjunum aust- anmegin. Þar fæddist Guðrún þann 3. júní 1887. Þar bjuggu þá foreldrar hennar, þau hjónin Árni Magnús- son og Baldvina Ásgrímsdóttir, bæði ættuð úr Fljótum, og hjá þeim ólst Guðrún upp í stórum, glaðværum syst- kinahópi; urðu þau systkini alls ellefu, og níu þeirra komust til fullorðinsaldurs. Þau Árni og Baldvina munu hafa verið fremur fátæk, enda hlóðst á þau mikil ómegð. Árferði var líka mjög slæmt um þær mundir. Fljótin eru að vísu mjög fanna- sæl, en óvíða er grösugra á sumrum en þar. Þau eru mjög einangruð á vetrum, og verður þá naumast um þau farið nema á skíðum. Og þótt nú séu um þau fjöl- farnar sumarleiðir til Siglufjarðar og Ólafsfjarðar, var því ekki svo háttað fyrr á tímum. Þá máttu þau heita fremur afskekktar byggðir. Á vetrum var það allmikill viðburður, ef maður sást á ferð bæja á milli. Bernskuheimili Guðrúnar einkenndi auðvitað starf, iðjusemi og guðrækni, eins og flest heimili íslenzku þjóðarinnar á liðnum öldum. Foreldrarnir unnu, og börnin unnu, jafnharðan sem þau gátu eitthvað gert. Baldvina, móðir Guðrúnar, var orðlögð atgerviskona og Árni dugnaðarmaður. Þrátt fyrir mikla vinnu heimilisföðurins gaf hann sér jafnan tíma til að tala við börnin sín. Hann var bók- hneigður og fróður og sagði bömunum sögur í rökkr- inu. Voru það einkum íslendingasögur, riddarasögur og þjóðsögur. Rímur voru lesnar og lærðar, engu síður en kver og biblíusögur. 4 Heima er bezt

x

Heima er bezt

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heima er bezt
https://timarit.is/publication/380

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.