Heima er bezt - 01.01.1958, Blaðsíða 28

Heima er bezt - 01.01.1958, Blaðsíða 28
Oddeyrin kemur aftur á móti víða við sögur. Vil ég leyfa mér að taka hér upp kafla úr skólasetningarræðu Eiríks Sigurðssonar, er hann setti barnaskólann á Odd- eyri hinn 7. des. sl. En þar er í byggingu nýr og glæsi- legur barnaskóli. Eiríki Sigurðssyni skólastjóra fórust þannig orð: „Talið er, að Oddeyri hafi verið gamall þingstaður. Á Oddeyri gerðu Norðlendingar aðför að Álfi úr Króki og ráku af sér erlendan ójafnað. Þá skein sól norrænnar hetjulundar yfir Oddeyri. En um 250 árum síðar urðu Norðlendingar að lúta ofríkinu, þegar þeir kváðu upp hinn nafnfræga dóm um Jón Arason og syni hans, meðan tvö herskip lágu úti á Pollinum. Þá var dimmt og dapurlegt undir Súlnatindi. — En Oddeyri hefur einnig átt sínar björtu og glöðu hátíðastundir. Þar var haldin þjóðhátíð 2. júlí 1874. Sóttu hana Eyfirðingar og Þingeyingar austan megin fjarðarins. Gizkað var á, að þjóðhátíðargestir hafi verið full tvö þúsund manns. Árið 1890 minntust Eyfirðingar þúsund ára byggðar Eyjafjarðar á miðri Oddeyrinni. Frumkvöðull þessara hátíðahalda var þjóðskáldið Matthías Jochumsson. • • • VILLI Sóttu hátíðina á fjórða þúsund manns. Þetta var talin önnur mesta hátíð, sem haldin var hér á landi á öldinni sem leið.“ Þannig fórust skólastjóranum orð um sögu Oddeyrar. Akureyri er sérstæð að fegurð, og ein er Akureyri um nafn sitt, eins og Reykjavík, því að ekki er mér kunnugt um, að þessi nöfn séu til í örnefnum annars staðar á íslandi. Stefán Jónsson. SKÁKÞÁTTUR eftir Friðrik ólafsson Skákkennslan, sem hér hefur ráðið ríkjum að undan- förnu, er efalaust farin að reyna á langlundargeð flestra þeirra, er þætti þessa lesa. Mér datt því í hug, að taka upp eitthvað léttara hjal. og hér er árangurinn, hvað sem um gæðin má segja. FYRSTA UTANFERÐIN Unglingamótið í Birmingham 1950. Fyrsta keppnisferðalag mitt til útlanda stendur mér ávallt ljóslifandi fyrir hugskotssjónum, því að í þeirri ferð hlaut ég, sem ungur drengur, eldskírn mína á al- þjóðarvettvangi skákarinnar. Ferðin hófst hér við hafnarbakkann í Reykjavík morgun nokkurn í marzmánuði árið 1950. Farkostur minn var togarinn Egill Skallagrímsson, og skyldi hann skila mér í land í Englandi, nánar til tekið í hafnarborg- inni Hull. Ekki eru mér einstök atriði ferðar þessarar í fersku minni, því að Ægir hinn gamli lét mig, þegar í upphafi, hafa nóg annað að hugsa um. Varð viðureign okkar bæði löng og ströng, þar eð hvorugur vildi láta í minni pokann, og varð mér, á þessu tímabili eymdar 26 Heima er bezt

x

Heima er bezt

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heima er bezt
https://timarit.is/publication/380

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.