Heima er bezt - 01.06.1958, Page 4

Heima er bezt - 01.06.1958, Page 4
LOFTUR GUÐMUNDSSON: ÁRMANN KR. EINARSSON RITHÖFUNDUR e i r, sem skrifa fyrir fullorðna, hljóta lof, þegar bezt lætur, en þeir, sem skrifa fyrir böm, njóta, ef vel tekst, innilegra og einlægara þakklætis en nokkur nóbelsverðlaunahöfundur getur vænzt. Til þess að hljóta lof hinna fullorðnu, þarf höfundur- inn fyrst og fremst að hafa náð listrænni kunnáttu og leikni til að beita lesandann töfrabrögðum og sjónhverf- ingum í stíl og efnismeðferð. Börn taka ekki mark á neinu slíku. Annað hvort líkar þeim sagan eða þeim líkar hún ekki, og það þýðir ekkert að spyrja þau um, hvers vegna. Og áliti þeirra verður ekki haggað; sú saga eða ævintýri, sem hrífur manninn sem bam, verður alla ævi hans listaverk í hans augum, hvernig svo sem smekk- ur hans og afstaða þróast og breytist. Sá, sem skrifar fyrir fullorðna, getur notið hylli einhvers ákveðins les- endahóps einhverra hluta vegna, þótt aðrir kunni ekki að meta hann; slík hópskipting þekkist ekki meðal barna, og hver, sem skrifar fyrir þau, nær annað hvort almennri hylli þeirra eða ekki. Og síðast en ekki sízt, — það þýðir ekkert að fá bami bók í hendur og ætla að reyna að hafa áhrif á væntanlegan dóm þess, með því að þylja höfund- inum hrós í auglýsingartón; fullyrða, að hann sé frægur um heim allan, því að börnin líta á söguna eða ævintýrið sem sjálfstætt verk, tengja það ekki neinum höfundi og dæma það eingöngu eftir því sjálfu. Að vissu leyti má því telja börn strangari dómendur en fullorðna, — en að öllu leyti réttlátari, því að þau dæma ekki til þess að dæma, þaðan af síður til að láta sitt eigið ljós skína, heldur er dómur þeirra ósjálfrátt, eðlislægt viðbragð. Höfundar, sem ná hylli barna, mega því vita, að sú við- urkenning er einlæg og verðskulduð. Ármann Kr. Einarsson má því vera stoltur af þeim sigrum, sem hann hefur unnið sem barnabókahöfundur að undanförnu. Sá lesendahópur, sem hann hefur valið sér, hefur nefnilega veitt honum þá æðstu viðurkenn- ingu, sem hann ræður yfir, — að lesa bækur hans upp til agna í bókstaflegri merkingu þess orðs. Það er alkunna, að sérvizkuleg söfnunarárátta getur gert menn, sem ann- ars eru sauðfrómir, svo ófróma á bækur, að ekki má láta þá eina við ólæstan bókaskáp á heimilum vina sinna, — en þeir hnupla bókunum aðeins fyrir það að um sjaldgæf eintök er að ræða, forngripi, sem ekki fást á almennum markaði og fáir eiga; alls ekki fyrir það að þá langi til að Iesa bókina eða af því þeir dái höfundinn. Börn eru fullorðnum áreiðanlega mun frómari, og svo fremi sem ekki er um fátíð, sjúkleg fyrirbæri að ræða, bera þau mun meiri virðingu fyrir eignarrétti en fullorðnir. Þegar það er hins vegar staðreynd, að barnabækur eftir Ár- mann hverfa sífellt úr lestrarstofum bókasafna, má af því ráða, hversu óviðráðanleg löngun ræður því, að freistingin verður bæði samvizkunni og meðfæddri virð- ingu unglingsins*fyrir eignarréttinum yfirsterkari, og að það er ekki óeðlileg söfnunarárátta, sem veldur, — bókin er tekin traustataki til að lesa hana, lesa hana aftur og aftur. Það er því óþarfi að kynna höfundinn fyrir börnum, — þau þekkja verk hans, sögurnar, sem hann hefur ritað fyrir þau; þau eru þaulkunnug sögupersónum þeirn, sem hann hefur skapað, og það er þeim nóg. Höfundarnafnið á forsíðunni er þeim fyrst og fremst tákn þess, að í bók- inni sé meira frá þessum góðkunningjum þeirra og ævin- týrum þeirra sagt, eða þeim standi þar til boða kynni við nýjar og að öllum líkindum eins skemmtilegar persónur. Að öðru leyti er höfundurinn þeim óljóst hugtak, þeim er jafnvel um og ó að viðurkenna hann sem slíkan, þar eð þar er um leið hálfgildings viðurkenning þess, að sögupersónurnar séu skáldskapur hans, og ævintýri þeirra hafi ef til vill ekki gerzt. Aftur á móti er þess nokkur ástæða að kynna hann foreldrum viðkomandi barna; þau eiga honum nefnilega ýmislegt að þakka, meðal annars, hve hann hefur auðveldað þeim val jóla- gjafa handa drengjunum, — þótt þau, sem reynzt hafa síðbúin að kaupa hana og komizt hafa að raun um að „bókin hans Ármanns“ var uppseld og ófáanleg, kunni honum ef til vill að ósekju minni þakkir. Ármann Kr. Einarsson er fæddur þann 30. janúar 1915 að Neðradal í Biskupstungum, sonur Einars Gríms- sonar og Kristjönu Kristjánsdóttur. Hann ólst þar upp í systkinahópi; þeir bræðurnir voru duglegir og kjark- miklir og létu sér sem strákar ekki margt fyrir brjósti brenna, og ýmislegt mun því sannsögulegt í barnabók- um hans. Ármann stundaði nám í íþróttaskóla Sigurðar Greipssonar í tvo vetur, lauk prófi við Kennaraskólann vorið 1937, stundaði bamakennslu árin 1937—41, og eitt sumar dvaldist hann við lýðháskólann í Askov, — naut til þess styrks frá Dansk-islandsk Forbundsfond. Árin 186 Heima er bezt

x

Heima er bezt

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Heima er bezt
https://timarit.is/publication/380

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.