Heima er bezt - 01.06.1958, Blaðsíða 14
Gamlir nágrannar.
Fauskar þessir hafa verið nágrannar í meira en 40 aldir. Borinn
á myndinni bendir á, hvar jarðvegurinn huldi rótina endur fyrir
löngu. Hann hefur smám saman veðrazt brott og rótin visnað og
dáið. Brekkumegin eru enn lifandi rætur, er halda lxfi í trénu.
ekki að vera. Stærðin ein er ekki ætíð tákn um háan
aldur, ef tréð hefir frá því fyrsta lifað við góð kjör.
í raun réttri má segja, að til séu tvær gerðir mjög
gamalla trjáa. Önnur gerðin eru trjárisar, sem ætíð hafa
notið gnægða vatns og fæðu. Af þeirri gerð eru stór-
viðirnir. Hitt eru kræklóttir dvergar, sem barizt hafa
frá öndverðu fyrir tilveru sinni, og sífellt verið á mörk-
um þess að geta dregið fram lífið. En svo er nú að sjá,
sem dvergarnir hafi skotið tröllunum aftur fyrir sig í
ævilengd, að minnsta kosti virðist sú vera reynslan í
skógum og fjöllum Californíu og annars staðar um
vestanverða Ameríku.
En verða þá nokkrir lærdómar dregnir út af brodd-
furunni um það, hvað það sé, sem gefur trjám svo
óvanalega háan aldur? Enn verður ekkert um það sagt
með fullri vissu, en nokkrar bendingar eru þegar gefn-
ar.
í öllum broddfuruskógum er fjöldi trjáa mergfúinn,
svo að einungis yzta skelin er eftir af bolnum. En á víð
og dreif í skógum þessum eru ætíð einstaka tré alheil-
brigð, og þau reynast undantekningarlaust vera miklu
eldri en hin, sem tekin eru að feyskjast. Þessi heilbrigðu
tré eru öll mjög rík af harpix. Ef til vill er efnasam-
setning í harpix elztu trjánna önnur en hinna, sem ein-
ungis ná meðalháum aldri, eða ef til vill er það einungis
harpixmagnið eitt, sem verndað hefur þau gegn fúa og
átt þátt í að þau urðu svo gömul?
Elztu broddfururnar hafa alltaf vaxið miklu hægar
framan af ævinni en hinar, sem stærri eru og yngri.
Þetta stafar ef til vill af einhverju öðru en því, að þær
hafi átt við þrengri kjör að búa, og geymir kannske
eitthvað eitthvað af ráðningunni um hinn háa aldur
þeirra?
Byrjað er að athuga um, hvort fræ hinna elztu trjáa
vaxi eins og fræ af yngri trjám. Enn eru þær tilraunir
svo ungar, að ekki er unnt að. gefa annað svar en það,
að ekki verður munur séður á spírunarhæfni fræjanna
eftir aldri trjánna, né á vexti kímplantnanna.
Það er staðreynd, að mörg elztu trjánna hafa ein-
ungis bætt um þumlungsþykku viðarlagi utan á stofn
sinn á heilli öld, hvað eftir annað á sinni löngu ævi.
Síðan kom tímabil, þegar vöxturinn hefur gengið mun
örar. Það virðist undursamlegur hæfileiki, sem vér þó
vitum ekki í hverju er fólginn, að tréð skuli geta stöðv-
að vöxt sinn að kalla um árabil, þegar þurrkar ganga,
yfir, til þess svo að hefja hann á ný, eins og ekkert hefði
í skorizt, þegar batnar í ári.
Þannig gefa þessir öldungar sífellt tilefni til nýrra
spurninga og því fleiri, sem menn hafa kynnzt þeim
betur, enn sem komið er. Tíminn einn leiðir í ljós,
hvort unnt verður að svara þeim og þá um leið að
skyggnast enn inn á eitt svið í gátu Iífsins.
Eins og fyrr segir verður broddfuran aldrei ýkja-
stórvaxin, eða um 10—12 metra há. Hún er oft marg-
stofna og kræklótt, og þar sem hún ætíð er seinsprott-
in, nýtur hún ekki mikils álits sem nytjaviður til ann-
ars en landverndar. Nafn sitt dregur hún af týtulaga
broddi, sem er á köngulhreistrunum. Barmálarnar standa
5 saman, og era aðlægar fyrsta árið, en útstæðar á eldri
greinum. Heimkynni hennar eru ofarlega í fjöllum
um sunnanverð Bandaríkin.
Sáð var til broddfuru á Hallormsstað árið 1903. Var
fræið ættað frá háfjöllum Colorado úr um 3000 metra
hæð. Árið 1950 segir Hákon Bjarnason svo um brodd-
furuna á Hallorsmsstað: „Til eru allmargar furur aust-
ur á Hallormsstað, sem virðast hafa vaxið eðlilega í
alla staði. Fururnar eru að vísu ekki háar í loftinu, þær
eru um 4 metra, en ekki verður séð, að þeim hafi
hlekkzt nokkurn tíma á né orðið misdægurt á nokkum
hátt. Þær hafa einnig borið þroskað fræ nokkrum sinn-
um.... Þessi tilraun með broddfuruna, og árangurinn
af henni er einhver merkasti þátturinn í öllum skóg-
græðslutilraunum, sem hér hafa verið gerðar.“
Of snemmt er enn að spá nokkru um framtíð brodd-
furanna á Hallormsstað, þótt þær hafi farið að öllu
vel og eðlilega af stað fyrstu 50 árin. En hver veit,
nema þær eigi eftir að lifa um aldaraðir og segja þá
niðjum vorum sögu árferðisins á íslandi, öld eftir öld.
St. Std.
196 Heirna er bezt