Heima er bezt - 01.06.1958, Side 19

Heima er bezt - 01.06.1958, Side 19
Ingi björg Siguráardóttir: Jóna rís á fætur og hraðar sér fram úr stofunni. Ásta horfir á eftir henni, og klökkvaþrungið fagnaðarbros leikur um andlit hennar. Nú er hún ekki lengur heim- ilisJaus einstæðingur. Jóna kemur bráðlega inn í stofuna aftur, og lækn- irinn með henni. Hann gengur að rúminu til Ástu og segir glaðlega við hana: — Jóna óskar eftir því, að þér verðið fluttar heim til hennar í dag, og ég er því samþykkur. Þér fylgið þeim reglum, sem ég set yður, og svo kem ég og lít eftir líðan yðar. — Eg er yður hjartanlega þakklát, segir Ásta glað- lega. Læknirinn útvegar síðan sjúkrabifreið, og Ásta fylg- ist með Jónu inn á heimili hennar. Tíminn líður. Ásta unir vel hag sínum á heimili Nonna litla. Hjónin reynast henni sem beztu foreldrar og sýna henni í verki þakklæti sitt á allan hátt. Læknir- inn hefir innan skamms leift Ástu að stíga í veika fót- inn, og hún er farin að klæðast um stund á hverjum degi. III. Sólbjartur vetrardagur ríkir yfir Sæeyri. Ásta situr við stofugluggann hennar Jónu og saumar í dúk. Henni verður venju fremur tíðlitið út götuna, sem blasir við augum hennar, og saumaskapnum miðar fremur lítið áfram. Hjarnið glitrar í geislum hækkandi sólar, og himininn hvelfist heiður og blár yfir Sæeyri. Logn- kyrrar öldur líða uppað ströndinni og hníga þar með þýðum, dreymandi niði. Það er orðið langt síðan Ásta hefur notið þess að horfa yfir Eyrina sína í svona fögr- um litbrigðum, og útsýnið heillar huga ungu stúlkunn- ar. Saumamir falla niður á kjöltu hennar, hún hallar sér út að glugganum og horfir út. Skyndilega tekur hjarta hennar snöggt viðbragð, og blóðið þýtur fram í kinnamar. Valur lögregluþjónn gengur eftir götunni fyrir framan húsið og horfir þangað heim. Ásta snýr sér í flýti frá glugganum og lýtur yfir sauma sína, en það er um seinan. Valur hefir séð hana. Hann heldur leiðar sinnar upp götuna og gegnir skyldustörfum sínum. En gegnum lítinn stofuglugga horfir ung stúlka á eftir honum með heitri aðdáun. Augu hennar eru frjáls. Þau getur munaðar- leysið ekki fjötrað. Valur gengur léttur í spori heim þangað, sem hann hefir aðsetur sitt og hraðar sér venju fremur. Mynd ungu stúlkunnar við gluggann fyllir huga hans. Ásta er þá komin á fætur. Nú þarf hann að spyrja Sigur- laugu nánar um hagi hennar og svo.... Bjart bros leikur um andlit Vals. Hann gengur inn í dagstofuna til Sigurlaugar húsmóður sinnar. Hún situr þar við sauma sína, og hann tekur sér sæti hjá henni. Sigurlaug lítur glaðlega á Val og segir: — Hvað er að frétta af Eyrinni í dag, Valur lög- regluþjónn? — Þaðan eru nú engar markverðar fréttir, frú Sigur- laug. — Valur brosir. — En getur þú nokkuð frætt mig um ungu stúlkuna, sem bjargaði barninu hérna í vet- ur. Hvernig ætli henni líði núna? — Hún Ásta litla, jú, hún er komin af sjúkrahúsinu fyrir nokkmm vikum. — Og fótbrotið gróið? — Ekki að fullu. Hún er töluvert hölt ennþá. — Er hún nokkuð farin að vinna aftur? — Nei, ekki ennþá. Hún heldur til hjá foreldram litla drengsins, sem hún bjargaði. — Hún hefir þá ekki flutt aftur í kaupmannshúsið? — Nei, kaupmannsfrúin er búin að ráða til sín aðra stúlku, svo hún hefir víst enga þörf fyrir Ástu lengur, eftir því sem ég hefi frétt. Ásta litla var því heimilis- laus, þegar hún losnaði af sjúkrahúsinu, en Jóna tók hana heim til sín. — Hún er þá líklega atvinnulaus og óráðin, þegar hún verður aftur vinnufær? — Ég geri ráð fyrir því. — Ásta verður áreiðanlega ekki í neinum vandræðum með vistir. Fyrst kaupmanns- frúin hælir henni fyrir dugnað og myndarskap, er henni óhætt að fara í hvaða vist sem er. Heima er bezt 201

x

Heima er bezt

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heima er bezt
https://timarit.is/publication/380

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.