Heima er bezt - 01.06.1958, Blaðsíða 20

Heima er bezt - 01.06.1958, Blaðsíða 20
Valur spyr Sigurlaugu ekki um fleira að sinni. Hann styður hönd undir kinn, og draumblíð glettni og alvara speglast í augum hans. Hann skal sannarlega útvega Astu vist á komandi sumri, svo framarlega að hún vilji þiggja boð hans!-------- IV. Tungskinsbjart vetrarkvöldið ristir töfrarúnir sínar á láð og lög, og lognmild friðhelgi hvílir yfir Sæeyri. Asta kemur ein sunnan úr þorpinu og er á heimleið. Enn er hún dálítið hölt og gengur því hægt. Á göt- unni er óvenju lítil umferð, og allt er undur hljótt. Ásta á slcammt eftir ófarið heim að húsinu hennar Jónu og nýtur í ríkúm mæli kyrrðar og rósemi kvöldsins. Hugurinn er frjáls, og hjartað dreymir. Létt spor að baki Ástu vekja skyndilega athygli henn- ar. Valur lögregluþjónn gengur fast að hlið hennar og segir kunnuglega: — Gott kvöld, Ásta. — Gott kvöld. — Ásta hægir ganginn enn meir og ætlar að láta Val komast á undan sér, en hann stillir ferð sína og gengur hægt samhliða henni. — Hvernig er heilsan? spyr hann svo glaðlega. — Þakka þér fyrir, ég er að verða góð af fótbrotinu. — Ertu bvrjuð að vinna aftur? — Nei. — Þú ert kannske óráðin ennþá? Ásta lítur á Val, dálítið undrandi á spurningu hans. Máninn brosir á hreinblárri hvelfingunni, og í töfrandi geislum hans mætir Ásta björtu og glettnislegu brosi, sem Ijómar á andliti lögregluþjónsins unga. — Eg er óráðin ennþá, segir hún svo. — Hefir þú aldrei verið í sveit? — Nei. — Og langar kannske ekkert til að kynnast sveita- lífinu? — Jú, mig hefir alltaf langað í sveit á sumrin, en eng- an þekkt, sem ég hefi getað beðið að ráða mig á gott heimili í sveit. — Á ég að ráða þig í sveit í sumar? Ásta hikar við að svara. Hún þekkir Val ekki neitt, en hana langar til að komast í sveit, og nú býðst henni tækifæri til þess. Á hún að taka boði hans? í djúpi hjartans vaknar ævintýraþrá, og svarið verður jákvætt. Hér hefir hún ekki frá neinu að hverfa, hún er ein og frjáls í þessum stóra, miskunnarlausa heimi. Valur bíður dálitla stund eftir svari, og endurtekur svo spurningu sína. — Ég er óvön allri sveitavinnu, segir hún loksins. — Þú gætir verið eldhússtúlka. — Það væri einna helzt. — Ætlar þú þá að taka boði mínu? — Hvert ætlar þú að ráða mig? Valur svarar ekki strax, en glettnin speglast í augum hans. í kvöld gleymir hann því, að hann á tal við ókunn- uga stúlku. Engin önnur hefir komizt nær hjarta hans en Ásta. Hún var sú fyrsta, sem vígði faðm hans, fót- brotin og ósjálfbjarga, að nýafstöðnu björgunarafreki, sem honum gleymdist aldrei. Og var hin volduga ör- lagagyðja ekki einmitt á þeirri stundu að gefa honum þessa ungu, munaðarlausu stúlku? — Það er nokkuð langt héðan heimilið, þar sem ég vil ráða þig í sumar, en mér er alveg óhætt að mæla með því. Það er á sýslumannssetrinu að Ártúni. — Ég vil þá ráða mig þangað fyrir eldhússtúlku, ég er víst hæfust til þeirra starfa. — Til hvaða starfa þú ert hæfust, Ásta, verður ekki svarað í kvöld. En þú ætlar þá að taka boði mínu? — Já. Þau eru komin heim að húsinu, þar sem Ásta heldur til, og samleið þeirra er á enda, Valur segir að lokum: — Ég læt þig vita, þegar ég er búinn að ráða þig. — Ég þakka þér fyrir. Góða nótt. — Góða nótt. Ásta beygir út af götunni og gengur inn í húsið, en Valur heldur ferð sinni áfram niður í þorpið. Spor hans eru létt, og gleði hans djúp og heit. Hann er ungur og þróttmikill, fær um að stríða og sigra. Ásta kemur inn í eldhúsið til Jónu. Kvöldkaffið er framreitt á borðinu. Jóna býður Ástu sæti við borðið og sezt með henni að kaffidrykkju. Þær eru ý>ögular um hríð,*en svo lítur Jóna glettnislega til Ástu og segir: — Þú hafðir nú ekki samfylgd af verra taginu hérna sunnan götuna, Ásta mín, ég sá til ykkar. Ásta roðnar ósjálfrátt. • — Ég óskaði ekki eftir þeirri samfylgd. En þó ég hefði viljað hlaupa undan honum, þá gat ég það ekki. Jóna hlær gáskafull og glettin. — Það hefði nú held- ur engri ungri stúlku komið til hugar að gera, það er ég viss um. Það liggur bara við, að ég óski þess að vera orðin ung í annað sinn. Ásta brosir. — Veiztu hvort hann verður lengi hér á Sæeyri, þessi lögregluþjónn? — Til vorsins, hefi ég heyrt. Sæeyringar þurfa víst ekki löggæzlu nema yfir vetrarmánuðina. — Hvaðan er hann, veiztu það? — Hann kom hingað frá Reykjavík, en því miður get ég ekki frætt þig um hagi hans. En ég skal spyrja Sigurlaugu húsmóður hans nánara um hann næst þegar ég hitti hana. — Ekki þarftu þess mín vegna. Það skiptir mig engu, hvaðan hann er, eða hvernig högum hans er háttað. — Ég held okkur ætti ekki að vera það of gott að vita einhver deili á yfirvaldinu okkar, Ásta mín. Þetta er allra geðugasti maður. Kaffidrykkjunni er lokið. Jóna stendur upp frá borð- inu, en Ásta situr kyrr. Hún hallar sér fram á eldhús- borðið og horfir út um gluggann. Stjörnur og norður- ljós tindra í djúpi himinblámans, og tunglsskinið breiðir glitrandi perluskraut um snæhvíta jörðina. Alstaðar gef- ur að líta dýrð og mikilleik lífsins, en þó eru sumir svo einmana. Ásta andvarpar. Hún á hér enga vini, sem muni sakna hennar. Öllum er sama, hver hún fer, og hún 202 Heima er bezt

x

Heima er bezt

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heima er bezt
https://timarit.is/publication/380

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.