Heima er bezt - 01.06.1958, Qupperneq 25

Heima er bezt - 01.06.1958, Qupperneq 25
Það væri víst ekki eins mikil sælan og við hefði mátt búast fyrir Kristjáni. Hún væri með sífellda keipa við hann. Hann gæti víst lítið gert henni til geðs. Allt, sem hann keypti til heimilisins, fannst henni ljótt og and- styggilegt. Færi betur, að hann fengi sig ekki fullsadd- an! Það væri líka það, sem hann ætti skilið. — En mikið var hún nú falleg og yndisleg, þetta blessað eftirlætis- barn. En hitt var ekki nema eðlilegt, að henni svipaði tii móður sinnar um það, að láta ekki bjóða sér nema það, sem fullkomið væri. Kristján var mjög ánægður þennan dag. Kærastan hans var efalaust fallegasta konan í kirkjunni og sat við hiið hans sæl og brosandi, en það var hún hreint ekki aha daga. Hún kvartaði oft um að sér dauðleiddist. Þá var hann vanur að syngja með henni nokkur lög. Þá varð allt gott. Og ef hann mátti ekki vera að því að syngja, þá var hann vanur að segja að mamma sín hefði sagt að það þyrfti víst engum að leiðast, ef hann hefði nóg að gera, og það byggist hann við að hún gæti haft. Geirlaug hefði víst nóg að gera og helzt til mikið. Hún skyldi elda fyrir hana matinn, svo að hún þyrfti ekki að vera með annan fótinn og hálfan hugann hjá pottunum, á meðan hún væri að skúra gólfin eða að sækja eldivið út í kofa. Þá fór Rósa stundum að búa til breyttan mat, eins og hún hafði lært í skólanum, og féklt þá verðskuldað lof fyrir. En oftar var það samt, að hún lét orgeltónana reka burt leiðindin úr huga sér. Erfiðast var þó, þegar átti að fara að sauma í hjóna- rúmið. Rósa hræddist það, að hún myndi gera sængur- verið of stutt, og Geirlaug var ennþá aumari, því að allur hennar saumaskapur var við skógerð og stagl í sokka- plögg. Þá var ráðið að hlaupa suður að Þúfum, og Lauga var hjá Rósu heilan sunnudag. Þá var slæmt skapið hjá mannsefninu. Svona mikinn vesaldóm hélt hann að engin kona léti um sig spyrjast, að hún gæti ekki saumað ver utan um sængumar í rúmið sitt. Hún hafði víst lítið iært af sinni myndarlegu móður. Um skólana var ekki að spyrja. Þeir kenndu víst ekki annað en útsaum og hekl. Það var ekki ónýtt að kasta peningum út fyrir slíkt. Geirlaugu fannst að Kristján myndi hugsa sem svo: „Hvernig skyldi verða hægt að búa með svona mann- eskju?“ og hún var hreint ekkert hissa á því. Hún kveið fyrir framtíðinni fyrir hönd þeirra beggja. Stína gamla spákerling var á rölti heim að Hofi þenn- an sama sunnudag og langaði mikið til að vita, hvað verið væri að vinna inni í aflæstu hjónahúsinu. Geirlaug trúði henni fyrir því, að það væri verið að setja upp hjónasængurnar. „Nú, það á ekki að standa á þeim, þegar þar að kem- ur,“ tísti Stína gamla. „Og er þá Sigurlaug í Þúfum að troða sér inn til að gera það með henni?“ „Nei, mikil ósköp. Hún bað hana að hjálpa sér. Fyrst datt henni í hug að ég gæti sniðið þetta. Það var nú svo sem það líklegasta. Mér var nú aldrei kennt svo mikið til saumanna, að þaðan sé mikils von,“ sagði Geirlaug. Nú varð Stína alveg hissa: „Er þetta þá allur skóla- lærdómurinn hjá henni? Hvað skyldi hún móðir hennar hafa sagt yfir svona löguðu? “ „Já það hefði nú kannske orðið notadrýgra að kenna henni eitthvað, sem tilheyrði verkahring húsmóðurinn- ar, en að sleppa þessu orgelspili, en maddaman hefur nú líklega búizt við því, að hún hreppti eitthvað annað en þetta,“ sagði Geirlaug. Eftir nokkra daga vissu allir í Hofstorfunni, hvað þær höfðu verið að pukra með innan læstra dyra hjónahúss- ins, Lauga í Þúfum og sú skólagengna prestsdóttir. Það fór að minnka álitið á því fína frúarefni. Rósa skrifaði móður sinni hvert bréfið eftir annað, en féltk ekkert svar. Hún var hugsjúk yfir því, að hún lægi fárveik á sjúkrahúsi og gæti því ekki sent sér svar. „Vertu bara róleg, góða mín,“ sagði Kristján. „Móð- ir þín er bara svona upptekin af höfuðstaðarlífinu, að hún gefur sér ekki tíma til að skrifa þér. Það á nú við kvenfólkið að spássera um göturnar. Dálítill munur eða að vera allan daginn að sjóða mat og skammta hann.“ „Já, það er mikill munur. Ég vildi að ég gæti verið í Reykjavík,“ sagði Rósa. Næsta dag settist hún niður og skrifaði frænku sinni og nöfnu suður með sjó, til að vita, hvort hún gæti ekki sagt sér neitt af mömmu sinni. Hún fékk svarbréf með fyrstu ferð. Ákaflega gott og elskulegt bréf, eins og alltaf frá henni, þessari góðu konu. Hún sagði henni þær fréttir, að móðir hennar hefði komið suður til hennar, strax og hún hefði komið að norðan og verið hjá sér í viku, vel hress. Sér væri ekki kunnugt um, að hún hefði legið á sjúkrahúsi Nú bjóst hún við að hún væri hjá Sigrúnu dóttur sinni. Það var komið fram á túnaslátt, þegar Rósa las þetta bréf. — Hún varð fjarska glöð og sagði Geirlaugu og Kristjáni þessar góðu fréttir. Það voru ólík svör þeirra. Geirlaug lofaði góðan guð fyrir að gefa henni heilsuna aftur, en Kristján glotti þessu nýja, kalda háðsglotti, sem hann brá svo oft á sig í seinni tíð, og sagði: „Ég sá nú aldrei neitt heilsuleysi á henni, þeirri konu.“ En þegar hann var farinn út og Rósa líka, sagði Siggi illkvittnislega við kaupakonuna og Geirlaugu: „Náttúrlega þætti Kristjáni vænt um, að maddaman væri svo veik að hún dæi; þá fengi hann helmingi meiri arf, þegar farið verður að skipta. Það hefur Leifi í Garði sagt mér.“ „Mér finnst þú ættir ekki að vera að taka Leifa þér til fyrirmyndar eða hafa eftir honum. Hann þykir nú ekki svo merkilegur í tali eða hugarfari,“ sagði Geirlaug. Kaupakonan tók í sama strenginn: „Þetta er ógerðar- dót, þarna í Garði,“ sagði hún. „Kristján fær það ekki til að vinna hjá sér nema með eftirgangsmunum, hvað mikið sem honum liggur á, og kerlingin vanþakkar allt, sem látið er úti við strákangann, sem er við ærnar. Hann kennir Stefáni í Þúfum um það.“ „Það er ekki honum að kenna,“ sagði Siggi. „Þeim fellur bara svo illa að vinna hérna, síðan maddaman fór Heima er bezt 207

x

Heima er bezt

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heima er bezt
https://timarit.is/publication/380

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.