Heima er bezt - 01.06.1958, Page 27

Heima er bezt - 01.06.1958, Page 27
vorum í á okkar heiðursdegi?“ sagði Lauga. „Nei, við fengum það að láni og sómdum okkur vel og skemmt- um okkur því betur. Amma mín sagði, að sú kona, sem skautaði á giftingardaginn, yrði ánægð í hjónabandinu." Þá hló Kjristján og kyssti konuefnið á báðar kinnar og sagði: „Hvað segir þú svo um öll þessi boðorð, sjálf brúðurin? Langar þig til að halda veizlu?“ „Já, víst langar mig til þess, en ég hélt bara að þú yrðir jafn tregur í taumi og þú varst í vor. Værir búinn að taka það í þig að stíga ekki dansspor framar,“ sagði Rósa hálfmæðuleg á svip. Það var hún því miður oft. „Það vantaði spilarann þá. Nú er hann kominn heim, svo þá er bezt að gera sér glaðan dag og dansa sig inn í hjónabandið. En er þá nokkur manneskja, sem getur hjálpað þér til við undirbúninginn og orðið frammi- stöðukona? “ „Það verða engin vandræði með það, vona ég,“ sagði Rósa. „Ég á hauk í horni þar sem Lauga mín er. Hún ætlar að útvega mér búninginn, og hitt býst ég við að hún geti líka.“ „Þá er allt gott. Ég skrifa þá foreldrum mínum. Þau hefur langað mikið til að koma hingað norður og sjá konuefnið mitt og ábúðarjörðina. Þú skrifar mömmu þinni,“ sagði Kristján glaðlega. Giftingin átti að fara fram á sunnudag. Tveimur dögum áður átti strandferðaskip að koma að sunnan á Eyrina. Með því átti Kristján von á foreldrum sínum. Rósa hafði veika von um að móðir sín kæmi líka. En hún var víst sú eina, sem lét sér detta slíkt í hug. Kristján reið út í kaupstað með tvo hesta, annan með hnakk en hinn með söðli. Reiðföt af kaupakonunni, sem var ennþá á Hofi, voru bundin í böggul við sveifina. Lauga í Þúfum þurfti út eftir líka þennan sama dag. Hún teymdi Bleik Rósu með söðlinum hennar með sér. Hann skyldi vera handa maddömunni, ef hún kæmi. Lauga kom heim á undan með Bleik lausan. „Var ekki skipið komið?“ spurði Rósa. „Jú, það er komið. Móðir þín kom ekki með því, en Kristján kemur með foreldra sína,“ sagði Lauga. „Sástu þau? Hvernig lízt þér á þau?“ „Ojæja. Karlinn er dugnaðarlegur og líkur Kristjáni í sjón. En gamla konan er ósköp vesældarleg. Hún er líklega úttauguð af þrældómi og heilsuleysi, eða svo kom hún mér fyrir sjónir.“ „Þau hafa víst bæði unnið mikið,“ sagði Rósa. Rósa var ekki mjög vonsvikin yfir því, að móðir hennar kom eklfi. Það hefði verið ólíkt fyrirhafnar- minna fyrir hana að skrifa henni einhvern tíma, allar þessar löngu vikur, sem liðnar voru síðan hún fór suð- ur, en það hafði hún alveg látið ógert. Það var ekki nema ein skýring á því: Hún hlaut að vera eitthvað reið við Kristján. Sjálfsagt þótti henni dóttir sín of góð handa honum, af því að hann var einungis bóndasonur en hún prestsdóttir. Maður Sigrúnar systur hennar var kaupmannssonur. Henni fannst þetta allt ekki nema eðlilegt. Siggi kom inn og sagði, að nú væru gestirnir að koma. „En það er áreiðanlega ekki maddaman, sem þar er á ferð,“ bætti hann við og glennti sig. „Ég veit, að hún kemur ekki,“ sagði Rósa. Hún fór út í dyr til að taka á móti tilvonandi tengda- foreldrum sínum. Kristján var að hjálpa móður sinni af baki. Karhnn, faðir hans, var stór, lotinn í herðum, með rautt yfir- vararskegg og talsvert myndarlegur. En konan var lítil og skinhoruð. Reiðfötin af kaupakonunni, sem var feit og hávaxin, héngu ólánlega utan á henni. — En að Krist- ján skyldi ekki nefna það, að hún væri svona smávaxin, þá hefði hún getað sent henni reiðfötin sín. Þau hefðu farið betur. Hún gat svona rétt ímyndað sér, hvernig fólkið á Hvalseyri hefði hlotið að glápa á hana, vesa- lings manneskjuna, bráðókunnuga, í þessum stóru reið- fötum. Rósa tiplaði yfir hlaðið á móti gestunum og heilsaði þeim báðum með handabandi. Kristján var glaðlegur og sagði þeim, að þetta væri nú frúarefnið. Þau gláptu á hana. Rósa spurði þau eftir því, hvernig ferðalagið hefði gengið. „Mér leið alveg hræðilega,“ sagði gamla ltonan, sem hét Arndís. Málrómurinn var mjór og vesældarlegur eins og persónan sjálf. „En honum leið vel. Hann er svo vanur sjónum. Sífellt á sjónum, alla ævina, svona öðru hvoru.“ Rósa fann til ánægju yfir því, að móðir hennar hafði ekki komið jafnhliða þessari manneskju á heimilið. Það hefði verið óskemmtilegt fyrir Krstján að sjá hana, svona myndarlega og tilkomumikla hjá þessum aum- ingja. En það var ekki hægt að sjá, að hann fyndi til minnimáttarkenndar vegna þessarar aumingja móður, sem hann átti. Hann virtist ánægður. Rósa kenndi í brjósti um hann og konuna þá ekki síður. Hún bauð gestunum að ganga í bæinn. Arndís gamla fór inn í bæjardymar, en maður hennar stóð úti og virti fyrir sér umhverfið. „Það má segja, að þú hefur sett þig niður á auðnu- legum stað, sonur sæll,“ sagði hann. Rósa fór nú að hjálpa gömlu konunni úr reiðfötun- um. „Ég skil nú bara ekkert í því, að þú skyldir ekki missa þetta pils niður um þig,“ sagði hún. „Nei, svo illa tókst nú ekki til,“ sagði gamla konan og brosti ofurlítið. Peysufötin hennar voru snjáð og slifsið þeim mun eldra. — Osköp hlaut aumingja manneskjan að vera fátæk! En sjálfsagt væri hún með betri föt með sér, hugsaði Rósa. Það var eins og gamla konan hefði lesið hugsanir hennar. Hún sagði mæðulega: „Já, það er ekki nema eðlilegt að þér detti í hug að þetta séu léleg veizluföt. Ég hef átt þau alla ævina, síðan þau voru satunuð á mig tvítuga. Það var enginn tími til að fá lánuð föt af Fríðu minni. Okkur passar alveg saman. Hartmann dreif sig af stað, þegar hann fékk bréfið. Það skal nú kannske ganga, það sem hann ætlar sér, enda veitti okkur ekki af tímanum." Heima er bezt 209

x

Heima er bezt

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Heima er bezt
https://timarit.is/publication/380

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.