Heima er bezt - 01.12.1959, Side 10
Þorgerður Jónsdóttir Kort Elísson,
frá Hrútafellskoti Fit
Ekki var þetta vegna ókunnugleika á húsaskipan, þar
eð segja má, að hann væri daglegur gestur í Holti.
Fólkinu fannst þetta að vonum allundarlegt fyrir-
brigði en talaði fátt um. Fannst því þeir bræður vera
eitthvað öðruvísi en þeir áttu vanda til, venju fremur
daufir og eins og að þeir væru „utangátta“ um margt.
Þann 4. febrúar var veður hið ákjósanlegasta, sólskin
og bjart en dálítill snjór á jörð. Var þess vegna ákveðið
að leggja af stað þennan morgun jafnskjótt og Mýr-
dælingar kæmu austanað, en fregnir höfðu borizt um,
að þeir hefðu verið árla á ferð um morguninn. Menn
inntu af höndum síðustu undirbúningsstörfin í flýti,
og stóðst það á, að menn biðu ferðbúnir ytra, er Mýr-
dælingana bar að garði á Efstu-Grund í fylgd með
nokkrum Eyfellingum.
Síðan var lagt af stað sem leið lá út með Fjöllunum
og farið greitt í góðviðrinu. Eftir því sem utar dró,
bættust fleiri í hópinn, því að allir vildu njóta samfylgd-
arinnar og höfðu verið ferðbúnir. Komið var við í
Hvammi. Þar bjó þá Magnús Sigurðsson. Hjá honum
var til heimilis systir hans, Ástríður að nafni. Hún átti
son þann, er Einar.hét, og var hann vinnumaður hjá
Birni bónda á Efstu-Grund. Einar átti nú að fara til út-
vers í fyrsta skipti og var ráðinn á sömu skútu og Svein-
björn, bróðir húsbónda hans. Ástríður tók Sveinbjörn
tali og bað hann fyrir Einar son sinn urn veturinn, að
líta til hans og vera honum innan handar, þar eð hann
væri óvaningur, færi nú í fyrsta skipti til útvers og ætti
þar að lúta stjórn ókúnnugra manna. Sveinbjörn varð
fár við og svaraði Ástríði því til, að ekki mundi þýða
að biðja sig fyrir drenginn, „því að ekki mun ég lifa út
veturinn. Verður þú þess vegna að biðja einhvern ann-
an en mig, Ástríður mín, og vildi ég þó feginn verða
við bón jDÍnni og piltsins.“ Eitthvað ræddu þau þetta
hugboð Sveinbjörns, og reyndi Ástríður að eyða þessu,
en ekki lét hann af skoðun sinni. Skildu þau svo talið í
fullri vinsemd, og kvaddi Sveinbjörn hana innilega.
Hópurinn hafði nú dvalizt góða stund í Hvammi og
notið þar góðgerða. Var því lagt af stað, fólkið kvatt
og bað það vermönnum alls góðs og fararheilla.
Þegar komið var út að Seljalandsmúla voru alhr komn-
ir, sem ætluðu að verða í samfylgdinni, og var því lagt
út yfir Markarfljót. Nokkuð vatn var í fljótinu, en allt
gekk að óskum, enda vanir og dugmiklir vatnamenn
þarna á ferð. Þegar komið var upp úr fljótinu, þótti
sjálfsagt að koma við í Dalsseli, sem var aðeins snertu-
spöl frá yzta ál fljótsins, og var það gert. Fékk hópur-
inn þar hressingu og góðar viðtökur í hvívetna. Dálítið
var stanzað þar, en síðan haldið áfram vel greitt í fjör-
ugri samfylgd sem leið lá út að Hemlu. Gekk ferðin
yfir Þverá að óskum, þrátt fyrir töluvert vatn, sem í
henni var. Ekki var nein teljandi viðdvöl að Hemlu, en
haldið áfram að Eystri-Garðsauka. Gekk ferðin vel, og
var lcomið þangað kl. 4 um eftirmiðdaginn. Þá bjó þar
Sæmundur Oddsson, bóndi og póstafgreiðslumaður.
Þegar að Garðsauka kom, var veður nokkuð farið að
spillast og veðurútlit sérlega ljótt. Var auðséð, að mikil
veðrabrigði voru í aðsigi. Ræddu menn mikið um, hvort
halda skyldi ferðinni áfram undir kvöldið eða hvort
gista skyldi í Garðsauka og nærliggjandi bæjum, þar eð
veður færi ört versnandi. Urðu menn ekki á eitt sáttir
hvað gera skyldi. Mest var þeim umhugað um að halda
áfram, sem ætluðu út í Vestmannaeyjar, þar eð skip lá
til byrjar í Reykjavík, sem ætlaði til Eyjanna. Vildu
þeir Eyjavermenn umfram allt ná þeirri ferð og flýta
þess vegna för sinni sem mest. Það voru þeir Jón Stef-
ánsson í Gerðakoti, sem ætlaði að róa á mb. France, Ve.
159, Gísli Brynjólfur, sem ætlaði á sama bát og Páll
Einarsson á Fornusöndum, sem ráðinn var á mb. Islancl,
Ve. 118. Var töluverður ágreiningur í umræðum þess-
um, sem lauk þannig, að allir afréðu að halda áfram ferð-
inni að minnsta kosti út að Selalæk og Varmadal á Rang-
árvöllum, nema þeir bræðurnir frá Efstu-Grund, Svein-
björn og Gísli Brynjólfur. Hafði Gísli látið að orðum
bróður síns um að verða eftir í Garðsauka. Sögðust þeir
hvergi fara, og væri ekkert vit í slíku ferðalagi undir
nóttina í þessu veðurúthti. Björn bróðir þeirra fór hins
vegar með hópnum frá Garðsauka og skildi þar með
þeim bræðrum, að sitt sýndist hvorum.
Garðsauki.
410 Heima er bezt