Heima er bezt - 01.12.1959, Side 12

Heima er bezt - 01.12.1959, Side 12
Varmidalur, eins og bœrinn leit út er slysið varð 1912. sem hsegt var í góðri hjúkrun og aðhlynning, svo að all- flestir sluppu við varanleg rnein af kalinu. Þegar leið á morguninn fór veður að batna. Fóru menn þá að vonast eftir, að bræðurnir frá Efstu-Grund kæmu frá Garðsauka. En tíminn leið fram yfir hádegið, og ekki komu þeir, og ekkert fréttist af þeim. Björn bróðir þeirra gerðist þá mjög áhyggjufullur um afdrif þeirra og fannst, sem eitthvað hlyti að hafa komið fyrir þá þrátt fyrir það, að þeir hefðu ætlað að verða í Garðs- auka um nóttina. Það gat hafa breytzt einhverra orsaka vegna. Björn vildi þess vegna fyrir hvern mun komast fram að Ægisíðu, til þess að geta símað þaðan og spurzt fyrir um bræðurna í Garðsauka. Sími var þá aðeins kominn að Ægisíðu, Garðsauka, Hemlu, Miðey og Hólma. Björn átti tal við þá Einar Ingvarsson, vinnumann sinn, Torfa Einarsson í Varmahlíð og Jón Stefánsson í Gerðakoti og bað þá að koma með sér fram eftir og fregna um bræðurna. Var það auðsótt mál við þá alla. Þeim fannst, sem eitthvað illt lægi í loftinu, eitthvað væri ekki í lagi með þá bræður. Enginn þeirra þriggja hafði þó orð um þetta við Björn, en þeir hugsuðu margt. Ferðin að Ægisíðu gekk vel, enda var veður mun betra og menn og hestar allvel hvíldir. Björn símaði svo að Garðsauka og spurði um þá Sveinbjörn og Gísla. Var honum þá sagt, að þeir hefðu farið frá Garðsauka nokkru á eftir hópnum kvöldinu áður, en síðan hafði ekkert til þeirra spurzt að Garðsauka. Þá Eyfellingana setti hljóða við þessar fréttir og fannst grunur sinn um válega viðburði styrkjast mjög. Fólkinu í Garðsauka hafði og brugðið illa við að frétta, að þeir hefðu ekki náð hópnum og ekki komið að Varmadal um kvöldið eða nóttina. Óttuðust allir mjög um afdrif bræðranna, því að svo hafði veðrið verið óskaplegt þar um nóttina. Bjöm varð nú enn áhyggjufyllri og þótti fullvíst, að eitthvað hörmulegt hefði komið fyrir þá, þótt hann reyndi að hrista af sér þær hugsanir. Hann ákvað, að hefja þegar leit að þeim, annað kom ekki til mála. Hann fékk sér því leitarmenn á Ægisíðu, en þeir urðu þar eftir, Einar, Jón og Torfi, eftir skipun Björns, því að honum buðust nógir menn til leitarinnar, sem óþreyttir vora. Skömmu síðar lögðu þeir Björn af stað í leitina og fóru vítt um. Komust þeir t. d. fram í Oddahverfi, því að ekki fannst þeim ólíklegt að bræðurna hefði getað hrakið undan veðrinu langt úrleiðis. Fleiri leitarmenn bættust og við, og var leitað allan daginn fram á kvöld, en allt árangurslaust. Bræðurnir fundust ekki og ekkert spurðist til þeirra. Um kvöldið þennan dag lögðu þeir af stað suður frá Ægisíðu Einar, Jón og Torfi. Höfðu þeim borizt fregn- ir um, að þeir, sem í Varmadal hefðu verið, hefðu lagt af stað suður um morguninn. Vildu þeir þremenning- arnir því hraða ferð sinni og freista þess að ná samfylgd þeirra. Lögðu þeir af stað frá Ægisíðu án þess að hafa fengið nokkrar fregnir af Efstu-Grundarbræðrum eða leitarmönnum þeirra, þar eð ekkert hafði frétzt að Garðsauka frekar. Segir nú ekki af ferð þeirra þriggja, fyrr en þeir komu út fyrir Þjórsá. Þar mættu þeir Magnúsi Knúti, er var á austurleið aftur með hesta þeirra, er verið höfðu í Varmadal. Tók Magnús nú við hestum þeirra líka, og skildu þar leiðir. Hélt Magnús áleiðis austur undir Fjöll, en þeir þrír fóru gangandi út að Kotströnd. Gekk sú ferð vel, enda var komið bezta ferðaveður. Þar hittust þeir allir aftur, ferðalangarnir úr hrakningunum. Fréttu þeir þrír nú, að afdrif þeirra Efstu-Grundarbræðra væru kunn og leitinni því hætt. Hafði fregnin verið símuð frá Ægisíðu að Kotströnd í veg fyrir hópinn. Þeir bræður höfðu orðið úti og fundizt frá Varmadal. Hjá frú Vigdísi í Varmadal var sonur hennar og Sveinbjörns manns hennar, Þorvarður, er síðar bjó að Stekkum. Hann var fjármaður móður sinnar. Um morg- uninn fór hann á fjárhús Varmadals, er stóðu fyrir framan þjóðveginn. Þegar hann nálgaðist húsin, sá hann tvo hesta skammt austur af þeim, og voru þeir bundnir á streng (þ. e. bundnir hver aftan í annan, eins og oft tíðkaðist). Þorvarður hraðaði för sinni til hestanna, en bar þó ekki kennsl á þá. Skammt frá þeim sá hann tvo menn liggjandi á jörðinni, og voru þeir helfrosnir. Þrátt fyrir hryllilegt útlit þeirra þekkti hann þegar, að það voru lík bræðranna frá Efstu-Grund, Sveinbjörns og Gísla. Hafði Sveinbjörn klætt sig úr jakkanum og breitt hann yfir Gísla, en verið síðan á peysunni einni. Hræði- legt hefur lífið verið hjá þeim, þar til yfir lauk, því að þarna var ekkert afdrep í þessu ógnarveðri. Húsin hafa þeir ekki fundið vegna bylsortans, þó að tiltölulega skammt væri til þeirra frá þeim stað, er þeir lágu. Hest- arnir voru mjög illa haldnir og útlit þeirra ægilegt vegna sands og klakabrynju. Var ómögulegt að gera sér grein fyrir, hvort þeir voru svartir eða hvítir að lit innan óveðursbrynjunnar. Voru þeir alveg að yfirbugast, er Þorvarður fann þá og leysti af streng. Þorvarði varð mjög um fund bræðranna. Komst hann þó heim að Varmadal og sagði, hvernig komið var, en aldrei varð hann samur maður eftir þetta og hlaut af sálarmein. í Varmadal var brugðið fljótt við, líkin sótt og flutt þangað heim. Höfðu þau verið mjög illa útleikin, stokk- freðin og sandrokin. Var talið líklegt, að Sveinbjörn 412 Heima er bezt

x

Heima er bezt

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heima er bezt
https://timarit.is/publication/380

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.