Heima er bezt - 01.12.1959, Side 39
369. Þá verð ég nú að skilja hundana.
Eg næ mér í stóra hríslu og ræðst um-
svifalaust í bardagann. Og tæpara mátti
það ekki standa. Mikki er þegar illa út-
leikinn eftir átökin við ofurefli sitt.
370. Hér verða skjót umskipti við ó-
vænt áhlaup mitt. Andstæðingur Mikka
verður forviða en skilst brátt, að ekki er
annað ráð vænna en að hörfa sem skjót-
ast af hólmi með skottið milli fótanna.
371. Allt í einu heyri ég kallað kvíða-
fullri röddu: „Kis, kis!“ í sama bili kem-
ur til mín fram á milli runnanna gömul,
feitlagin kona og svipast um í garðinum
með mesta áhyggjusvip.
372. Mér skilst óðara, að hún muni
vera að svipast um eftir kettinum og
flýti mér að ná í hann. Kettlingurinn
er ennþá hálfveinandi, og ég afhendi
hann gömlu konunni, og hún grætur
gleðitárum við endurfundinn.
373. Þakklæti gömlu konunnar er fram
úr öllu hófi. Hún rekur þegar augun í
það, að önnur buxnaskálm mín er rifin
og að ég auk þess er blóðugur á hendinni
eftir hundskjaftinn. Herðir hún nú að
mér að koma með sér inn.
374. Á meðan hún er að funsa mig til
og stjana við mig eins og bezta móðir,
segir hún mér, hver hún sé, og kemur
það þá upp úr kafinu, að hún er reynd-
ar sjálf frú Thomson, ráðskonan á herra-
setrinu.
375. Til aðstoðar sér við buxnavið-
gerðina á mér og sáraumbúðirnar, hef-
ur frú Thomson mjög vingjarnlega inni-
stúlku sína, sem hún nefnir Huldu.
Við Mikki verðum brátt beztu vinir
hennar.
376. Það er svo sem ekki öllu lokið
með þessum aðgerðum beggja kvenn-
anna. Þegar búið er að dubba mig all-
an upp að utan, er borinn á borð fyrir
mig þvílík herramannsmáltíð, að það
tekur engu tali að lýsa henni.
377. Og þá er nú Mikki ekki heldur
settur hjá. Frammi í eldhúsi fær hann
rokna skammt af ýmsu ágæti, sem á sína
vísu jafnast á við mína máltíð. Og kisa
situr á stól og gáir vel að þörfum gests-
ins...