Heima er bezt - 01.09.1960, Qupperneq 6
Brot úr ævisögu Guémundar Einarssonar
Hér fer á eftir stuttur kafli úr œvisögu Guðmundar \
I Einarssonar. Ævisagan er skrásett af Theodór Gunn- \
jj laugssyni og kemur út á þessu liausti undir nafninu \
\ NÚ BROSIR NÓTTIN. Útgefandi er Bókaforlag [
\ Odds Björnssonar og geta áskrifendur „Heima er bezt" \
\ gert þantanir sinar hjá afgreiðslunni, pósthólf 45, \
I Akureyri. \
ANDRÉS Á HVÍTÁRVÖLLUM.
ann var rúmlega meðalmaður á hæð, þrekinn,
vel vaxinn og hinn fyrirmannlegasti. Skap-
harður þótti hann, og nokkuð ráðríkur í sveit
sinni, enda forvstumaður í öllu. Stundum
þótti hann mislyndur en raungóður. Eitt var það, sem
Andrés þoldi ekki neinum, hvorki ungum né gömlum.
Það var kjarkleysi og slóðaskapur. Sjálfur var hann
mikill vaskleikamaður og virti dugnað og kjark framar
öllu öðru.
Á þessum árum var stór tarfur á Hvítárvöllum (kall-
aðir Vellir í daglegu tali). Hann var ávallt hafður laus
í kúnum og því óvinsæll, enda mannýgur. Hann gekk
undir nafninu: Spánski boli.
Eitt kvöld, snemma sumars, þegar ég var tólf ára,
bað mamma mig að sækja kýrnar eftir venju. Ég vissi
að þær voru með Vallakúnum vestur á Þrætutungu.
Ég tók því brúna meri, sem mamma átti, og var hún
bæði fljót og viljug. Svo reið ég af stað.
Þegar ég kom að kúnum, gekk greiðlega að skilja
þær, og hélt ég heim með mínar kýr. Spánski boli var
að venju hjá þeim. Hann horfði á mig, murraði eitt-
hvað og froðan vall út úr honum. En þetta kom svo
oft fyrir áður, að svona lá á bola og fannst mér ekkert
athugavert við það. Hann stóð líka alltaf á sama stað
og gaf mér bara auga.
Ekki var ég kominn nema stutt á leið, þegar ég sé að
boli tekur undir sig stökk og stefnir á eftir mér. Lét
þá illa í honum. Ég herði á kúnum og held, að boli sé
fremur að elta þær en mig. Brátt komst ég að því, að
svo var ekki. Hann leit ekki við þeim, en stefndi beint
á mig. Lét ég þá Brúnku fara það sem hún komst, og
dró hún ekki af.
Ég fór að verða hálfhræddur urn mig, en þó hálfu
hræddari um móður mína og litlu systkini mín, ef boli
kæmist heim. Varð ég því að finna einhver ráð, en lítill
var umhugsunartíminn. Ég stefndi því beint að fjárhús-
unum heima, en sum þeirra voru dálítið frá bænum.
Þeim verð ég ögn að lýsa.
Yzt á túninu stóðu tvístæð hús, sem sáust ekki frá
bænum. Þangað stefndi ég. Við þau var heytóft og
rúmlega seilingarháir veggir úr torfi og grjóti umhverf-
is hana. Mátti ganga úr húsjötu inn í tóftina. í húsinu
voru mæniásar og stoðir undir, sem stóðu á jötugarð-
anum. Breiður veggur var þar, sem tóftin og húsið kom
saman. Upp á þann vegg var hlaðið hellugrjóti, sem
haft var ofan á heyið á haustin. Og nú var ætlun mín
að komast í þetta fjárhús.
Fyrst í stað dró heldur sundur með mér og bola. En
svo fór hann að draga ískygglega á Brúnku. Hún
mæddist fyrr, enda farin að eldast. Þegar ég kom upp
að svokölluðu húsbarði, en það var dálítil melhæð, sem
húsin stóðu á, dró fyrir alvöru saman. Herti ég þá á
merinni, en hún gat víst lítið meira. Stóð það alveg
heima, þegar ég kom að fjárhúsdyrunum, þá rekur boli
hausinn undir Brúnku svo hastarlega og með svo miklu
afli, að hún skellur flöt. Féll hún frá dyrunum, en ég
að þeim. Kom ég niður á hendur og fætur og var þá
ekki lengi að skjótast inn í húsin. Ekki vannst mér þó
tími til að láta aftur hurðina, því hausinn á bola var
kominn í fjárhúsdyrnar. Hentist ég þá eins og örskot
upp í garða og inn í heytóftina. Og boli kom þrumandi
inn eina fjárhúskróna á eftir mér, en nemur staðar við
tóftardyrnar. Ég klifra upp eitt tóftarhornið það hátt,
að ég þarf ekki annað en kasta mér upp á vegginn. Þar
fer ég að herma eftir bola. Ræðst hann þá í dyrnar
öskuvondur, og ryðst inn í tóftina. En dyrnar voru í
þrengsta lagi. Það mun boli hafa séð og því hikað við
þær. Þetta var það, sem ég ætlaði honum. Nú hentist
ég upp á vegginn og að grjóthrúgunni, sem var öðrum
megin við tóftardyrnar, gríp vænar hellur og læt dynja
á bola af öllum lífs og sálar kröftum. Og nú var ekki
dregið af orkunni, sem til var.
Eftir stutta stund var boli orðinn blóðugur á baki og
haus, því rendurnar á hellunum snertu hann fyrst, eða
svo var ætlun mín. Virtist hann þá verða óður og tryllt-
ur af sársauka. Hann leitaði líka alltaf á að stökkva upp
úr tóftinni, en hvort tveggja var, að hún var djúp, og
svo fékk hann þá líka alltaf væna hellu í hausinn eða
sem næst honum, svo hann hrökk til baka.
Ég var víst orðinn jafntrylltur af vígamóði og boli,
þegar hann réðist á Brúnku. Ég vissi varla hvað ég
gerði. Síðast hentist boli í háalofti fram í tóftardyrnar
og ryðst út. Fannst mér þá veggurinn skjálfa og allt
húsið, enda tók hann með sér tvær mænistoðir í fátinu.
Og svo var kastið mikið á bola, þegar út kom, að hann
fór ekki á götuna, sem lá frá húsinu, heldur stefndi
hann beint niður á Húsabarðið og í fúamýri, sem þar
var fyrir neðan.
í heimsku minni og trylltum hefndarhug tek ég staur,
sem lá í húsinu, og hleyp á eftir bola, sem hélt beint
strik yfir mýrina. Ékki leið þó á löngu, þar til ég nálg-
aðist hann með reiddan staurinn, því boli fór að sökkva
illa í. Og síðast sökk hann upp að kvið í mýrinni. Þá
var markinu náð. Sveiflaði ég nú staurnum af öllum
294 Heima er bezt