Heima er bezt - 01.09.1960, Qupperneq 11
HALLDOR STEFANSSON:
Þóréur Pálsson og Björg Hallclórsdóttir á Kjarna
Inn og upp frá Akureyrarkaupstað, uppi við rætur
vesturfjalla Eyjafjarðar, er býlið Kjarni í Hrafna-
gilshreppi, kostabýli, sem nafnið bendir til, 36
hndr. að dýrleika eftir Johnsens jarðatali, og hafði
verið sýslumannssetur um sinn. Þar bjó Gunnlaugur
sýslumaður Briem á árunum 1807 til 1815. Nú er það
komið undir Akurcyrarkaupstað, ábúð lögð niður og
landið tekið til skógræktar.
Árabilið 1823—1842 bjuggu þau á Kjarna Þórður og
Björg, sem hér segir frá, og urðu landskunn vegna
atgjörvi, mannkosta og margra mannvænlegra barna
sinna. Áður höfðu þau búið á Sörlastöðum í Fnjóska-
dal, sem síðar getur nánar.
Hér verður nú horfið frá um sinn og sagt nokkuð
frá ætt þeirra og fortíð.
Fortíð og forfeður.
Fyrst verður hér getið ættar Þórðar. Hann var fædd-
ur á Þórðarstöðum í Fnjóskadal 1772, og ólst þar upp
hjá foreldrum sínum, Páli Ásmundssyni og Guðnýju
Árnadóttur, fram um tvítugs aldur. Þau bjuggu þar
Eldmóðuárið en fluttu ári síðar að Sörlastöðum, og
þar ólst Þórður upp til þroska aldurs.
Það er sagt um Pál föður Þórðar, að hann hafi haldið
fast við fornar venjur og það til sanninda, að hann hafi
haldið hátíðlega helgra manna messur allar frá kaþólsk-
um sið, klæðst þá sparifötum sem aðra helga daga og
fellt niður vinnu. Stóráfallalaust komst hann yfir
jMóðuharðindin eigi að síður.
Bróðir Páls var Gísli hreppstjóri á Nesi í Höfða-
hverfi, faðir Ásmundar hreppstjóra á Þverá, föður Ein-
ars alþingismanns í Nesi og Gísla hreppstjóra á Þverá
föður séra Ásmundar á Hálsi og þeirra bræðra.
Ásmundur (f. 1717) afi Þórðar á Kjarna bjó síðast á
Nesi í Höfðahverfi en áður á Þverá í Dalsmynni og
Gautsstöðum á Svalbarðsströnd. Hann var Gíslason
hreppstjóra og sjálfseignarbónda á Gautsstöðum, Sig-
urðssonar bónda á Hallgilsstöðum í Fnjóskadal, Jóns-
sonar.
Kona Ásmundar í Nesi var Ingibjörg Þórðardóttir
bónda í Vík á Flateyjardal, Þorkelssonar prests á
Þönglabakka, Þórðarsonar. Mun þaðan runnið nafn
Þórðar á Kjarna. En móðir Ásmundar, og kona Gísla
hreppstjóra á Gautsstöðum, var Herdís Guðmundsdótt-
ir bónda á Naustum, Sölvasonar.
Guðný móðir Þórðar á Kjarna var dóttir Áma Geirs-
fóstra á Vestari-Krókum og síðar á Draflastöðum. Því
var hann Geirsfóstri kallaður, að hann hafði fóstrað
Geir biskup Vidalín til tólf ára aldurs. Árni var Bjarna-
son Indriðasonar, Flóventssonar, Semingssonar Jónsson-
ar. Ættgrein hans var kölluð Draflastaðaætt og má
rekja gegnum Jón glókoll til Lofts ríka á Möðruvöll-
um.
Móðir Árna Geirsfóstra var Þuríður dóttir séra Þor-
kels á Þönglabakka. Kemur þar saman föður- og móð-
urætt Þórðar á Kjarna.
Guðný Árnadóttir, kona Páls á Þórðarstöðum, hafði
áður verið gift Þórði Björnssyni Þorkelssonar prests
á Þönglabakka. Þau höfðu búið fyrr á Vestari-Krók-
um, en síðar á Þórðarstöðum. Hann dó miðaldra. Réðst
Páll þá til búskapar og hjúskapar með henni.
Sonur Guðnýjar af fyrra hjónabandi hét Árni. Hann
keypti jörðina Lund í Fnjóskadal þegar jarðir Hólastóls
voru seldar um aldamótin 1800, og bjó þar lengi síðan
og síðar í Böðvarsnesi. Synir hans voru séra Þorkell í
Stöð og Isak snikkari.
Systkin Þórðar á Kjarna voru Ásmundur, Guðlaug-
ur og Margrét.
Ásmundur Pálsson bjó fyrst á Gautsstöðum en síðar
í Hvammi í Höfðahverfi. Kona hans var Margrét Sig-
urðardóttir, systir Sigurðar borgara á Akureyri. Þau
áttu fjórar dætur, sem allar giftust.
Guðlaugur Pálsson átti (1802) Björgu Halldórsdótt-
ur frá Neslöndum við IMývatn. Þau bjuggu á Sörla-
stöðum og áttu sjö börn, sem til þroska komust. Meðal
þeirra var Kristján bóndi og smiður í Böðvarsnesi og
Kristbjörg, sem átti Jóhannes Friðriksson bónda á Fossi
í Vopnafirði. Þeirra sonur var Jón Baldvin, hreppstjóri
í Stakkahlíð í Loðmundarfirði.
jMargrét Pálsdóttir átti Sigurð Guðmundsson bónda
á Snæbjarnarstöðum. Börn þeirra voru Kristján, Guðni,
járnsmiður, og Jóhanna, er öll giftust og áttu börn.
Sonur Guðna var Jón bóndi á Rútsstaðakoti í Flóa,
faðir Ásgríms listmálara.
Svo sem rakið er að framan var ætt Þórðar á Kjarna
mest um Fnjóskadal og við Eyjafjörð austanvert.
Ætt Bjargar á Kjarna var eyfirzk. Hún var fædd í
Hólshúsum í Eyjafirði 1779, dóttir Halldórs bónda þar
og síðar á Hrísum og Æsustöðum, Björnssonar og Þór-
dísar Bjarnadóttur bónda á Stokkahlöðum Sæmunds-
sonar. Kona Sæmundar var Helga dóttir Bjarna á
Draflastöðum. Korna þar saman ættir Kjarnahjóna. —
En móðir Þórdísar konu Bjarna á Stokkahlöðunt var
Herdís Jónsdóttir bónda á Hólastekk.
Björn í Hólshúsum var Ivarsson, bónda í Lönguhlíð,
Björnssonar. En kona Björns í Hólshúsum var Björg
(f. 1713) Grímsdóttir bónda í Teigi, Rafnssonar, Árna-
sonar bónda í Svellatungu.
Heima er bezt 299