Heima er bezt - 01.09.1960, Page 15
hafði færzt á norðurhelming himinsins og skýhnoðrar
voru að myndast yfir fjöllunum í suðvestri. Það var
ekki álitlegt að halda lengra til djúps. En hins vegar
illt að koma heim með „öngulbrot í rassi“.
Það varð úr að við tókum örlítinn kipp til norðurs.
Og þar urðum við strax varir við sams konar fisk og
við fengum daginn áður.
Ekki höfðum við dregið nema örfáa fiska er við sá-
um að komið var rok norðan við sandinn í fjarðarbotn-
inum. Faðir minn lét þegar hafa upp færin og við
gripum til ára. Um annað var ekki að gera. Mastrið var
bæði hátt og þungt og seglið úr þykkum og þéttum
dúk, hvort tveggja gert af dönskum háseta og ætlað að
vinna vel í hægum byr, en ekki til að nota það í roki.
Brátt skall rokið á okkur og báran óx óðum. Ekkert
viðlit var að róa beint í storminn. Báturinn fór strax að
höggva illa á bárunni og stormurinn lagðist þungt á
árablöðin, er þau komu upp úr sjónum. Faðir minn lét
því vindinn koma á stjórnborðskinnung. En þá fór að
gefa illa á bátinn, því hann var borðlágur og ágjöfull.
Skelltust báruhnyklarnr oft yfir borðstokkinn og skullu
á okkur. Kom sér nú vel að Kristján var með okkur.
Elann var í skutnum og jós sjónum jafnharðan út.
Ekki höfðum við róið lengi er það óhapp henti að
tolli brotnaði. Tollarnir voru úr tré, reknir í göt á
borðstokknum og léku árarnar, sem voru skautaðar,
lausar í ræðunum á milli þeirra. Engin áhöld voru í
bátnum til þess að ná brotinu úr borðstokknum og varð
faðir minn að telgja til annan tolla og nota sökku til
ásláttar er hann rak brotið úr gatinu. Að vísu tók það
ekki langan tíma. En á meðan hrakti bátinn, því ræðar-
arnir í framræðunum héldu ekki við. Var nú róið af
alefli um stund og þokaðist ögn áfram. En þá varð
annað óhappið. Arin sem Jón á Fjöllum réri með bil-
aði um samskeytin, þoldi ekki átök hans, því hann var
mikill ræðari. Kom nú varaárin í góðar þarfir.
Rokið hélzt alltaf jafnt. En alltaf smá þokaðist þó
áfram. Báran fór smá minnkandi er nær dró landinu og
fór þá báturinn að þokast ögn betur áfram. Eftir lang-
an og harðan barning náðum við loks landi langt aust-
ur á Víkingavatnsreka, norð-austur af Víkingavatni.
Er við vorum lentir var ég strax sendur eftir spýt-
um er lágu á gíg rétt ofan við sjávarkambinn. Átti að
nota þær sem hlunna við setningu bátsins. Ekki tók það
nema 4—5 mínútur að sækja þær. En um leið og ég
kom aftur niður í fjöruna, skall aðal-stórviðrið á. Gerði
þá á augabragði svo mikla sand- og moldarhríð að okk-
ur, að í verra hef ég ekki komizt. Og stólparok um
allan fjörðinn.
Þó að við hefðum ekki verið nema örfáa faðma frá
landi, er þetta voða ofviðri skall á, mundum við áreið-
anlega ekki hafa náð landi — ekki dregið þumlung í
því afspyrnuroki. Með því líka að hin samskeytta árin
var að byrja að gefa sig er við lentum. Svo það var
reyndar mesta mildi fyrir okkur að hún entist þó þetta.
Fárviðri þetta stóð ekki lengi. Mig minnir það væru
ekki nema 2—3 klukkustundir. Þá Iygndi snögglega. En
ekki nema í svip. Því rétt á eftir gerði aftur rok af
norðvestri litlu minna en hið fyrra. Og þótt við hefð-
um verið ofan sjávar, á litlu bátskelinni okkar, einhvers
staðar norður í flóanum er norð-vestan rokið skall á,
hefði ekkert beðið okkar annað en að hrekjast undan
storminum í ófæran brimgarðinn við hina útgrunnu og
hafnlausu strönd Öxarfj arðar.
Þórður Pálsson og Björg Halldórsd.
Framhald af bls. 300. .------------ ------------—■
5. Þórdís (18/1 1807 — 3/8 1869) átti Stefán son
séra Baldvins Þorsteinssonar á Upsum. Þau voru laus
við og bjuggu víða, Svalbarði á Svalbarðsströnd, Skjald-
arvík, Kjarna, Ásláksstöðum, Akureyri og Yztabæ í
Hrísey. Dóu bæði á St. Hámundarstöðum hjá Filippíu
dóttur sinni og tengdasyni Hallgrími Hallgrímssyni.
Höfðu áður skilið samvistir.
6. Sigurbjörg (10/1 1808 — 12/1 1 1852) átti Áma
son séra Páls Árnasonar (biskups Þórarinssonar) á
Bægisá. Þau bjuggu á Bægisá fyrst en síðan á Syðra-
Holti í Svarfaðardal.
7. Ingibjörg (20/9 1810 - 2/8 1872) átti (1841)
Andrés Tómasson bónda á Syðri-Bægisá og bjó þar til
dauðadags.
8. Þorbjörg (4/1 1 1811 - 30/6 1887) átti (1841)
Stefán Gunnarsson bónda í Stakkahlíð (bróður séra
Sigurðar á Hallormsstað). Þau bjuggu þar til æviloka.
9. Björg (1/10 1813 - 31/5 1900) átti (1838) Jón
timburmann Jónsson frá Kristnesi. Þau bjuggu síðast á
Tjörn á Skagaströnd en áður á Vatnsdalshólum og
Miðhúsum í Þingi. Og þar andaðist faðir hennar sem
fyrr segir.
10. Aðalbjörg (2/11 1814 — 18/6 1861) giftist ekki,
dó hjá séra Benedikt bróður sínum á Brjánslæk.
11. Jón (2/11 1814 — 15/12 1854, tvíburi við Aðal-
björgu) lærði silfursmíði, átti Þóru Katrínu Eyjólfs-
dóttur prests Kolbeinssonar, síðast á Eyri í Skutuls-
firði.
12. Kristbjörg (6/11 1818 — 21/5 1908) átti fyrr
(1841) Metúsalem sterka Jónsson bónda í Möðrudal
(d. 15/5 1850) síðar séra Pétur Jónsson á Valþjófsstað.
13. Kristjana Guðbjörg (4/7 1820 — 12/10 1882)
átti fyrr (3/9 1842) Þorgrím Stephensen bónda á Korp-
ólfsstöðum, síðar Kristján Þórðarson bónda í Holti á
Barðaströnd.
Nú um miðja 20. öld, þegar þetta er tekið saman,
munu niðjar Kjarnahjóna vera komnir í allt að 6. lið
og núlifandi afkomendur skipta hundruðum. Þeir eru
dreifðir um land allt og margir búsettir einnig Vestan-
hafs.
Heima er bezt 303