Heima er bezt - 01.09.1960, Page 16

Heima er bezt - 01.09.1960, Page 16
HALLDOR ARMANNSSON: Huc rarinn bar ft hefur verið sagt um [)á menn, sem hafa verið fljótir í ferðum, að þeir væru „næstum eins og hugur manns“. í flestum tilfellum mun það líka hafa mikla þýðingu, að hafa sterkan áhuga fyrir því, sem þarf að komast eða framkvæma. Hugurinn er það afl, sem mest og bezt rekur á eftir að ná settu marki, og gefur byr í seglin þar sem þarf að hafa hraðann á. Það er því alveg víst, að hugurinn getur á vissan hátt lyft ferðamanninum upp á sína ósýnilegu vængi, létt honum erfiða göngu og hjálpað honum að ná til áfangastaðar. Þar sem sá áhugalausi mundi daga uppi og verða að Nátttrölli. í sambandi við framanskráðar hugleiðingar, mætti geta einnar læknisvitjunarferðar fyrir um 45 árum síð- an, sem Bóas S. Eydal, bóndi í Njarðvík við Borgar- fjörð eystri, fór af Borgarfirði að Brekku í Fljótsdal, þá á bezta skeiði 23 ára gamall. Borgarfjörður var þá ekki kominn í símasamband, og fólk líklegast varla heldur farið að dreyma urn bíla þjótandi um landið þvert og endilangt. Heldur varð að fara slíkar ferðir sem þessa annað hvort ríðandi eða þá á tveimur jafn- fljótum — eins og það var orðað á stundum — þegar menn lögðu land undir fót. Leiðin úr Borgarfirði að Brekku í Fljótsdal er eng- inn smáspölúr gangandi manni, því að hún mun vera sem næst 200 km fram og til baka. Þótti þessi ferð gott afrek á sínum tíma, og þó Bóasi segist sjálfum svo frá, að hann hafi verið hjassi að hlaupa, þá var hann áreið- anlega harðsækinn, þolinn og áhugamikill göngumað- ur. En til að kynna Bóas með fáeinum orðum — annars er hann víða þekktur — skal þetta um hann sagt. Hann á fyrir konu Önnu Jakobínu Ármannsdóttur frá Snotrunesi. Þau hafa búið allan sinn búskap, hátt á fjórða tug ára, á Borg í Njarðvík, eiga sex börn á lífi öll uppkomin, og eru þau dugnaðar- og myndarfólk. Bóas hefur byggt frá grunni öll hús á jörðinni, mynd- arlegt íbúðarhús, fénaðarhús og hlöður, — allt steypt — og á annan hátt bætt jörðina. Hann hefur víða verið fenginn að, til að taka að sér bæði íbúðar- og úthýsa- byggingar o. fl. Eftir síðari heimsstyrjöldina ferðaðist hann mikið um Austur- og Norðurland og gjörði þá á ellefu árum óvirk 216 tundurdufl og 21 sprengju af ýmsum gerðum. Á yngri árum var hann í siglingum nokkur ár. í fimm ár á ensku langferðaskipi s/s Knock- fernia, 10.400 smálesta, og tvö síðustu árin þriðji stýri- maður á því. Skip þetta sigldi aðallega á milli Indlands, Kína, Ástralíu og Ameríku. Flestar voru þessar ferðir til Alexandríu á Egyptalandi, en þangað sigldi skipið í tvö ár samfleytt með vörur frá Ameríku. Frá þeim árum þegar Bóas var stýrimaður á áður nefndu skipi, er sú mynd af honum, sem fylgir umsögn þessari. En nú læt ég Bóas sálfan segja frá, og er saga hans á þessa leið: „Ég hef nú alveg gleymt hvaða mánaðardag ég lagði upp í þessa ferð, nema það var fyrri hluta nóvember- mánaðar 1914. Ég átti þá heima í Njarðvík, á býli sunn- an við ána, sem Krókbakki hét, hjá foreldrum mínum Sigurði bónda Jakobssyni og konu hans Elínbjörgu Arnbjörnsdóttur. Þau eiga nú fyrir mörgum árum gró- in leiði og býlið Króksbakki fyrir löngu jafnað við jörð. Daginn þann sama og ég lagði af stað í ferðina, um kvöldið, fór ég suður í Bakkagerðisþorp. En þangað mun vera um 10 km leið frá Njarðvík. Á leiðinni heim Bóas S. Eydal. Myndin tekin í Liverpool, Englandi, 1919. 304 Heima er bezt

x

Heima er bezt

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Heima er bezt
https://timarit.is/publication/380

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.