Heima er bezt - 01.09.1960, Page 25

Heima er bezt - 01.09.1960, Page 25
Vertu’ ekki að horfa svona alltaf á mig, ef þú meinar ekki neitt með því. Ef lagleg mey mig lítur á, ég litið get ekki‘ upp og roðna alveg nið‘r í tá. Og ef ég verð í einni skotinn, ég aldrei þori að segja nokkurt orð. En leynda ósk ég ætla að segja þér að þú viljir reyna að kenna mér. Því ertu að horfa svona alltaf á mig, ef þú meinar ekki neitt með því. Lengi hefur það dregizt hjá mér að birta hér ljóðið Saga farmannsins, sem Óðinn Valdimarsson syngur. Höfundur ljóðsins er hinn góðkunni ljóðasmiður, Jón Sigurðsson. Ég er á förum til fjarlægra landa að finna mér meyjar og gull. Utþráin seyðir mig út yfir höfin, ekkert mig bindur og pyngjan er full. Veit ég að bíður mín gæfa og gengi glaður nú kveð ég og held svo af stað. Farlægðin heillar og huga minn bindur hvað sem ég reyni ég óttast ei það. Skipið er ferðbúið, fljótt nú af stað förum við út yfir sjá. Sjórinn er sléttur og ég er svo léttur, ég einn gæti svifið um heiðloftin blá því ég má fara um heiminn til fjarlægra landa finna þar ástir og meyjar og gull. Utþráin seyðir mig út yfir höfin, ekkert mig bindur og pyngjan er full. Sit ég á ströndu hjá suðrænni meyju svört eru augun sem heimskautanótt. Pálmarnir vagga í vornæturblænum, víst er að hjarta mitt slær ekki rótt. Seinna í vestri ég gref eftir gulli get orðið ríkur ef heppnin er með, en ef það bregzt er ég alls ekki hryggur, ég þaðan renni og margt getur skeð. Ef til vill skrepp ég svo austur til Kína, allt er mér fært, ef ég reyna það vil. Ef eitthvað mistekst, ég óðar er þotinn, eftir ég sorgir á leið minni skil. Svo þegar hárin á höfðinu grána held ég til norðurs á leið yfir sæ, þangað sem löngum í lautu í túni lék ég mér drengur á svolitlum bæ. Skipið er ferðbúið, fljótt nú af stað, förum við heim yfir sæ. Sjórinn er sléttur og ég er svo léttur, ég einn gæti svifið um heiðloftin blá því ég má finna það aftur sem áður ég átti eiga þar hvíld þegar hár verða grá. Sitja í lautu í laufgrænu túni, láta mig dreyma um það er ég sá. Enn verður margt af umbeðnum Ijóðum að bíða birtingar. Stefán Jónsson. Bréfaskipti Anna Gréta Arngrimsdóttir, Sandá, Svarfaðardal, Eyja- fjarðarsýslu, óskar eftir bréfaskiptum við pilta á aldrinum 16-30 ára. Þormóður Einarsson, Geithellum, Álftafirði pr. Djúpavogi, S.-Múl., óskar eftir að komast í bréfasamband við stúlkur á aldrinum 20—25 ára. Óska að mynd fylgi. Guðmunda Pétursdóttir, Geithellum, Alftafirði, pr. Djúpa- vogi, S.-Múl., óskar eftir að komast í bréfasamband við pilta eða stúlkur á aldrinum 16—20 ára. Óska að mynd fylgi. Guðrún Rósa Lárusdóttir, Þverá, Svarfaðardal, Eyjafjarðar- sýslu, óskar eftir bréfaskiptum við pilt eða stúlku á aldrinum 10—12 ára. Mynd fylgi. Elín Guðmundsdóttir, Bæ, Súgandafirði, óskar eftir að komast í bréfasamband við pilt og stúlku á aldrinum 13—15 ára. Þorbjörg H. Grimsdóttir, Brúsastöðum, Þingvallasveit, Ár- nessýslu, óskar að komast í bréfasamband við pilt eða stúlku á aldrinum 13—16 ára. Mynd fylgi. Hildigunnur Jóhannsdóttir, Geitafelli, Vatnsnesi, V.-Hún., óskar eftir bréfaskiptum við stúlku á aldrinum 19—20 ára. Mynd fylgi. Sólveig Arnadóttir, Gnýstöðum, Vatnsnesi, V.-Hún., óskar eftir bréfaskiptum við pilt eða stúlku á aldrinum 13—14 ára. Mynd fylgi.

x

Heima er bezt

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Heima er bezt
https://timarit.is/publication/380

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.