Heima er bezt - 01.09.1960, Qupperneq 27
— Ég get ekki lýst þeirri gleði, sem þá bjó í hjarta
mínu. Mér fannst Gunnar minn vera orðinn svo líkur
því, þegar hann var góður og saklaus drengur heima
hjá mér forðum. En svo var hann kallaður á sjóinn
aftur. Hann kvaddi mig aldrei eins innilega, og þegar
hann fór í það skiptið. — Ég verð hjá þér um jólin,
mamma mín, sagði hann síðast að skilnaði. Og svo fór
hann.
— Ég fór nú að undirbúa jólahátíðina, eins og ég
hafði bezt tök á. í þetta sinn átti ég mikla gleði í vænd-
um samfara mínum barnslega jólafögnuði, að hafa
drenginn minn hjá mér á hátíð ljósanna. Ég keypti
smá jólagjöf handa Gunnari mínum, sem hann átti að
fá á jólakvöldið, eins og þegar hann var lítill drengur.
— En svo var það daginn fyrir Þorláksmessu, að
barið var að dyrum hjá mér. — Skyldi Gunnar minn
vera kominn heim, flaug mér fyrst í hug, og ég hrað-
aði mér til dyranna. En það var ekki Gunnar minn,
sem stóð fyrir utan dyrnar, heldur ókunnugur maður,
sem ég hafði aldrei séð áður. Hann heilsaði mér með
hlýju handabandi og kynnti sig og sagðist vera sóknar-
prestur minn. En hann þurfti ekki að segja mér meira.
Það var eins og ég vissi þegar erindi hans.
— Hefur eitthvað komið fyrir? spurði ég.
— Já, svaraði hann með hægð.
— Er Gunnar minn dáinn?
— Já, — hann féll út af togaranum og náðist ekki
aftur.
— Blessaður presturinn ætlaði að segja eitthvað
meira við mig, en ég beið ekki eftir því, þakkaði hon-
um fyrir komuna og hvarf síðan aftur inn í bæinn
minn. — Það urðu dapurleg jól hjá mér að því sinni,
en ég vissi að Guð hafði tekið Gunnar minn heim í
sitt eilífa jólaljós, og þar átti ég hann, og í þeirri trúar-
vissu varð sorg mín að svalandi uppsprettulind. Ég bað
fyrir drengnum mínum í helgi jólanna, og vissi að
bænir mínar voru heyrðar. Nú á ég engan ástvin eftir
hjá mér í þessum heimi, sem ég get náð til. Og þetta
er aðalþráður lífssögu minnar. — Signý þagnar. Frá-
sögn hennar er lokið.
Frú Eygló hefur hlustað í djúpri samúð á frásögn
gömlu konunnar, og hún hefur þegar ákveðið, á hvern
hátt hún ætlar að sýna henni samúð sína í verki. En
áður en hún ræðir það mál við Signýju, þarf hún að
tala við mann sinn. Hún ætlar því ekki að tefja lengur
hjá gömlu konunni að þessu sinni, heldur koma mjög
bráðlega til hennar aftur.
Frú Eygló heldur enn um hönd Signýjar og þrýstir
hana innilega. Hún rýfur nú þögnina og segir:
— Ég þakka þér það traust, sem þú hefur sýnt mér,
Signý mín. Lífssaga þín hefur snert mig djúpt, og mig
langar til að sýna þér það í verki. Má ég koma til þín
bráðlega aftur?
— Máttu koma? Já, víst ertu velkomin, hvenær sem
er.
— Ég þakka þér fyrir það. En ég ætla þá ekki að
tefja lengur að þessu sinni.
— Þú drekkur hjá mér kaffi, það er sjálfsagt farið að
sjóða á katlinum frammi.
— Þá vil ég helzt drekka kaffið í eldhúsinu hjá þér,
um leið og ég fer, má ég það ekki?
— Jú, góða mín, fyrst þú ert svo lítillát.
Þær rísa báðar á fætur, og frú Eygló fylgist með
Signýju fram í eldhús. Þar sýður á katli yfir lítilli elda-
vél. Gamla konan býður gestinum sæti við eldhúsborð-
ið, og frú Eygló sezt. Síðan lagar Signý kaffi í flýti
og tekur fram bolla og sykurkar, sem hún ber á borð
fyrir gestinn.
— Ætlar þú ekki að drekka mér til samlætis, Signý
mín? spyr frú Eygló glaðlega.
Gamla konan brosir. — Ég á ekki til nema einn bolla,
en ég fæ mér kaffisopa á eftir. Hún hellir í bollann
handa gesti sínum, og frú Eygló drekkur kaffið með
beztu lyst. Svo rís hún á fætur og þakkar gömlu kon-
unni fyrir góðgerðirnar. Nú ætlar hún ekki að tefja
lengur.
Signý fylgir gesti sínum út á hlað, og þar kveður frú
Eygló gömlu konuna með handabandi og hlýjum kossi
á vanga. Síðan hraðar frú Eygló sér á brott, en gamla
konan stendur kyrr á hlaðinu um stund og horfir á
eftir henni klökk af gleði.
Það hefur áreiðanlega ekki verið nein tilviljun, að
þessi ókunnuga kona skyldi koma svo óvænt til henn-
ar. Guð hefur vissulega stýrt göngu hennar heim að
litla bænum. Og gamla konan hlakkar innilega til þess
að sjá þessa góðu, ókunnu konu aftur.
Séra Ástmar situr einn í skrifstofu sinni og vinnur
að embættisstörfum sínum. Honum er farið að þykja
fjarvera konu sinnar óvenju löng, en hann veit að hún
fór í heimsókn til vinkonu sinnar, og að slík ferðalög
taka oft langan tíma. Hann hagræðir sér í stólnum og
keppist við áríðandi skýrslugerð.
Brátt opnast skrifstofudyrnar að baki séra Ástmars,
og kona hans kemur inn í stofuna, rjóð af göngu og
broshýr á svip, með hárið döggvott af vorregni. Frú
Eygló gengur að hlið manns síns, nemur þar staðar og
leggur arminn um herðar hans.
— Sæll vinur minn, segir hún blíðlega. — Fyrirgefðu,
er ég að gera þér ónæði?
Séra Ástmar ýtir þegar frá sér verkefni sínu og snýr
sér að konu sinni.
— Sæl, elskan mín. Nei, þú gerir mér ekkert ónæði.
Ég hef semsagt alveg loldð við skýrslugerðina. Það var
gott að sjá þig aftur.
Frú Eygló brosir. — Var þér farin að leiðast einveran?
— Já, sannarlega. Hann brosir líka. — Svona er ég
nú eigingjarn, vil helzt alltaf hafa þig hjá mér.
— Það er mér einkar kær eigingirni, vinur minn. En
það var sérstök ástæða fyrir því, að ég var svona lengi
að heiman í dag, og ég þarf helzt að segja þér hana
strax, ef þú mátt vera að því að hlusta á mig.
Heima er bezt 315