Heima er bezt - 01.04.1964, Síða 5
Stórholt.
Theódór, Benna, Ella, Prill og Guðbjörg (19S>6).
rúmlega áttræðan spöl, kíkja vfir lífs- og starfssvið í
fljótheitum. Auðvitað verður hér ekki um tæmandi
yfirsýn að ræða, til þess skortir mig rithæfni, og til
þess er heldur ekki rúm á þessum vettvangi. En lífs-
starf unglingsins, er ólst upp í örlitlu smáþorpi við
Hrútafjörðinn við afgreiðslu- og verzlunarstörf, en
varð síðan einn atorkusamasti bóndi í Dölum vestur,
auk yfirgripsmikilla félagsstarfa í sveit og héraði, er vel
þess virði að eyða með honum lítilli stund til þenkinga
os; náms.
Guðmundur Theódórs er fæddur að Borðeyrarbæ
við Hrútafjörð 11. desember 1880. Foreldrar hans voru
hjónin Theódór Olafsson, verzlunarstjóri á Borðeyri,
Pálssonar, dómkirkjuprests í Reykjavík (en kona Olafs
var Guðrún Olafsdóttir, dómsmálaritara í Viðey, Step-
hensen), og kona hans, Arndís Guðmundsdóttir, pró-
fasts að Melstað, Vigfússonar. Ættir Guðmundar eru
merkar og landskunnar og því ekki raktar hér nánar.
Þegar snáðinn var á fyrsta árinu, vorið 1881, fluttust
foreldrar hans til Borðeyrarkauptúns, en þar hafði faðir
hans tekið við verzlunar- og bókhaldsstörfum hjá Clau-
sens-verzlun. Tíu árum síðar varð hann (Theódór)
verzlunarstjóri hjá R. P. Riis, er um langt árabil hafði
aðalverzlun þar á Borðeyri.
Heimili Arndísar og Theódórs var annálað á margan
hátt og átti meiri og almennari vinsældum að fagna en
aimennt gerðist á þeim árum meðal hinna svokölluðu
„betri“ heimila. Þar var gestrisni óvenju ríkuleg, og var
þó ekki við smátt að jafna í viðkomandi byggðarlög-
um. Yfir heimilislífinu var bjart og létt, gamanyrði og
glettni gáfu andrúmsloftinu ferskan blæ, og söngurinn
réði þar ríkjum. Bæði foreldrar og börn voru söngvin
og söngelsk og oft var tekið lagið, hvort sem gestir
voru komnir eða ekki. Á þennan hátt sérstaldega skar
heimilið sig úr, því lítt fór fyrir söng og hljóðfæraslætti
um þessar sveitir, fyrir um það bil 60 til 70 árum.
Þessi heimilisblær, ásamt festu, traustleika og strang-
ieika „gamla og góða tímans" mótuðu skapgerðina jöfn-
um höndum til gleði og alvöru, skópu uppeldisáhrif er
entust langa ævi. (Mér er vel kunnugt um heimilið frá
þessum árum, því móðir mín, sem var Hrútfirðingur
að ætt og uppeldi, var hjá þeim hjónum Arndísi og
Theódóri um nokkurra ára bil, um og eftir tvítugsald-
urinn. Minningar frá þeirn árum rifjaði hún oft upp.
Það var hennar bezti, og raunar eini, skóli, og þar drakk
hún í sig lífsviðhorf, sem treindist henni alla leið.)
(Enn má þess geta, að öðru hvoru, fyrir 20 til 35 ár-
um, var sá er þetta ritar heimagangur á Blönduósi hjá
svstkinum Guðmundar, en þau voru Pétur, kaupfélags-
stjóri, Lára og Finnbogi, verzlunarmaður, er þá voru
öll búsett á Blönduósi. Heimilið var mér eins og for-
eldrahús, og þegar búið var að stjana við mig, líkt og
eins konar týndan son, settist Lára við orgelið, en Finn-
bogi hóf upp sína voldugu rödd. Hefði hann átt þess
kost, að komast í snertingu við hinn stóra heim og num-
ið söng á þeim vettvángi, myndi hafa komið í ljós hetju-
tenór á heimsmælikvarða. í þess stað fékk ég, — og
vitaskuld margir aðrir, að njóta söngsins unaðsmála með
honum hér heima á gamia Fróni.)
Ekki var um fjölbreytt félagslíf að ræða þar í Hrúta-
firðinum um þessar mundir, frekar en annars staðar í
sveitum landsins. Þó voru blessaðir klárarnir, og skóp
Guðmundur Theódórs að störfum ásamt tveim þörfustu þjón-
unum.
Heima er bezt 137