Heima er bezt - 01.04.1964, Qupperneq 6

Heima er bezt - 01.04.1964, Qupperneq 6
Tilhugalif. Páll og Guðbjörg. það á margan hátt drjúgar skemmtistundir alla leið inn í yngstu raðir fólksins, enda var Guðmundur ekki hár í lofti, er hann lærði að sitja hest. Gaman var líka að bregða sér út á fjörðinn á góðviðrisdögum. Stundum var byssan meðferðis og ekki ónýtt að koma að landi með vænan sel, eða aðra veiði. Þar lét Guðmundur sig ekki vanta, ef kostur var, enda kunni hann vel að fara með byssu strax ungur að aldri. Eftir að Riis hóf verzlun á Borðeyri, tóku þau hjón upp þann sið, að halda eina skemmtisamkomu á ári. Var þá dansað á pakkhúsloftunum, því ekki var þá um sam- komuhús að ræða. Þá var glatt á hjalla, enda ekki að undra, er þvílíkt tækifæri gafst ungu og lífsglöðu fólki — einu sinni á ári! Já, ýmislegt var öðruvísi þá en nú. Við þennan arinn ólst Guðmundur Theódórs upp. Ekki var dekri fyrir að fara hvað vinnuna snerti, því 10 ára gamall byrjaði hann snúningastörf o. fl. við Clau- sens-verzlun, er smám saman breyttist í fullkomin verzl- unarstörf með árum og æfingu. Frátök frá starfinu voru fá, utan hluti úr vetri fermingarárið, en þá var jafnan tekinn heimiliskennari til undirbúnings fermingarinn- ar. Þetta var allt hið bóklega skólabekkjarnám, sem unnt er að skrá í sambandi við Guðmund. Þó hlýtur þeim að renna í grun, er þekktu hann eftir að lífsstörf fullorðinsáranna tóku við, að ýmislegt hafi maðurinn numið, svona utan skólabekkjanna. Að öðrum kosti hefði honum ekki verið mögulegt að sýna sig á þann hátt, er reynslan skar úr um. Elann gat gengið inn í hvaða starf sem var, eftir því sem umhverfið krafði hverju sinni, hann var mjög reikningsfær, og ekki síðri mörgum langskólagengnum á því sviði, og hann skrif- aði rithönd svo fagra að af bar, a. m. k. hér í Dölum. Nú er hann orðinn skjálfhentur nokkuð, en blærinn er óbreyttur. Pínulitla þorpið á Borðeyri og þeir, er hann ólst þar upp með, hafa því reynzt drjúgur skóli, þótt nóg væri að gera og fátt um frístundir. Skynjun manns- ins að starfi, skóli lífsins, uppskera reynslunnar, hin líf- ræna snerting við það sem er, ásamt yfirsýn, ályktunar- gáfu, víðsýni og framsýni geta á stundum veitt mennt- un, er drýgri virðist á ferli lífsins en ítroðsla náms- greina, sem fjarskyldar eru vettvangi raunveruleikans (sem nú eru nokkuð tíðkaðar) og geta jafnframt þrosk- að menningu, er hin svokallaða menntun mætti vera stolt af. Það er af þessum skóla, sem Guðmundur Theó- dórs hefur útskrifazt með láði. Þótt oft væru annir miklar á vmsum árstímum osr mikið um að vera, t. d. í sláturtíð að hausti, skar þó vorkauptíðin úr. Þá var nóg að gera, enda var verzlun- arsvæðið stórt: Strandasýsla öll sunnan Steingrímsfjarð- ar, meginhluti Dalasýslu, Húnavatnssýsla vestan Gljúf- urár og uppsveitir Borgarfjarðar að nokkrum hluta. Þeir voru árrisulir karlarnir á þeim árum, — senni- lega mætti fremur segja, að þeir væru kvöld- og nætur- góðir, því upp á ullarlestina hafa þeir margir látið að kvöldi dags, en notað nóttina til langrar lestaferðar, enda komnir í kaupstaðinn fyrir-venjulegan fótaferða- tíma, er þá þekktist ekki nema mjög árla morguns. Og þegar þeir líta út, starfsmennirnir við Clausens- eða Riis-verzlun á Borðeyri, árla morguns í kauptíð- inni, gefur á að líta, — allt fullt af hestum, mönnum og óteljandi ullarklyfjum. Mjög oft var það svo, að þá þegar voru fleiri komnir en svo, að dagurinn entist til að afgreiða þá alla, þrátt fyrir langan og strangan vinnu- dag. Þá voru víst engin föst lög um opnunar- og lok- Þrjú ehtu börn Páls og Guðbjargar: Elinborg, Guðmundur og Benedikta. 138 Heima er bezt

x

Heima er bezt

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heima er bezt
https://timarit.is/publication/380

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.