Heima er bezt - 01.04.1964, Page 7
unartíma sölubúða, vinnubrögð með nokkuð öðrum
hætti en nú er og „aktaskrift“ í vinnu óþekkt fyrir-
brigði.
Þetta var skemmtilegur árstími þeim Borðeyringum,
þrátt fyrir önn og strit, ekki sízt fyrir fjöruga og glað-
sinna æskumenn, er höfðu augu og eyru opin fyrir þeim
áhrifum, sem óumflýjanlega hlutu að fylgja þessari
innrás, þótt vopn væru engin á lofti.
Þarna komu stórbændur með 10 til 12 hesta undir
ullarklyfjum og aðrir smærri, allt niður í smælingja með
1 eða 2 hesta, þarna voru vinnumenn með hárið af sín-
um skjátum og þarna voru stráklingar með upptíning-
inn sinn, — fyrir hann mátti þó alltaf fá laglegan sjálf-
skeiðung, eitthvað gott úr búðinni, kannski rósóttan
klút fyrir mömmu eða litlu systur. Og loks voru hér
oft ýmsir kúnstugir karlar, skrítnir í orðum og hátt-
um, er skópu sérstök áhrif, framkölluðu sérstæðan lit-
blæ á þennan annaríka árstíma, þegar allt var á ferð og
flugi. Ekki má heidur gleyma kvenþjóðinni: virðuleg-
um maddömum, ráðsettum bændakonum, ungum konu-
efnum, sem voru kannski að reyna að reita eitthvað
saman í upphaf að væntanlegri búslóð, og síðast en ekki
sízt ungum heimasætum, misjafnlega laglegum að vísu,
en þó ungar og ferskar og hæfilega feimnar, með for-
vitin augu og spurul, er sögðu minna en þau varðveittu,
— hin leyndu, en þó sýnilegu vopn ungrar konu.
Já, mikið var að gera, í mörgu að snúast, enda kom
margt af þessu fólki aðeins í kaupstaðinn einu sinni á
ári, þar á meðal meiri hluti kvenfólks og unglinga. Og
framsýnar þurftu blessaðar húsmæðurnar að vera, ef
ekkert átti að gleymast, er nota þurfti kannski heilt ár
fram í tímann. Aður en sá hæfileiki fékk tækifæri að
sýna sig, þurfti kaupmaðurinn að vera búinn að beita
honum. Búhyggja í innkaupum hans var sú stoð, er allt
valt á nú.
Og bændurnir komu með kútholurnar sínar. Sumir
þurftu raunar stærri ílát, enda var brennivínið talið
sjálfsagður hlutur í kauptíðinni. Þarna fengust vmsar
víntegundir, en mest var keypt af brennivíninu. Þriggja
pela flaskan kostaði þá 68 aura, potturinn 90 aura. Og
auðvitað var hægt að fá eitt og eitt staup, svona til
hressingar í dagsins önn. Margir voru góðglaðir, en al-
mennt fyllirí ekki algengt, og heimamenn, þ. e. Hrút-
firðingar sjálfir, sáust sjaldan ölvaðir að ráði þar á Tang-
anum, en svo var Borðeyri jafnan nefnd í daglegu tali,
og er raunar enn af sumum.
Sem dæmi um það, er hér hefur verið nefnt í sam-
bandi við fjölda aðkomumanna, má geta þess, að þeir
bræður, Theódórssynir, ætluðu eitt sinn að telja að-
komuhestana. Ekki gekk það vel. Þeir tólcu þá þann
kostinn að telja gráu klárana í hópnum og reyndust
þeir vera 140 talsins. Þarna hafa því verið samankomnir
nokkuð mörg hundruð hesta, jafnvel þótt svo kunni að
hafa hitst á, að Dalamenn hafi verið í meiri hluta þann
daginn. í Dölum voru nefnilega þrír—fjórir stórbænd-
ur, er létu þá sérvizku eftir sér, að eiga alla sína hesta
gráa eða hvíta að lit, — töldu það búhyggju, ef finna
Guðmundur Thendórs.
þurfti gripina í myrkri. Auðkenndir voru þeir líka, þar
sem þeir voru séðir á ferð, og myndarbragurinn auð-
sær.
Þannig er þá mjög lausleg mynd þess starfslega ak-
urs, sem Guðmundur er sprottinn upp af. Vafalaust lá
það opið fyrir honurn að helga sig verzlunarstörfum
ævilangt. Hvað sem því líður, eftir 14 ára starf á Borð-
evri brevtti hann sér í bónda og var þá á tuttugasta og
J J O I o o
fjórða árinu.
Börnin í Stórholti: Jón Brands og Páll litli Theódórs.
Heima er bezt 139