Heima er bezt - 01.04.1964, Page 9

Heima er bezt - 01.04.1964, Page 9
Guðbjörg Jónsdóltir Theódórs, húsfrú, Stórholti. Mörgum mun hafa |)ótt skemmtilegt að koma að Stórholti á þessum árum, ekki sízt á vorin, er ræktunar- störfin stóðu sem hæst. Mun Guðmundur á alllöngu árabili hafa staðið frarnar öllum bændum í Dölum í ræktunarmálum, en áhrif frá áhuga hans og afköstum hlutu, beint eða óbeint, að beinast til annarra bænda héraðsins. Guðmundur átti jafnan mikið af hestum, eftir að hann var búinn að koma sér á laggirnar í Stórholti, góða brúkunarhesta, vel tamda reiðhesta og a. m. k. ekki færri en fjóra úrvals plóghesta, er hann hafði til skiptanna við plæginguna. Ahugi hans viðurkenndi aldrei slór við jarðræktarstörfin. Hann var hestamaður og hestavin- ur, sem hlýtur að fylgjast að, enda reiðmaður ágætur, og hóf snemma (17—18 ára) tamningu góðhesta. Fyrsta hestinn tamdi hann er hann var innan við fermingu. Theódór Johnson, fyrrum bryti á Gullfossi — og Hrútfirðingur að ætt, — er var um nokkur ár bóndi að Hjarðarholti í Dölum, var stórhuga í ræktunarmálum. (Theódór var fóstbróðir Guðm. og náinn vinur.) Hann keypti fyrsta traktorinn hingað í Dali. Auðvitað kveikti þetta á svipstundu í Stórholtsbóndanum og árið eftir keyptu þeir í Saurbænum einnig traktor, en það þýddi sem kunnugt er gjörbyltingu í túnræktinni. — Vélin reyndist prýðilega og fyrir hennar störf breyttist mik- Pdll Theódórs, bóndi og hrepþstjóri, Stórholti. ið af óræktarmónum í töðuvöll, bæði í Stórholti og annars staðar í sveitinni. Enn er þessi traktor við lýði einhvers staðar í Borgarfirðinum, og heldur áfram að búa í haginn fyrir framtíðina, eða létta störfin á einn eða annan hátt. Gamla kargatúnið í Stórholti mun hafa verið milli 10 og 15 dagsláttur að stærð. Nú mun það vera um eða yfir 60 dagsláttur, en talsverðan hluta þess hefur Páll, sonur Guðmundar, ræktað. Markalína milli þeirra feðga liggur hér ekki fyrir. Maður skyldi nú ætla, að verkefni bónda, er svo miklu fær afkastað, væri nægilegt dagsverk og ekki um rúman tíma að ræða til aukastarfa. En svo virðist, að einstöku menn hafi tíma til alls. Skulu nú nefnd nokk- ur hin helztu störf, er Guðmundur hefur innt af hönd- um fyrir sveit sína og hérað: Hann var hreppstjóri Saurbæjarhrepps í 33 ár, frá 1927 til 1960, eða til áttræðisaldurs. I hreppsnefnd var hann um langt árabil, og einnig í fasteignamatsnefnd. Hann var mörg ár í stjórn búnaðarfélags Saurbæinga og fóðurbirgðafélags sömu sveitar og eftirlitsmaður fóðurbirgða í sveitinni um 20 ára skeið. Hann var í stjórn kaupfélags Saurbæinga í fjölda ára, ýmist sem formaður eða meðstjórnandi, og starfs- Heima er bezt 141

x

Heima er bezt

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Heima er bezt
https://timarit.is/publication/380

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.