Heima er bezt - 01.04.1964, Page 10
maður þess við vöruafgreiðslu um 40 ára skeið. (Kaup-
félagið hafði þá verzlun sína að Salthólmavík, í þröng-
um og óhægum húsakynnum. Sölubúð var þá oftast
opin aðeins einu sinni í viku, og jafnan nóg að gera
daginn þann. Sá er þetta ritar kom þá einn góðan veð-
urdag í búðina og hafði ekki kornið þar áður. Búðar-
kytran var auðvitað full af fólki, en Guðmundur einn
við afgreiðsluna. Þá sá ég það, er ég hafði ekki séð áð-
ur: Guðmundur afgreiddi sem sé hóp manna í einu, og
hafði margar nótubækur opnar til innfærslu. Sýnilega
kunni maðurinn enn sín æskustörf til fullnustu. Það var
einmitt þá, sem ég var greinilegast minntur á hina
gömlu, vígfimu kappa í fyrnsku, er sýndu mörg vopn-
in á lofti í einu. Hér voru það bara hröð og örugg
handtök og lítið ritblý, er uslann gerðu. Ég hefi aldrei
séð svo hraða afgreiðslu, það sem mín kynni ná. Sá er
næst hefur komizt, var Hendrik á Borðeyri, bróðir
Guðmundar.
Sýslunefndarmaður fyrir sveit sína var Guðmundur
yfir 40 ár og endurskoðandi sparisjóðs Dalasýslu rúm-
lega síðasta aldarfjórðunginn — og er það enn.
Guðmundur hafði yndi af ferðalögum um sveitir
landsins og þá auðvitað og aðeins á góðhestum. Því var
það, að hann gaf sér tíma til þess, mitt í önnum vors
eða sumars, að vera fylgdarmaður biskups, er þá var
dr. Jón Helgason. Ferðaðist hann með biskupi um Dala-
sýslu alla, Mýra- og Borgarfjarðarsýslur, Strandasýslu,
Húnavatnssýslur báðar, allt norður í Skagafjörð. Tók
þetta hluta úr sumri í nokkur ár og skildi eftir góðar
minningar um skemmtilegar ferðir og samferðamenn,
um leið og það veitti fjölþætt kynni af bændum og
búaliði í þessum byggðarlögum og yfirsýn og fræðslu
um búnaðarháttu og önnur áhugamál.
Elinborg Pálsdóttir, fyrri kona Guðmundar, var ágæt-
iskona og fyrirmyndar húsmóðir, fríð kona sýnum og
á yfirbragð, og hafði óvenju fágaða og prúða fram-
göngu, enda sórndu þau sér vel saman hjónin. Þau voru
heilstevptir fulltrúar sinnar stéttar, hvort í sínu lagi —
og einnig sameiginlega, bóndi og húsfreyja er byggðu
upp höfuðból frá grunni. Og gott var unglingi að gista
að þeirra, það þekkir sá bezt, er þetta ritar, enda mun
það og einmæli allra þeirra, er þar nutu gistivináttu. En
strangur reyndist þeim skóli lífsins, þrátt fyrir trausta
atorku, trúnað í störfum, óbrotgjarnan kjark og ást-
ríka sambúð.
Hvíti dauðinn var stórhöggur á þeim árum. Barátt-
an gegn honum var nýlega hafin fyrir alvöru, en ár-
angurinn sorglega hægfara. Þau lvf, er stærsta hafa sigr-
ana unnið í þeirri baráttu, voru þá ókunn í heimi hér.
Af níu börnum þeirra hjóna urðu sex að lúta þessum
ógnvaldi. Og í nóvember 1929, eftir 26 ára hjónaband,
féll Elinborg einnig í valinn. Hún hafði lokið dagsverki
er var stærra en stórt á venjulegan, mannlegan mæli-
kvarða.
Síðari kona Guðmundar var Guðborg Ingimundar-
dóttir frá Staðarhóli, Jónssonar, er einnig var nierk
kona, en hún lézt eftir skamma sambúð þeirra hjóna.
Skuggarnir voru oft dimmir. Ef til vill hefðu sumir
lagt árar í bát. Guðmundur Theódórs er mjög tilfinn-
ingaríkur maður, vinheill og vinfastur. Því strangara
var að standa í raunum sem þessum. Heilsteypt skap-
gerð, þanþol, sem svignar, án þess að brotna, lífstrú, er
ekki verður slökkt, og starf, ef til vill fyrst og fremst
starf, framlag í þjónustu lífsins og gróandans, máðu
skuggana, rufu skýin. Þess vegna sá Guðmundur löng-
um til sólar — og sér enn, sem betur fer. — Gull pró-
fast í eldi. — Deigla lífsins villir aldrei á sér heimildir,
— gullið skírist.
Börn þeirra Guðmundar og Elinborgar, sem lifa, eru:
Ingibjörg, hefur verið vanheil að miklu leyti allt frá
bernsku; Páll, bóndi og hreppstjóri í Stórholti; Arndís,
húsfreyja í Litla-Holti. Systursonur Guðmundar, er
einnig heitir Guðmundur, ólst einnig að öllu leyti upp
hjá þeim hjónum. Foreldrar hans voru Ágúst Blöndal
og Olafía Theódórs.
Guðmundur flutti að Stórholti sem leiguliði. En 2—3
árum eftir að hann hóf þar búskap, keypti hann jörð-
ina. Síðar keypti hann svo einnig Litla-Holt, en það
liggur fast að Stórholti, svo að túnið á báðum jörðun-
um er innan sömu girðingar. Þegar svo fóstursonur
hans, Guðmundur Blöndal, kvæntist og hóf búskap,
byggði fóstri hans honum Litla-Holtið, og þar bjó hann
í 17 ár. Hann er nú fulltrúi á Skattstofu Akureyrar.
Kona Guðmundar er Anna Olafsdóttir frá Ytra-Faara-
dal, Indriðasonar og konu hans, Guðrúnar Lýðsdóttur.
Börn þeirra eru: Guðborg, Friðrik Theódór og Ólafía
Guðrún, öll uppkomin og búsett á Akureyri.
Síðan árið 1952 hefur Arndís dóttir Guðmundar ver-
ið húsfreyja í Litla-Holti. Hún er gift Guðmundi M.
Guðmundssyni, Guðbjörnssonar frá Suðureyri við Súg-
andafjörð, og konu hans, Maríu Jóhannesdóttur. Börn
þeirra eru: Hólmfríður Inga og Guðmar Finnur, en
eldri sonur Arndísar er Guðmundur Borgar Skarphéð-
insson. Litla-Holtið er nú eignarjörð þeirra hjóna. Þau
búa þar farsælu búi, og afi í Stórholti þarf ekki að fara
nema mjög skamman stekkjarveg til að heilsa upp á
dótturbörnin. Mér virtist að bæði híbýli og heimafólk
Ijóma við Guðmundi, þegar ég leit þar snöggvast inn á
síðastliðnu vori, ásamt honum.
Fyrir urn það bil 20 árum hætti Guðmundur búskap
í Stórholti, en Páll sonur hans tók við. Að sjálfsögðu
dvaldi hann þar áfram og dvelur enn, og lagði hönd á
plóg eftir þeim kringumstæðum er kölluðu að hverju
sinni eða þrek leyfði. Og ekki hefur landnámsmaðtir-
inn þurft að hafa áhyggjur af því, að ekki væri haldið
í horfinu, að kyrrstaða tæki við, þótt stjómvölurinn
væri lagður í hönd sonarins, að áhugaleysi eða hörfun
gægðust um gættir, þar sem áður stóð vökumaður á
verði. Nei, ung og hraust hönd tók við af hinni lúðu
og þreyttu. Heilshugar hefur Páll framhaldið starfi
bóndans í ræktun, bættum húsakosti og afurðaaukningu.
Um árangur verður ekki efað, því sennilega er nú í
Stórholti stærsta bú í Dölum og afurðamesta. Starf
Framhald á bls. 144.
142 Heima er bezt