Heima er bezt - 01.04.1964, Síða 11

Heima er bezt - 01.04.1964, Síða 11
GÍSLI HELGASON, SKÓGARGERÐI: Að vörun egar Ásmundur Guðmundsson, síðar biskup, gerðist skólastjóri alþýðuskólans á Eiðum 1919, var þar allstórt bú. Einkum var þar sauðfé, en kýr aðeins fyrir heimilið. Ásmundur tók brátt við búinu, og rak það um skeið, enda voru þau hjón bæði alin upp í sveitum Borgar- fjarðar syðra, og kunnu góð skil á búskap. Af þessu leiddi það, að Ásmundur þurfti mjög á mönnum að halda við búreksturinn, og þá ekki sízt góðum ráðsmanni. Vorið 1923 fór Páll ETermannsson, síðar alþingismað- ur, ráðsmaður til Ásmundar. Elann hafði búið á Vífils- stöðum í Fram-Tung-u frá því 1909. Var nú orðinn ekkjumaður, seldi um vorið og byggði jörðina. Samt átti hann eftir nokkuð af sauðfé. Um veturnóttaleyti um haustið, sennilega á föstudegi eða laugardegi, fer Páll yfir í Vífilsstaði, sem eru gegnt Eiðum, til þess að líta á fénað sinn, og ráðstafa honum í fóður. Elann reið Lagarfljót á Elesteyrarvaði, sem er undan Dagverðargerði, næsta bæ innan við Vífilsstaði. Síðan ætlaði hann inn í Rangá, Bót og Skógargerði að hitta góðvini sína, og taka með þeim slag fram yfir helgina. Elann gerði ráð fyrir að verða tvær eða þrjár nætur í burtu. Þegar Páll hafði nú lokið starfi sínu á Vífilsstöðum, stígur hann á bak og ætlar inn að Rangá til Björns Halls- sonar, hreppstjóra, vinar síns. Þegar hann kemur inn að Dagverðargerði og sér niður á Hesteyrarvaðið, grípur hann sterk löngun til að fara austur og heim í Eiða. Hann hlýðir þessu kalli, sem honum finnst svo ákveð- ið og einkennilegt, þar sem hann á hinu leytinu hlakk- aði til að fá sér slag með okkur vinum sínum og venzla- mönnum fram yfir helgina. Hann kvaðst hafa fundið, að það yrði að bíða. Hitt sæti fyrir að fara heim nú. Hann sviptir hestunum út úr götunni, ríður niður tún- ið utan við bæinn í Dagverðargerði, niður að vaði og fer beina leið heim. Vinnukonur voru nokkrar á Eiðum í þann tíð, enda var þá meiri hluti nemenda yngismenn, og sumir mynd- ugir. Ein af vinnukonunum hét Guðrún Hannesdóttir Sig- urðssonar Árnasonar, sem mun hafa verið úr Skagafirði. Guðrún hét móðir Hannesar Hannesdóttir, bónda á Reykjarhóli í Seyluhreppi í Skagafirði Þorvaldssonar. Hannes faðir Guðrúnar er fæddur á Hólalandi í Borg- á Eiéum arfirði eystra á jóladag 1861. Hann bjó meðal annars í Gilsárvallahjáleigu, og þaðan er kona hans, Sigríður Ingibjörg Eyjólfsdóttir talin. Annars var Hannes bú- settur út á Bakkagerði, þegar ég kynntist honum fyrst. Systkini Hannesar voru mörg, en hér kemur aðeins eitt við sögu, en það er Hjálmar Sigurðsson, fæddur á Hólalandi 6. júní 1869. Hann lærði verzlunarfræði í Kaupmannahöfn. Vann síðan við verzlunarstörf á Vest- dalseyri og víðar, en síðast í Stykkishólmi. Þar gerðist hann að lokum kaupmaður, og dó þar 11. desember 1919. Nú er þar til að taka, að kvöldið sem Páll kemur heim öllum óvart, er gengið til náða á Eiðum með venjulegum hætti. Guðrún svaf fram í gamla skólahús- inu og önnur stúlk þar hjá henni. Eigi höfðu þær lengi sofið, er Guðrúnu dreymir það, að Hjálmar föður- bróðir hennar kemur til hennar og segir: „Þú verður að fara á fætur.“ Guðrún skeytir þessu ekkert, þótt hún vaknaði við ávarpið, en sofnar brátt aftur, enda þreytt eftir dagsins önn. Nær því strax dreymir hana, að Hjálmar frændi kemur enn og segir: „Þú verður að fara á fætur.“ Guðrúnu þykir nú varla einleikið, en þó kemur í hugann, ekld er mark að draumum, og svefninn sigr- ar hana enn. Sennilega hefur hún ekki sofið lengi, er henni þykir Hjálmar enn koma til sín og segja með miklum þunga: „Þú verður að fara á fætur.“ Guðrún hefur sennilega varla verið fallin í fastan svefn, því nú finnst henni hún vakna svo snögglega, að hún þykist sjá á eftir Hjálmari út úr herberginu. Guðrún mun vera mjög næm fyrir hinu dulræna sem kallað er. Henni var nú orðið ljóst, að hún átti ein- hverju hlutverki að gegna með því að fara á fætur. En hvað var það? Hvað átti hún að gera? Henni datt fyrst í hug meðal annars, að fyrst Hjálm- ar frændi var að reka hana á fætur, þá kynni eitthvað að vera að heima hjá henni. Hún reyndi þá fyrst að hringja heim og tókst það, því þá var læknir á Borgar- firði, og var haft opið milli Bakkagerðis og Eiða nótt og dag, ef eitthvað kæmi fyrir í skólanum. Hins vegar var víst síminn þá hjá Eyjólfi bróður hennar, svo þetta var auðvelt, en þar var þá ekkert að. Nú þótti Guðrúnu vandast málið. Hún gekk fljótt úr skugga um, að ekkert var að í gamla skólahúsinu, Heima er bezt 143

x

Heima er bezt

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heima er bezt
https://timarit.is/publication/380

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.