Heima er bezt - 01.04.1964, Síða 12
þar sem þær sváfu og heldur ekld heima. Hvað var þá
þetta, sem hún átti að gera? Eitthvað var það, það var
hún viss um.
Nú fékk hún félagsstúlku sína til að fara með sér út
í gamla bæ. Þar stóðu enn nokkur gömul hús, þar á
meðal allstórt fjós með lofti í öðrum enda, eldhúsi með
hlóðum, búri og líklega fleira.
Er þær komu út í fjósið er þar eldur í þakinu, fullt
af reyk, og bráður bani búinn kúnum, ef ekki er þegar
að gert.
Þær hlaupa nú inn, og vekja ráðsmanninn. Kom sér
nú ekki ilia, að hann var heima.
Nú er ekki að orðlengja það, að bæði kúnum og hús-
unum varð bjargað, en báðum kemur saman um það,
Guðrúnu og Páli, að mjög óvíst sé að húsunum yrði
bjargað, ef Páll hefði ekki farið heim um kvöldið. Bæði
vissi hann manna bezt um verkfæri þau, er nota þurfti,
og svo vita allir hversu mikið veltur á öruggri og góðri
verkstjórn.
Upptök eldsins voru þau, að daginn áður var verið
að svíða svið í hlóða-eldhúsinu. Hefur verið notaður
hrís við verkið ásamt öðru eldsneyti. Svo mikið er víst,
að í fjósinu hefur kviknað af neistaflugi því, sem farið
hefur út um eldhússtrompinn, en fjósþekjan þurr mjög
eftir langvarandi þurrka. Fjósið var næst við eldhúsið,
og Guðrún segir, að eldurinn hafi verið í þaki fjóss-
ins, sem að eldhúsinu vissi. Annars hafði jafnan heyrzt
hér talað um, að kviknað hefði í út frá kerti, sem skilið
hefði verið í ógáti eftir logandi út á fjósloftinu.
Ég átti þess kost í vetur að ræða þetta mál við Guð-
rúnu Hannesdóttur, sem er búsett á Akureyri, kona
Karls Friðrikssonar, vegamálastjóra Eyfirðinga. Hún er
því aðalheimildarmaður minn. Auk þess sagði Páll Her-
mannsson mér frá hinu einkennilega fráviki sínu frá
gerðri áætlun, rétt eftir að þetta skeði.
EFTIRMÁLI.
Ég sendi séra Ásmundi þetta skrif, því ég vildi eigi
birta það, nema með hans leyfi, sem hann veitti fús-
lega.
Hann sendi mér afrit af skýrslu, sem hann tók af
Guðrúnu um það, hvemig hún var vakin, og hvemig
þetta gekk til. Efnislega er þetta samhljóða því, sem
hér er skráð, en tvö atriði era þó á annan veg, og skal
nú frá því greina.
Guðrúnu fannst í tvö fyrri skiptin, sem hana dreymdi
Hjálmar, að hún vera heima hjá sér á Borgarfirði, og
þeir draumar frekar óskýrir. í síðasta draumnum fannst
henni Hjálmar standa við höfðalagið sitt þarna á Eið-
um, beygja sig niður að sér, taka um vinstri handlegg
sér og segja: „Þú verður að fara á fætur.“
Hitt atriðið er það, að þar getur Guðrún ekki tun,
að hún hafi hringt fyrst heim til sín á Borgarfjörð.
Þetta gerðist aðfaranótt 5. október 1923. Þess má og
geta, að þeir Hjálmar og Ásmundur voru góðkunn-
ingjar frá því Ásmundur var þjónandi prestur í Stykk-
ishólmi. Þar mun hann hafa verið ein tvö eða þrjú ár
áður en hann fór í Eiða, og bjó þá um skeið í sama húsi
og Hjálmar.
Guðmundur Theódórs....
Framhald af bls. 142. ----------------------------
þeirra feðga, Guðmundar og Páls í Stórholti, hefur því
verið mjög rækilega laust við það, að renna út í sand-
inn.
Páll í Stórholti er kvæntur Guðbjörgu Jónsdóttur,
prófasts að Kollafjarðarnesi, Brandssonar, og konu hans,
Guðnýjar Magnúsdóttur. Guðbjörg er gáfuð ágætis-
kona. Ætti að lýsa þeim hjónum sameiginlega, væri rétt-
mæli aðeins eitt, — með þeim er jafnræði. Þau eru ekki
steypt í sama mót, en þessi forna lýsing er sönn.
Börn þeirra hjóna eru: Guðmundur Theódór, Elin-
borg Guðný, Benedikta Sigríður, Jón Brands og Páll.
Elzti sonurinn, Guðmundur Theódór, er nú byrjaður
á búnaðarnámi.
Enn er Guðmundur í Stórholti ern og beinn í baki,
enn er rómurinn hressilegur, áhuginn vakandi, hlátur-
inn bjartur, hreyfingarnar kvikar. En starfsorkan er
þorrin til átaka, þótt erfitt sé gesti er að garði ber að
átta sig á því. Svo myndi fleirum vera farið að loknu
dagsverki á borð við það, er hér hefur verið afkastað.
Margar tegundir starfa eru inntar af höndum, margt
handtak hraustlega teldð, mörg nytjastörf lögð í sjóði
þjóðarinnar og mörg uppskera færð í kornhús. Peninga-
stofnanir aukast, sparisjóðir gildna, krónur í hvers
manns höndum, margar, margar krónur. En — hver er
verðmætust eign þjóðarinnar? Hvert er gildið bezt og
traustast? Eru það aurarnir, sem hýstir eru í höllum
bankanna? Eru það hlutabréf í happdrætti hafsins —
eða í einhverjum öðram happdrættum dagsins í dag?
Vafalaust er þetta allt harla gott. En til munu þeir, er
flýgur annað verðmæti fyrst í hug. Það er hin íslenzka
mold og' hin íslenzka hönd, er í félagi rækta hugstæð-
an, lifandi gróður og árvissa uppskeru. Arftaki land-
nemans er að störfum, arftaki þess manns, er skildi til
fulls mátt og gróðurmagn íslenzkrar moldar og útfærði
þann skilning í lífsstarfi sínu. Þorskurinn getur brugð-
ist, skipið sokkið, höll bankans oltið um koll. En frjóið,
sem moldin fær til þroska og varðveizlu, lifir, meðan
hönd manns og konu, sonar og dóttur, leggur heilhug
að starfi, það lifir og veitir uppskeru, það er brauð mitt
og þitt, hornsteinn nútíðar, sparisjóður framtímans. —
Vitazgjafi íslenzkra byggða um alla framtíð.
144 Heima er bezt