Heima er bezt - 01.04.1964, Side 18
hún þarf að fullkomnast með því að berjast við efa-
semdir og hindranir eða mótspyrnur, þá má ekki ætl-
ast til þess, að alfaðirinn leiði okkur fyrirhafnarlaust að
ljósi sannleikans og þess, sem réttast er, heldur í gegn-
um eyðimerkur óvissunnar, efasemda og tálmana.
Frumvarp það, sem komið er að sunnan frá M. Gríms-
syni sem ábyrgðarmanni,* er að vonum bergmál af
stjórnarlögum Dana, en eigi að síður er það þó gott til
að byrja með, því einhverjir hljóta þó að verða fyrstir
til að ýta á flot eða ríða upp vaðið á ánni, einasta að
ekki yrði heima í héröðum haft of mjög tillit til þess í
sumum greinum, og sér í lagi meðan ekki er komið
frumvarpið frá stjórninni.
Seint koma skipin til vor í ár með það eins og ann-
að, og hindrað þau mótviðrin og hafísinn. Ekki er
gleðilegt að frétta frá Danm. um ófriðinn og ekki sýnt,
hvenær honum linnir.
Hvemig gengur með að fá fé til prentsmiðjustofn-
unarinnar í Fljótum? Ég býst við, að það gangi dauf-
lega, því flestir eru fátækir og hafa þess utan nógum
þörfum að sinna; en af því að ég álít prentsmiðjuna
andlega nauðsyn okkar og undireins ekki ókljúfanda að
koma henni upp, þá hygg ég það ekki nema fjöður af
fati hvers eins, þótt ekki gæfi nema 8—12 eða 16 sk. —
gott hvað meira, aðeins gjörðu það allir, sem einhverra
fémuna era ráðandi.
Ég vona, að þér allareiðu eða bráðum heyrið bréf hjá
sýslum. birt á þingum um prentsmiðjuna, og ég bið yð-
ur á allar lundir að mæla sem bezt getið fram með á-
formi þessu í hrepp yðar ásamt með föður yðar og
prestunum.
í Hvanneyrarsókn hefur prentsmiðjan fengið æski-
legustu viðtökur, og er það mikið að þakka ötulli fram-
göngu sra. Jóns. Fyrir norðan hefur prentsmiðju verið
gefinn góður rómur, einkum síðan bréfið til sýslum.
varð heyrinkunnugt, sem ég skyldi hafa sent yður núna,
ef tími hefði leyft. — Skúlesen** hefur gefið 5 rd. og
seinna gefið von um að bæta við 10 rd. Apótekarinn
hér 10 rd., sýslum. E. Briem 10 rd., assessor Jónassen
5 rd. og svo frv.***
Hvernig lízt yður á, að vér Norðlendingar og Múla-
sýslumenn leggjumst allir á eitt með að fá, að Alþingi
væri haldið hér á Friðriksgfáfu] að öðrum þræði við í
Rv. eða á Þingvöllum? Með þessu móti hygg ég mundi
almennari not af þinginu en ella. — Sumir vilja og fá hér
settan lærðan skóla og biskup. Eíklega hefur það og
komið til umræðu, hvort allar kirkjur á landinu ættu
* Hér mun átt við sr. Magnús Grímsson, stórmerkan
mann, er lézt ungur.
** Hér mun átt við Sigfús sýslumann Schulesen á Húsavík.
*** Apótekarinn: Oddur Stefánsson Thorarensen (eldri),
sonur Stefáns amtmanns Þórarinssonar. Fyrsti lyfsali á Akur-
eyri (f. 1797, d. 1880). Jónassen: Þórður Jónasson, síðar dóm-
stjóri, settur amtmaður nyrðra eftir lát Gríms amtmanns
1849, unz embættið var veitt Pétri Havsteen. — K. B.
ekki’að eiga einn sjóð og hver um sig að byggjast og
viðhaldast upp á hans reikning.
Fyrirgefið samtíninginn og flaustrið. Heilsið alúð-
legast frá mér yðar elsk., góðu konu. Ykkur með ná-
komnustu óskar æ hins bezta skuldbundinn heiðrari
ykkar og vinur
Björn Jónsson.
(Framhald í næsta blaði.)
Blessuð sértu sveitin mín ....
Framhald af bls. 147. ------------------------------
Jón var fjármaður góður og hestamaður mikill. Atti
hann fallegt fé og góða hesta. Oft fylgdi hann ferða-
mönnum yfir Jökulsá, og þágu gestir góðgerðir, sem
húsfreyja framreiddi af rausn og myndarbrag. Engum,
þótt ókunnugur væri, duldist að Jón var maður, sem
óhætt var að treysta bæði til fylgdar yfir stórfljót og í
öðru, enda hlekktist honum aldrei á.
Sigurður og Stefán eru nú komnir nokkuð á áttræðis-
aldur, og eru hressir og kátir, en Jón er á níræðisaldri,
og er enn beinn í baki, hress og gamansamur, minnug-
ur á hðna tíð og sækir mannfundi.
Mikill er munur á ævi og aðbúnaði kvennanna í Lóni
nú eða var fyrir 50 árum. Þá stóðu þær við hlóðirnar
í eldhúsinu, rauðeygðar af reyk og svælu. Húsakynnin
köld og léleg og hripláku í rigningum, svo að oft varð
að breiða verjur yfir rúmin í baðstofunum. Þá mjólk-
uðu konumar kýrnar, og stóðu á blautum engjum oft
ófrískar og kvörtuðu ekki. Nú eru Aga- eða gljákola-
vélar á hverjum bæ, allt hey fengið af ræktuðu landi og
húsakynni víðast góð.
Fyrir mitt minni gerðist það, að ung hjón, Jón Mark-
ússon og Valgerður Ólafsdóttir fluttu úr Lóni inn í
Eskifell og reistu þar bú. Það liggur inni í Stafafells-
fjöllum um þriggja tíma lestaferð frá Stafafelli, sem er
næsti bær. Aldrei hafði verið búið þar áður. Þau hjón-
in voru dugleg og kjarkmikil. Sagt er, að þau hafi átt
einar 20 kindur, er þau fluttu inn eftir. Svo er sagt, að
þegar þau voru að byggja þar fjárrétt, hafi Jón viljað
hafa hana litla, en konan hafa hana stóra og réð hún
því, sagði hún sem svo, að einhvern tíma yrði réttin
ekki of stór. Þetta rættist, því þau hjón efnuðust vel,
og fyllti fé þeirra réttina, og tók hún þó 500 fjár.
Læt ég svo staðar numið með þeirri ósk, að sveitin
mín, Lónið, fari aldrei í eyði, til þess er hún of gæða-
mikil og fögur.
20. febrúar 1961.
150 Heima er bezt