Heima er bezt - 01.04.1964, Side 19

Heima er bezt - 01.04.1964, Side 19
STEINDOR STEINDORSSON FRA HLOÐUM: r Irlands bættir (Niðurlag.) AUÐUR MÓMÝRANNA. írland er snautt að málmum, svo að námugröftur er þar ekki teljandi. Enda þótt allmikið af jarðlögum landsins sé jafnaldra kolalögunum brezku, virðist sem jöklar ísaldar hafi sópað brott öllu, sem nýtilegt var í þeim, svo að kolablað er þar hvergi að fá. Þótt úrkoma sé mikil og mörg vatnsföll, veldur landslag því, að nýt- anlegt vatnsafl til virkjunar er ekki mikið, miðað við þarfir landsins. En allt síðan ísöldu lauk hefur mór hlað- izt upp í hinum víðlendu mýraflákum hvarvetna um landið, og er hann eitt verðmætasta jarðefni þess, og mikilvægur orku- og hitagjafi. Svo er að sjá af fornum minjum, að Irland hafi verið mjög skógi vaxið um þær mundir, sem bvggð hófst þar. En skógarnir eyddust skjótt, því að mjög var á þá geng- ið og hið raka næðingssama loftslag engan veginn hag- stætt skógargróðri, og nú er talið, að einungis 1% af landinu sé vaxið skógi, og sé hann að langmestu leyti ræktaður. Allt frá því er samfelldar sögur hefjast, hef- ur því svörðurinn eða mórinn verið höfuðeldsneyti íra. Var hann grafinn á líkan hátt og vér gerðum, og er svo enn í afskekktum og strjálbyggðum héruðum, og jafn- vel víðast hvar, sem svörður er tekinn til heimilisnotk- unar. Þrír menn eru í svarðargröfinni, einn sem sting- ur, annar kastar upp og hinn þriðji er á bakkanum og hleður sverðinum í kesti eða breiðir jafnóðum úr hon- um á þurrkvellinum, sem oftast er grafarbakkinn sjálf- ur, því að annars staðar er ofblautt. Þegar mórinn tek- ur að þorna er honum hlaðið í smáhrauka, og að lok- um fluttur heim og látinn í hús eða hlaðið í stóra kesti til vetrargeymslu. En nýir tímar og breyttir þjóðarhættir krefjast meira eldsneytis og aflgjafa en áður var, og um leið hefur vél- tæknin haldið innreið sína í mómýrarnar írsku. Meðan ég dvaldist í Glenamoy fékk ég færi á að skoða eina af stærstu móvinnslustöðvunum í landinu, og hefði mig vissulega aldrei dreymt um þvílíkar svarðargrafir. Stöð þessi heitir Bellacorick, og er þar rekin ein stærsta raf- orkustöð landsins, sem kynnt er með sverði. En vert er að minnast þess, að mórinn er höfuðorkugjafi Iandsins, bæði til framleiðslu rafmagns, í verksmiðjum og sem eldsneyti í heimahúsum. Þarna í Bellacorick er mýraflákinn, sem unnið er úr, 12000 ekrur að stærð og dagleg móeyðsla rafstöðvar- innar um 1000 smálestir að meðaltali. Við móvinnsluna og rafstöðina vinna að staðaldri 450 menn. Um þessar víðlendu svarðargrafir er ferðast eingöngu á járnbraut, á færanlegum sporum, og þannig er mórinn einnig flutt- ur heim að rafstöðinni. Vorum við mr. Grennan flutt- ir í járnbrautarvagni um svæðið til að skoða vinnu- brögðin. Fyrst þarf að þurrka landið, eru skurðir grafnir um mýrina þvera og endilanga, og voru mér sagðir þeir vera um 500 mílur á lengd. Þegar mýrin hefur þornað svo, að um hana sé fært, hefst vinnslan sjálf. Er mórinn grafinn með stórvirkum dráttarvélum, sem ásamt graftr- arvélunum sjálfum ganga á beltum metrabreiðum eða meira. Fyrst er grassvörðurinn fleginn ofan af mýr- inni, en aðeins örfárra sentimetra þykkur. Er hann mal- aður sérstaklega og notaður til áburðar. Þá er tekið til að vinna móinn sjálfan, gerist það með þeim hætti, að flegnar eru nokkurra sentimetra Jiykkar flögur ofan Gamalt borgarhlið i grennd við Limerick. Heima er bezt 151

x

Heima er bezt

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Heima er bezt
https://timarit.is/publication/380

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.