Heima er bezt - 01.04.1964, Síða 20
N orðmanna-kastali.
af mólaginu með eins konar herfi, flögur þessar eða
strengsli eru látin þorna, og þá taka við vélar, sem mala
móinn og skila honum í smágörðum litlu stærri en rif-
garðar í heyflekk. Þegar mylsna þessi hefur þornað,
er henni dælt í stærri hryggi eftir því sem hún þornar
til þessa eru notaðar margvíslegar tilfæringar, sniglar,
pípur, hjól, færibönd og kranar og fleira, sem ég kann
engin skil á. Þegar mylsnan er fullþurr er hún loks í
allháum hryggjum, sem þaktir eru síðan með plasti, til
að verja þá fyrir regni og vindi. Er furðulegt að sjá til-
sýndar yfir þessa endalausu brúnu mófláka með glamp-
andi plasthryggjunum líkt og stafaði á læki eða vötn.
Járnbrautarvagnarnir ganga stöðugt utan úr mýrinni
heim að rafstöðinni til að fylla hina óseðjandi hít henn-
ar. Svona er haldið áfram ár eftir ár, unz mórinn er
þrotinn í mýrinni, en það var mér talið að verða mundi
eftir 40—50 ár.
Svona var það þarna, en á öðrum vinnslustöðvum er
mórinn grafinn, eltur og fergður í köggla og töflur.
Þegar svo er farið að, er mýrin grafin til botns í einni
atrennu, og því mildu minna svæði haft undir til vinnslu
í einu. En mikinn vélakost þarf þar engu að síður, og
verða þessar stórvirku vélar ekki nýttar, nema í hinum
víðáttumestu og dýpstu mýraflákum.
Þótt ferðamanni, sem fer hratt um byggðir írlands
gæti sýnzt sem mómýrar landsins séu óþrjótandi, gera
fróðir menn þar í landi naumast ráð fyrir, að mórinn
endist meira en 70 til 100 ár með líkri eyðslu og nú er,
hvað þá ef hún eykst. Og hvað tekur þá við? Mikil
umræða er um að græða skóg bæði í hinum ófrjóustu
héruðum iandsinS, þar sem landbúnaðurinn er torveld-
astur, og einnig í hinum tæmdu mómýrum. Skógrækt-
artilraunir íra á síðustu árum hafa gefið góða raun, og
hugsa menn gott til framtíðarskóga landsins, sem efnis-
og orkugjafa. En einnig er um það rætt, að breyta hin-
um tæmdu mómýrum í graslendi.
Yfirstjórn móvinnslu og mórannsókna í írlandi er í
höndum stofnunar, sem heitir Bord na Móna, sem er að
nokkru leyti ríkiseign. Höfuðstöðvar hennar eru þar
sem heitir New bridge alllangt fyrir vestan Dýflina.
Heimsótti ég þær stöðvar og fékk þar að sjá söfn og
rannsóknarstofur ásamt einni hinna stóru móvinnslu-
stöðva. Þarna var unnt að sjá í einföldu yfirliti muna og
mynda þróunarsögu móvinnslunnar, annars vegar gamla
lagið, þar sem mórinn var grafinn með skóflu og unn-
ið að honum eingöngu af handafli, og hann loks fluttur
heim í hripum á asna og honum brennt í opnum eld-
stæðum og hlóðum, en hins vegar alla hina stórfelldu
véltækni, sem ég hefi lýst að nokkru. En starfsmenn
Bord na Móna eru ekki síður fróðir um allt, sem við
kemur mómýrunum sjálfum, og mun það fátt vera,
sem nokkurs er um vert, sem þeir vita ekki í þeim fræð-
um.
HEIMSÓTTIR SKÓLAR.
Frá Newbridge lá leið mín til Limerick, sem forfeð-
ur vorir kölluðu Hlymrek, en það er ein stærsta borgin
á vesturströnd írlands með um 30—40 þús. íbúa. Stend-
ur borgin við fjarðarbotn við ósa Shannonfljótsins, en
lengra úti með firðinum er hinn ltunni Shannonflugvöll-
ur. Limerick kemur mjög við sögu írlands á liðnum
öldum allt frá dögum hinna norrænu víkinga, sem stofn-
uðu þar ríki og höfðu viðbúnað mikinn. Nú er borgin
með mestum Ameríkublæ írskra bonja, og eru þar auð-
152 Heima er bezt