Heima er bezt - 01.04.1964, Blaðsíða 21
Frd Dunmore.
sén áhrif frá nálægð flugvallarins og umferð um hann.
Er borgin vel byggð með breiðum götum og nýtízku
sölubúðum og hótelum. Annars sá ég ekki nema hluta
hennar, því að dimmt var að kveldi, er ég kom þangað
og næsta dag var ég mest úti í sveitum þar í nágrenni í
fylgd með skólaeftirlitsmanni héraðsins.
Tveir skólar þeir, sem ég heimsótti, voru eins konar
gagnfræðaskólar. Báðir voru þeir í smáþorpum og sótt-
ir af piltum úr nágrenninu. Skólarnir voru litlir, heim-
angönguskólar, og nemendafjöldinn eitthvað innan við
100. Heldur þótti mér þeir fátæklega búnir að húsakosti
og kennslutækjum, og aðbúnaður kennara lélegur.
Kennarastofurnar voru smákytrur, þar sem varla var
stóll til að tylla sér á. Bóklegt nám í skólum þessum er
fremur lítið, en því meiri stund er lögð á verklega
fræðslu, voru þar allrúmgóðar smíðastofur, en einkum
virtist mér mikil stund lögð á utanhússstörf, sérstaklega
garðrækt. Skólunum fylgdu allstórir garðar, þar sem
bæði voru ræktaðar matjurtir og skrúðplöntur, og gerð-
ar ýmsar tilraunir með samanburð afbrigða. Sögðu
skólastjórarnir mér, að mildl stund væri lögð á að kenna
nemendum hagnýt, nýtízku vinnubrögð, og ekki síður
háttvísa framkomu og híbýlaprýði utanhúss og innan.
Væri þessa mikil þörf í sveitum landsins, að slík áhrif
bærust inn á heimilin frá skólunum, því að víða væru
heimilishættir gamaldags og bæru minjar aldalangrar
kúgunar og fátæktar. Hefðu skólarnir þegar unnið mik-
ið starf í þessum efnum, en ekki mætti slaka á klónni.
Einnig heimsótti ég menntaskóla, sem rekinn var af
nunnum í klaustri einu í Limerick héraðinu. Enginn
karlmaður starfaði þar við skólann nema prestur staðar-
ins, og allir nemendurnir voru stúlkur. Skólinn var
fremur þröngur og kennslustofur gamaldags bæði um
stærð og útbúnað. En nýreist heimavistarhús var hið
vistlegasta, bjart, hreinlegt og öllu sem haganlegast fyr-
ir komið. Flest herbergin voru eins manns, lítil en snot-
ur og með þægilegum húsgögnum. En setustofur og
borðsalur voru rúmgóð og auk þess var þar sérstök
músikstofa.
Abbadísin, sem sýndi mér skólann, var miðaldra kona,
létt í máli og gamansöm. Mátti hún ekki annað heyra
en að ég kæmi í allar kennslustofurnar, enda þótt ver-
ið væri að kenna þar, því að heimsókn frá íslandi hefði
skólinn aldrei fengið fyrr. Varð ég að segja nokkur orð
í hverri stofu, en til allrar hamingju voru þær ekki nema
4 eða 5.
LOKAÞÁTTUR.
Að kvöldi hins 17. september fórum við Murphy enn
þvert yfir írland frá Limerick til Waterford, sem er
meðal stærri bæja á austurströnd landsins alllangt fyrir
sunnan Dýflina. Er það með elztu borgum landsins og
var mikið víkingabæli í fornöld. Enn standa þar gaml-
ar byggingar, sem sagðar eru frá víkingaöld. Mest ber
þar á vígturni einum miklum, sem talinn er reistur
skömmu eftir 1000 af dönskum víkingahöfðingja Rögn-
valdi að nafni. Turninn er mikið mannvirki, veggir
geysiþykkir með örsmáum gægjugötum, en hlaðnir úr
svo stórum steinum, að furðu gegnir, hversu menn hafa
mátt lyfta þeim svo hátt með litlum tækjum. Ekki fékk
ég færi á að skoða þenna turn að innan, en annan af
líkri gerð hafði ég séð áður. Var klöngrast upp eftir
þröngum stiga í veggnum, en frá honum lágu dvr inn
á hæðir turnsins, en gólf þeirra voru þar einnig úr
Heima er bezt 153