Heima er bezt - 01.04.1964, Qupperneq 24
Orlofskonur í Kvennaskólanum d Blönduósi i janúar 1964. Fremri röð, talið frá vinstri: Þorbjörg Þorsteinsdóttir, Auðkúlu,
Sigrún Sigurðardóttir, Brekku, Elisabet Hafliðadóttir, Núpi, Halldóra Pétursdóttir, Skagaströnd, Steinunn Jónsdóttir, Skaga-
strönd. Aftari röð: Dómhildur Jónsdóttir, prestsfrú, Höskuldsstöðum, Ingibjörg Stefánsdóttir, Ijósmóðir, Blönduósi, Hólmfríð-
ur Pétursdóttir, Viðihlið, Ingibjörg Hallgrírnsdóttir, Þverárdal, Maria Olafsdóttir frá Bakka, Skagaströnd, lijörg Erlendsdóttir,
Hurðarbaki, Elin Sigurtryggvadóttir, Kornsá, Steinunn G. Blöndal, Iilöndubakka, Valgerður Ágústsdóttir, Geitaskarði, Hulda
A. Stefánsdóttir, Blönduósi.
nauðsynleg, því ekki hrekkur ætíð styrkur frá hinu op-
inbera til að greiða allan kostnað.
Orlofsnefnd A.-Húnavatnssýslu skipa þessar konur:
Ingibjörg Stefánsdóttir, Ijósmóðir á Blönduósi, formað-
ur, Valgerður Ágústsdóttir, húsfreyja á Geitaskarði, og
Vigdís Bjömsdóttir, kennari á Blönduósi. Hefur nefnd
þessi verið mjög áhugasöm og sýnt mikinn dugnað.
Mörg ljón eru á veginum eins og oftast, þegar ný mál
eru á döfinni. Einna erfiðast er að koma húsfreyjunum
af stað, þær bera mörgu við: tímaleysi, að þær þurfi
ekki hvíldar við og stundum stappar nærri, að þeim
finnist orlofið eins konar ölmusa, sem óþarft sé að veita
viðtöku. En þrátt fyrir allar mótbárur hefur orlofs-
nefnd A.-Húnavatnssýslu tekizt að hafa fjórar orlofs-
vikur frá því nefndin tók til starfa veturinn 1961—62.
Hefur Kvennaskólinn á Blönduósi tekið á móti orlofs-
konunum, séð um alla aðhlynningu gestanna og dvalið
fyrir þeim eftir bez.tu föngum. Eftir því sem ég frek-
ast veit, hafa þessir orlofsdagar orðið konunum til
ánægju og góðrar kynningar.
I fyrravetur tókst svo vel til, að orlofskonur voru í
Kvennaskólanum um það leyti sem Skagfirðingar sýndu
Fjalla-Evvind á „Sæluvikunni“ á Sauðárkróki. Var öll-
um konunum boðið í leikhúsið norður á Sauðárkrók.
Var það góð tilbreyting og höfðu konurnar milda
ánægju af þeirri ferð.
Síðasta orlofsvika byrjaði 22. janúar síðastliðinn. Veð-
urblíða var þá mikil hér um slóðir og fært um allar
byggðir. Komu konur úr öllum hreppum sýslunnar og
kærkominn gestur bættist í hópinn, Hólmfríður Péturs-
156 Heima er bezt