Heima er bezt - 01.04.1964, Síða 28
finningar mínar, þegar „Capitaininn“ stóð allt í einu
fyrir framan mig og hneigði sig, steinþegjandi. Ég spratt
á fætur, frá mér numin og var samstundis læst þeim
óþyrmiiegustu glímutökum, sem á mig hafa verið lögð.
Aðferð „Capitainsins“ var sú, að hremma fórnarlamb
sitt járntaki og beygja sig áfram í nokkurn veginn sömu
stellingu og hlauparar taka sér, áður en línuvörðurinn
kallar „viðbúnir“. Afleiðingin varð, að ég var sveigð
heldur óþægilega aftur á bak, svo að minnstu munaði,
að hné mín næmu við gólf. í þessari hroðalegu stöðu
stóðum við, eins og veiðihundar í bandi, á meðan „Capi-
taininn“ beið eftir nákvæmlega þeim takti tónlistarinn-
ar, sem honum líkaði.
Hvað eftir annað ætlaði ég að rjúka af stað, bæði af
því að stellingin var að verða mér ofraun, og af því, að
í ofvæni mínu þóttist ég merkja vöðvaspennu í baki
„Capitainsins“, sem var svo óhugnanlega nærri mér. En
í hvert skipti var mér aftur kippt að brjósti hans, eins
og tevgjubandi, um leið og hann hvíslaði: „Non — mais
non,“ milli samanbitinna tanna. Loksins brutumst við
af stað og mér til skelfingar uppgötvaði ég, að við átt-
um að dansa tango. Jæja, við vitum allar, hvaða áhrif
tangótónlist hefur á menn, sem þykjast dansa vel —
hvernig þeir svífa, stanza, sveifla, leggja fæturna í kross,
merja gólfið með hælunum í snúningunum, meðan dam-
an töltir stóra hringinn í kringum þá, stappar snöggt
og gerir hnébeygjur og allt hitt. Þetta varð ég að þola
samtímis því, sem ég myndaði fjörutíu og fimm gráðu
horn aftur yfir mig. Hinir gestirnir hættu lotningar-
fullir að dansa, til að gefa okkur nægilegt svigrúm.
Loksins leiddi „Capitaininn“ mig aftur að stólnum og
hneigði sig. Alér tókst að hneigja höfuðið, þó allt snar-
snerist í því, og hneig niður í sætið. Hefði á þessu geng-
ið svo sem tveimur mínútum lengur, þá hefði ég áreið-
anlega legið hryggbrotin á gólfinu. Án þess að unna sér
hvíldar, skálmaði „Capitaininn" til hinnar ungmeyjar-
innar — hann blés ekki úr nös — hneigði sig fyrir henni
og hélt sýningu á því, hvernig stríðsmaður dansar gam-
aldags vals. Það var sýnilega af henni dregið líka, þeg-
ar þeim atgangi lauk. Ég tók eftir því, að fallega kon-
an „Capitainsins" dansaði aldrei við hann allt kvöldið.
Hún var, eins og flestar franskar konur, einstaklega
hyggin.
Þegar við stelpurnar bárum saman bækur okkar eft-
irá, sögðum við báðar fullar af hræsni: „Dansaði „Capi-
taininn“ ekki dásamlega?“, þó að báðar vissu nú, hverju
það mundi líkjast að hrekjast undan mannýgum bola.
Það mun hafa verið á þessu aldursskeiði, sem ég fór
að leyfa mér að setja út á dansherra mína. Ég hætti að
vera öllum þeim eilíflega skuldbundin, sem tróðu mér
um tær og kipptu kjólunum upp á mitt bak á mér, ef
þeir bara létu svo lítið að dansa við mig. Ég fór að
þekkja úr vissar tegundir dansherra og forða mér úr
skotmáli, þegar þeir nálguðust, svo sem eins og hann,
sem hafði farið til Austurríkis í sumarleyfinu sínu og
eftir það stökk hæð sína í loft upp skellandi á lær sitt
og æpandi eitthvað, sem hljómaði eins og hididdle hid-
iddle he-he, og ætlaðist til þess að daman svaraði í sömu
mynt.
Mér stóð ógn af sprækum köllum, sem trúðu mér
fyrir því milli andkafanna, að „það væri fjárans góð
líkamsæfing að dansa“. Ojæja, það sama má líka segja
um það, að stafla síldarmjölssekkjum, en maður gerir
það bara ekki klukkutímum saman að kvöldi dags, uppá-
búinn í sparifötin sín. Þessir spræku karlar urðu stund-
um óhugnanlega blárauðir í framan, þegar við þeytt-
umst um gólfið eða klöppuðum eins og óð eftir hvert
lag, þangað til langa hléið frelsaði okkur.
Ég fór líka hjá mér, þegar stuttu mennirnir buðu mér
upp, þó þeim væri alveg sama, þó að þeir næðu mér
ekki nema í öxl og virtust jafnvel skemmta sér hið bezta
við að gægjast undir handlegginn á mér til að sjá hvert
við stefndum.
Eftir að maður er giftur, þá er gerólíkt að fara á böll.
Þá er horfin þessi hræðilega tilfinning, að lífinu sé lok-
ið, ef enginn bíður manni upp. Það er miklu notalegra,
en kannski ekki eins spennandi. Kvæntir menn hafa
óþægilega tilhneigingu til að standa eða sitja einhvers
staðar meiri hluta kvöldsins og koma sér með öllu hjá
því að dansa. Stundum verður maður að minna þá með
hægð á, að þeir séu á balli og þó að auðvitað sé aga-
lega gaman að sitja við borðið og horfa á allt þetta fólk,
þá séum við nú búin að sitja héma í tvo tíma og það
væri kannski ekki svo vitlaust að taka nú sporið.
Áður en farið er á ballið, hefur hver einasta eigin-
kona minnt manninn sinn á, að eiginlega ætti hann —
ja, hann verði satt að segja, — að dansa að minnsta kosti
einu sinni við allar konurnar í kunningjahópnum, sem
fer saman á balhð. Ef hann er ekki mikill dansmaður,
þá er þetta reglulega mildl áreynsla fyrir hann og oft
hef ég kennt í brjóst um þreytta og starfssama menn,
sem eru að pæla í gegnum eiginkvennaskarann. En ég
er sjálf búin að finna ágætt umræðuefni í þessum
skyldudönsum. Árangurinn er alltaf jafn góður og mér
hefur meira að segja verið boðið upp aftur til að ræða
það til hlýtar. Þegar við örkum af stað, þá segi ég: „Seg-
ið mér, hvernig hitið þið vatnið í húsinu ykkar?“ Þá
ljóma augu dansherrans, hann tekur fastar utan um mig
og þagnir eru ekki framar til. Það eru svo ótrúleg til-
brigði til um þetta efni, trekkspjöld, leiðslur, katlar,
einangrun, koks eða kol, samanborið við olíu. En auð-
vitað spyr maður aldrei piparsveina um þetta.
Oft hef ég velt því fyrir mér, hvers vegna svona
margir speglar eru í danssölum. Mér er meinilla við að
koma óvænt auga á sjálfa mig á fleygiferð. Þetta gat
verið ágætt í gamla daga, þegar hefðarfrúr í krínólín-
um svifu um i örmum riddaraliðsforingja í fullkomn-
um takti, undir kristalsljósakrónum, en nútíma dans
þykir mér ákaflega ljótur, og að sjá endalausar endur-
tekningar af sjálfum sér snúast í iðandi kös, er vægast
sagt ömurlegt. Þó tók út yfir allan þjófabálk á stríðs-
árunum meðan okkar bandarísku bandamenn voru hér.
Að sjá í spegli sjálfa sig dansa vangadans var alveg sér-
lega ónotalegt.
D D
] 60 Heima er bezt