Heima er bezt - 01.04.1964, Blaðsíða 29
Jæja, mínum dansárum er víst að verða loldð! Ég
hlakka til þess, þegar dóttur-dóttir mín kemur þjótandi
inn til að kveðja mig', þegar hún er að fara á sitt fyrsta
ball. Þá slæ ég létt á glókollinn hennar með svarta stafn-
urn mínum og segi henni: Væna mín, dansgólf er ekki
ólíkt orrustuvelli! Gættu þess, að púðrið vökni ekki og
skjóttu ekki fyrr en þú sérð hvítuna í augunum í þeim.
Þú skemmtir þér kannski ekki mikið, það er ekki aðal-
atriðið, en þetta er mikil lífsreynsla.
Frú Guðný Aradóttir, Fagurhólsmýri, sendi mér ljóð,
sem hún hafði skrifað upp eftir minni og taldi hún, að
Indriði Einarsson væri höfundur ljóðsins, en ljóðið hafði
hún lært af móður sinni fyrir 50 til 60 árum.
Hún mundi ekki til að hún hefði nokkurn tíma séð
það á prenti. Þetta litla ljóð hét: íslenzk stúlka erlendis.
Ég fór að reyna að leita mér upplýsinga um þetta
ljóð og datt þá í hug að hringja til dóttur-dóttur skálds-
ins Hildar Kalman, og hún gaf mér góðfúslega þessar
upplýsingar:
Kvæðið er eftir Indriða Einarsson og birtist í smáriti,
sem nefndist Nanna, og gefið var út af Jóni Ólafssyni
austur á Eskifirði 1878, en þá var Indriði Einarsson 27
ára. Indriða Einarssonar mun ég minnast síðar í þess-
um þáttum, ef færi gefst. En hér birtist þá ljóðið:
Þar hef ég unað ung og smá,
unað við skauta og svell,
skaflana mína og skíðin frá,
— ég skemmdist ef ég féll. —
Ég skemmti mér þá. — Er skemmtun hér
í skvaldri gleði fjær,
þar sem að enginn ann þó mér,
en allt með fláttskap hlær.
Ég var svo sæl, já ég var góð
við jökulbrjóstið þitt,
og heima fyrstum ástaróð
opnaðist hjarta mitt;
ég gleymi því ei, því ástarmál
aldrei fegra var,
og hvergi elskar saklaus sál
með sælu meiri en þar.
Ég líða vil um lög og geim,
ó, löngun mín er sterk.
Vindur minn ljáðu mér vængi heim
það væri kærleiksverk.
Hvort, sem ég brosi harma eða hlæ,
er hugur minn ávallt þar
og varpaði ég mér í votan sæ
ég veit mig ræki þar.
í þessu litla riti, Nönnu, eru líka smákvæði eftir
Matthías Jochumsson, Steingrím Thorsteinsson og Jón
Ólafsson, en þá voru þeir allir tiltölulega ungir menn.
Þar á meðal var þessi Staka eftir Jón Ólafsson:
Æskunnar léttúð er ellinnar grátur,
oft er stutt fyrst milli skakks og rétts vegar,
margur er ungdómsins augnabliks hlátur,
sem ævin öll þungt fram í dauða tregar.
Leiktu þér aldrei við lífsins gátur,
því lífsins gátur eru alvarlegar.
Hún gengur ein við unnarströnd
ung, en nokkuð fá
ljós á brá, en hvít á hönd
og húð, með fötin blá.
Hún gengur hægt og hugsar margt,
við hafið er golan svöl,
og hverflynd báran hverfist vart,
en hnígur að smárri möl.
Hér þykir rnanni, að þar sé kalt,
en það varð mér við geð,
hér svíkur líka sólin allt,
sem að hún lífga réð.
Ég bið ég fái brátt að sjá
blessaðan dalinn minn
og silfurtæra silungsá
og svala jökulinn.
Enn hefur verið beðið um nokkur ljóð, sem ég hef
ekki getað fundið, en vel geta þau komið síðar í leit-
irnar.
Stefán Jónsson, Skeiðarvogi 135.
INGIBJÖRG MAGNÚSDÓTTIR, Staðarstað, Eski-
firði, biður um að eftirfarandi sé birt:
Til allra barna minna og tengdabarna
Ég bið guð að launa ykkur elsku börnin mín og
tengdabörn, fyrir þá miklu gjöf, sem þið gáfuð mér á
sjötíu ára afmœli mínu. — Ég óska ykkur alls góðs í
komandi framtíð.
INGIBJÖRG MAGNÚSDÓTTIR,
Staðarstað, Eskifirði.
Heima er bezt 161